Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

71. fundur 30. ágúst 2011 kl. 16:30 - 18:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari mættu á fundinn kl. 16:30. Farið var yfir fjárhagsstöðu í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Félagsþjónusta og fræðslumál eru umfram fjárhagsáætlun. Bæjarráð hefur óskað eftir að stofnanir og ráð taki til endurskoðunar fjárhagsáætln stofnana og ráða fyrir árið 2011 og leggja fyrir bæjarráð stöðu og útlit fyrir reksturinn vegna ársins. Óskað er eftir þessum upplýsingum eigi síðar en 6. september nk. Fjölskylduráð óskar eftir að fá að skila þessum upplýsingum til bæjarráðs 29. september. Upplýsingar um stöðu stofnana liggja ekki fyrir fyrr en þá. Andrés og Jón Pálmi viku af fundi 17:50.

2.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

Eiríkur Sigmar Jóelsson annast þjónustu útkeyrslu matarbakka frá Höfða. Akraneskaupstaður gerði samning við Eirík í janúar 2010 og hefur Eiríkur óskað eftir hækkun á honum í samræmi við aukinn tilkostnað.

Afla þarf frekari upplýsinga í málinu. Fjölskylduráð frestar afgreiðslu til næsta fundar 6. september. Ingibjörg og Hrefna viku af fundi 18:15.

3.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um félagsþjónustu. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um félagsþjónustu samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.

4.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um íþrótta- og æskulýðsmál samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.

5.Starfshópur um skólamál

1108133

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf um starfshóp um skólamál. Fjölskylduráð mun skipa á næsta fundi 6. september í starfshóp um skólamál samkvæmt erindisbréfi starfshópsins. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fjárveitingu til þessa verkefnis.

6.Forvarnarmál - notkun munntóbaks

1108091

Fjölskylduráð styður þetta forvarnarframtak Ungmennafélags Íslands gegn munntóbaksnotkun og vonast til þess að veggspjöld þeirra í þessu átaki skili jákvæðum árangri.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00