Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

54. fundur 15. desember 2010 kl. 16:45 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2010

1012090

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram fjárhagserindi. Afgreiðsla færð í trúnaðarbók fjölskylduráðs.

2.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2010

1012124

Sólveig Sigurðardóttir félagsráðgjafi lagði fram fjárhagserindi. Afgreiðsla færð í trúnaðarbók fjölskylduráðs.

3.Fjárhagserindi - áfrýjun 2010

1012093

Sveinborg Krisjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram fjárhagserindi. Afgreiðsla færð í trúnaðarbók fjölskylduráðs.

4.Tilboð og kynning á námskeiði

1012094

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri lagði fram tilboð og kynningu á námskeiði Jafnréttishúss í íslensku og samfélagsfærni. Fjölskylduráð óskar eftir að Fjölskyldustofa kanni aðrar leiðir í fjármögnun fyrir námskeiðinu.

Sveinborg og Sólveig viku af fundi 17:26.

5.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdarstjóri lagði fram minnisblað um fjárhagsáætlun stofnana. Og fór yfir nokkur atriði er snerta fjárhagsáætlun.

6.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Farið yfir minnisblað um stöðu mála vegna tilfærslu málefna fatlaðra. Helga kynnti áætlun um stuðning við sjálfstæða búsetu einstaklinga. Gert er ráð fyrir að aukning verði í stöðugildum sem svarar 60%. Fyrirkomulagið gildi til 15. júní og verði endurmetið fyrir þann tíma. Rætt um starfskjör nýrra starfsmanna.

7.Framlög vegna nýbúafræðslu 2011

1009144

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10. des. 2010, þar sem tilkynnt er um áætlað fram vegna nýbúafræðslu fyrir fjárhagsárið 2011.

Lagt fram.

8.Framlög v. sérþarfa fatlaðra nemenda 2011

1009145

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 10. des. 2010, varðandi áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2011.

Lagt fram

9.Breyting á reglum varðandi umönnunargreiðslur

1012113

Fjárhagsáætlun 2011 gerir ráð fyrir að breytingar verði á umönnunargreiðslum þannig að þær nái eingöngu til foreldra sem nýta þjónustu dagforeldra. Reiknað er með að niðurgreiðslur til dagforeldra hækki.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að gera drög að nýjum reglum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00