Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

89. fundur 15. maí 2012 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Skagastaðir - starfsemi á árinu 2012

1110305

Framtíð Skagastaða hefur verið í nokkurri óvissu vegna fjármögnunar launa verkefnisstjóra. Nú liggur fyrir að Vinnumálastofnun mun leggja fram fjármagn vegna launakostnaðar til áramóta. Áætlað er að flytja starfsemina fyrir 31. maí í Þorpið þar sem leigusamningur við Arionbanka rennur þá út.

Fjölskylduráð fagnar því að rekstur Skagastaða skuli vera tryggður til áramóta og felur framkvæmdastjóra að undirrita fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.

2.Búseta fatlaðra framtíðarhugmyndir

1204075

Verkefnisstjóri heimaþjónustu hefur lagt fram tillögur að búsetuþjónustu fyrir þrjá einstaklinga sem óskað hafa eftir að hefja sjálfstæða búsetu á hausti komandi. Tillagan gerir ráð fyrir að þau þrjú sveitarfélög þar sem einstaklingarnir eiga lögheimili komi að fjármögnun.

Farið yfir forsendur tilraunaverkefnisins. Framkvæmdastjóra falið að senda erindi til bæjarráðs sem byggir á tillögum verkefnisstjóra heimaþjónustu.

3.Tillaga til þingsályktunar mál 220 - tímasett áætl. um flutning heilsug. frá ríki til sveitarfél.

1203208

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 26. apríl erindinu til umsagnar fjölskylduráðs. Skila átti umsögn til nefndarsviðs Alþingis fyrir 16. apríl og erindið berst því of seint til fjölskyldusráðs.

Lagt fram. Fjölskylduráð óskar eftir, að gefnu tilefni, að gæðastjóri fari yfir vinnuferla varðandi erindi sem berast Akraneskaupstað.

4.IPA - umsókn um fjármagn

1205072

Erindið er frá Akranesdeild Rauða krossins og fleirum þar sem óskað er eftir þátttöku Fjölskylduráðs til að vinna umsókn um IPA styrk til að vinna að málefnum innflytjenda á Akranesi.

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl.16:30. Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að Hrefna Rún Ákadóttir annist undirbúningsvinnu fyrir hönd fjölskylduráðs.

5.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1205073

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Vesturlands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til að greiða orkureikninga vegna reksturs húsnæðis að Kirkjubraut 27. Áætlað er að kostnaður nemi um kr. 30.000 á mánuði.

Fjölskylduráð óskar eftir að erindið verði tekið til umfjöllunar með öðrum styrkumsóknum sem liggja fyrir.

6.Félagsþjónustan - verkferlar og vinnulag mars 2012

1203127

Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar var fenginn til að skoða reglur og verklag í tengslum við veitingu fjárhagsaðstoðar og sérstakra húsaleigubóta. Greinargerð liggur nú fyrir.

Fjölskylduráð þakkar höfundi fyrir greinargerðina og vísar henni til starfshóps um málefni félagsþjónustu. Fjölskylduráð óskar eftir tillögum sem byggjast á greinargerðinni fyrir 1. september.

7.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205078

Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205097

Hrefna lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

Hrefna vék af fundi kl. 17:10.

9.Fyrirmyndarstofnun 2012 STRV

1205093

Á fundinn mættu kl.17:10, Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra og Árný Örnólfsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöður könnunar St.Rv. og val þeirra á ,,Stofnun ársins, Borg og bæ 2012" en Grundaskóli og Garðasel hlutu þá viðurkenningu og ,,Fyrirmyndarstofnun 2012" en Brekkubæjarskóli og Vallarsel hlutu þá viðurkenningu.

10.Stóri leikskóladagurinn

1205063

Reykjavíkurborg gengst árlega fyrir Stóra leikskóladeginum þar sem vakin er athygli á leikskólastarfi og þróunarverkefnum sem verið er að vinna að. Nú hefur verið ákveðið að bjóða einnig einu sveitarfélagi að kynna leikskólastarf sitt og hefur Akraneskaupstaður orðið fyrir valinu.

Stjórnendur leikskóla munu taka þátt í deginum og kynna starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar.

11.Starfsreglur um sérkennslu í leikskólum á Akranesi

1205051

Lögð er fram tillaga að nýjum reglum um sérkennslu í leikskólum Akraneskaupstaðar. Breytingarnar fela í sér gegnsærri reglur um starfsumfang sérkennslustjóra og einnig eru úthlutunarreglur gerðar einfaldari. Reglurnar hafa verið kynntar sérkennslustjórum og leikskólastjórum. Lagt er til að reglurnar taki gildi vegna sérstuðnings á haustönn 2012 og sami gildistími verði vegna umfangs starfs sérkennslustjóra.

Fjölskylduráð lagði til að bætt yrði inn viðbótarákvæði í ,, Tímabundin aðstoð" vegna langveikra barna. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu. Nýjar starfsreglur taki þegar gildi.

12.Verklagsreglur leikskóla

902012

Tillögur að breytingum eru lagðar fram af framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra í samráði við leikskólastjóra. Tillögur eru að breytingu á grein 2.1 og grein 3.5, grein 2.4 er ný.

Grein 2.1:

Dvalartími barns er skipulagður í samráði við leikskólastjóra og foreldra. Stefnt skal að því að dvalartími barns verði ekki lengri en 9 klst. Ef dvalartími barns er umfram 8 klukkustundir er heimilt að semja um stundarfjórðunga eftir það.

Grein 2.4: Leikskólarnir loka fjóra daga á ári vegna skipulags- og fræðsludaga. Þeir dagar skulu valdir með tilliti til skipulagsdaga í grunnskólum eða þegar grunnskólanemendur sækja ekki skóla. Leikskólagjald er ekki fellt niður vegna þessara daga.

Grein 3.5: Geti barn ekki sótt skóla vegna veikinda í fjórar vikur samfellt eða lengur geta foreldrar sótt um allt að 50% afslátt af leikskólagjöldum. Afsláttur er veittur fyrir þann tíma er veiknindi vara gegn framvísun læknisvottorðs sem staðfestir að barn hafi ekki getað sótt leikskóla. Sækja verður um afsláttinn innan þriggja mánaða frá því að veikindum lýkur.

Fjölskylduráð samþykkir að breyttar verklagsreglur taki gildi frá 1. júní 2012.

13.Vinnustaðagreining - starfsmenn Akraneskaupstaðar nóv - des 2011

1104089

Svala Hreinsdóttir kynnti niðurstöður úr vinnustaðagreiningu stafsmanna leikskóla Akraness. Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með jákvæðar niðurstöður greiningarinnar.

Björg, Árný og Rósa Kristín viku af fundi kl. 18:30.

14.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf starfshópsins með framlögðum breytingum og felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að óska eftir heimild bæjarráðs vegna launa formanns. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að skipa fulltrúa frá Fjölskyldustofu, að ræða við formannsefni og óska eftir tilnefningum frá Höfða og HVE í starfshópinn.

15.Tillaga til umsagnar mál 120 - heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

1203198

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 26. apríl málinu til umsagnar fjölskylduráðs. Skila átti umsögn til nefndarsviðs Alþingis fyrir 16. apríl þannig að erindið er of seint fram komið.

Lagt fram. Fjölskylduráð óskar eftir, að gefnu tilefni, að gæðastjóri fari yfir vinnuferla varðandi erindi sem berast Akraneskaupstað.

16.Herdísarholt

1205050

Verkefnissjóri heimaþjónustu og framkvæmdastjóri fjölskyldustofu hafa verið í viðræðum við lögheimilissveitarfélög íbúa í Herdísarholti. Með fundarboði fylgja drög að samkomulagi við umrædd sveitarfélög um að Akraneskaupstaður í umboði þjónusturáðs Vesturland geri nýjan þjónustusamning við eigendur Herdísarholts. Málið hefur verið kynnt fyrir þjónusturáði Vesturlands og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og leggur til að hafnar verði viðræður við rekstaraðila Herdísarholts um rekstarsamning.

Samningsdrög verði lögð fyrir fjölskylduráð.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00