Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

117. fundur 21. maí 2013 kl. 16:30 - 18:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þröstur Þór Ólafsson formaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2013

1304188

Auglýst var eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til íþrótta og tómstundafélaga. Fyrir liggur tillaga að úthlutun 10,7 milljóna í samræmi við reglugerð. Alls bárust umsóknir frá 15 félögum.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutun.

2.Umsókn um styrk - Skemmtismiðjan

1305143

Borist hefur styrkumsókn frá Hafdísi Bergsdóttur og Hildi Björnsdóttur en þær munu gangast fyrir námskeiðahaldi fyrir unglinga fædda á árunum 1997 til 2000 á komandi sumri.

Fjölskylduráð hafnar erindinu og felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að svara erindinu.

3.Búsetuþjónusta 2013

1305149

Minnisblað frá Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs var lagt fram. Starfshópur hefur að undaförnu unnið að nýju skipulagi sem miðar að því að sameina búsetuþjónustu undir einn hatt. Gert er ráð fyrir að nýtt skipulag taki gildi 1. september nk.

4.Tónlistarskólinn, starfsemi 2012-2013

1305144

Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, áheyrnafulltrúi Hvalfjarðarsveitar, mættu á fundinn kl. 17:00. Lárus fór yfir starfsemi Tónlistarskólans á Akranesi. Lárus og Laufey viku af fundi kl. 17:40.

5.Fyrirspurn foreldra vegna æfinga hjá FIMA, vor 2013.

1301200

Á síðasta fundi fjölskylduráðs var fjallað um kvartanir foreldra sem eiga börn sem stunda fimleika vegna þess hve oft hefur orðið að fella niður æfingar á vorönn.

Á fundinn mættu kl. 17:42 Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja, Jón Þór Þórðarsson íþróttafulltrúi ÍA og Hjörtur Hróðmarsson formaður FIMA. Rætt um hvernig hægt verði að bregðast við skerðingu á æfingartímum hjá FIMA. Fjölskylduráð mælist til að hlutaðeigandi aðilar ræði málin í upphafi hverrar annar. Hörður, Jón Þór og Hjörtur viku af fundi kl. 18:35.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00