Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

37. fundur 21. apríl 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Erindi félagsmálastjóra

908084


Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 16:00. Erindið samþykkt. Afgreiðslan trúnaðarmál. Hrefna fór af fundi kl. 16:15.

2.Foreldrafélag Brekkubæjarskóla

1002187





Á fundinn mættu fulltrúar foreldrafélags Brekkubæjarskóla og var farið yfir þau efni sem voru til umræðu þegar fulltrúarnir komu á fund nefndarinnar í febrúar.

3.Unglingalandsmót UMFÍ 2012

1001168


Fjölskylduráði hefur borist bréf frá Ungmennafélaginu Skipaskaga. Í bréfinu kemur fram vilji til að vinna með Akraneskaupstað að undirbúningi Unglingalandsmóts. Fram hefur komið að fulltrúar frá UMFÍ koma til fundar með Skipaskaga 29. apríl kl. 20:00. Fulltrúar Fjölskylduráðs munu mæta á fundinn.

4.Fjárhagur stofnana fjölskyldustofu 2010

1003153


Lagðar fram upplýsingar um fjárhag Fjölskyldustofu.

5.Innritun í leikskóla sumar 2010.

1002147




Á fundi bæjarstjórnar 13.04.10 var samþykkt að greiðslur vegna barna sem eru hjá dagforeldrum hækki til fyrra horfs eins og þær vorur fyrir ágúst 2009 frá og með 1. maí n.k.. Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að því hvernig samþykktin verði útfærð. Viðbótarkostnaður áætlaður allt að kr. 3.000.000 á árinu 2010. Fjölskylduráð staðfestir útfærslu framkvæmdastjóra. Einnig lagði framkvæmdastjóri fram viðbótargrein (gr. 11) í Reglum Akraneskaupstaðar um umönnunargreiðslur. Fjölskylduráð samþykkir breytinguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00