Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

90. fundur 29. maí 2012 kl. 15:30 - 16:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

Samkvæmt erindisbréfi fyrir starfshóp vegna framtíðarskipulags í þjónustu við aldraða skipar Fjölskylduráð fjóra fulltrúa í starfshópinn. Fjölskylduráð skipar Steinunni Sigurðardóttur sem formann starfshópsins og Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu er skipuð af Fjölskyldustofu. Fjölskylduráð felur Laufeyju Jónsdóttur verkefnisstjóra heimaþjónustu að óska eftir því að Höfði skipi einn fulltrúa og HVE skipi einn fulltrúa í starfshópinn. Formaður boðar til fyrsta fundar þegar starfshópurinn verður fullskipaður. Starfshópurinn verður bæjaryfirvöldum til ráðgjafar í málum sem tengjast framtíðaruppbyggingu í þjónustu við eldri borgara á Akranesi. Starfshópurinn leggur skýrslu og tillögur fyrir fjölskylduráð.

2.Starf félagsráðgjafa - 60% í barnavernd

1204080

Búið er að ráða í 60% stöðu félagsráðgjafa hjá Fjölskyldustofu, félagsþjónustu Akraneskaupstaðar frá 1. júní nk. Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:

Ásta Jóna Ásmundsdóttir

Thelma Vestmann

Valur Bjarnason

Ákveðið var að ráða Ástu Jónu Ásmundsdóttur og mun hún taka til starfa 1. júní nk. Ragna Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi mun láta af störfum 31. maí nk. Fjölskylduráð þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

3.Starf forstöðumanns 100% - búseta fatlaðra

1204076

Búið er að ráða í starf forstöðumanns búsetuþjónustu sem auglýst var nýlega. Eftirfarandi aðilar sóttu um starfið:

Soffía Pétursdóttir

Margrét Magnúsdóttir

Ingibjörg Torfadóttir

Ástrós Una Jóhannesdóttir

Hrafnhildur Geirsdóttir

Ákveðið var að ráða Margréti Magnúsdóttur í starfið og tekur hún til starfa 15. júní næstkomandi. Helga Björk Bjarnadóttir forstöðuþroskaþjálfi lét af störfum 23. maí. Fjölskylduráð þakkar henni fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

4.Málefni fatlaðra - kostnaður sveitarfélaga

1201476

Stjórn SSV hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun hafa það hlutverk að skoða ákveðna þætti í starfsemi málaflokks fatlaðra og vinna rekstrarúttekt samhliða þeirri vinnu. Stjórn SSV óskar eftir því að Akraneskaupstaður tilnefni fulltrúa frá sínu félagsþjónustusvæði í starfshópinn. Starfsmenn SSV vinna með starfshópnum eins og þarf hverju sinni. Fjölskylduráð tilnefnir Ingibjörgu Valdimarsdóttur sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í starfshópinn.

5.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Bréf bæjarritara um fjárhagsáætlun 2013 vinnuáætlun og skil gagna lagt fram. Í bréfinu kemur fram að nú sé vinna hafin við fjárhagáætlun ársins 2013 svo og 2014 - 2015, en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum skal áætlun ársins 2013 vera lögð fram í bæjarstjórn eigi síðar en 1. nóvember og afgreidd í bæjarstjórn eigi síðar en 15. desember. Samhliða því skal afgreiða þriggja ára fjárhagsáætlun. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu að hefja nauðsynlegan undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun.

6.Húsnæðismál apríl 2012

1204044

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205152

Ingibjörg Gunnarsdóttir félagsráðgjafi lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205142

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

Vilhjálmur Birgisson mætti á fundinn kl. 16:15 og lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Vilhjálmur vék af fundi kl. 16:45.

10.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Næsti fundur fjölskylduráðs er áætlaður 5. Júní. Honum verður flýtt vegna útskriftar í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Næsti fundur fjölskylduráðs verður því 4. júní kl. 16:30.

11.Fjölskyldustofa, fjárhagsyfirlit jan-mars 2012

1205131

Erindi frestað til 4. júní 2012.

Fundi slitið - kl. 16:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00