Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

14. fundur 19. júní 2009 kl. 13:30 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Tónlistarskóli-endurskipulagning 2009

906135

Fjölskylduráð samþykkir að önnur staða deildarstjóra í Tónlistarskólanum verði lögð niður tímabundið næstu tvö skólaár. Næstu tvö skólaár verður Tónlistarskólanum úthlutað 17.25 stöðugildum í stað 18 áður. Fjölskylduráð samþykkir að fela skólanefnd Tónlistarskólans að útfæra leiðir til að auka leigutekjur af námskeiðum við skólann og við tónleikahald í Tónbergi.2.Umönnunargreiðslur-endurskipulagning 2009

906134
Fjölskylduráð samþykkir lækkun á umönnunargreiðslum næstu tvö ár. Umönnunargreiðslur munu verða 21.000- kr. á mánuði. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst 2009. Verklagsreglur verða endurskoðaðar í samræmi við þessa niðurstöðu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00