Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

82. fundur 11. janúar 2012 kl. 17:15 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1201099

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mætti á fundinn kl. 17:20. Lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál. Hrefna vek af fundi kl. 17:40.

2.Mótun skólastefnu

1201103

Árið 2012 verður þungamiðja í mótun skólastefnu á Akranesi. Hluti af stefnumótuninni felst í að skoða úttektir og gögn sem eru til um skólastarf. Því er lagt til við fjölskylduráð að haldinn verði opinn fundur þar sem kynntar verða ýmsar niðurstöður sem snerta grunnskólastarf á Akranesi. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í febrúar og leitað verði samstarfs við Skagaforeldra.

3.Gjaldskrár 2012

1112160

Allar gjaldskrár Akraneskaupstaðar skulu hækka um 9% frá 1. janúar 2012. Framkvæmdastjóri fjölskyldustofu leggur til að gjaldskrá vegna heimaþjónustu hækki frá 15. janúar þar sem gjaldatímabil er frá 15. desember -14. janúar. Einnig liggur gjaldskrá heimaþjónustu vegna 2012 fyrir fundinum.

Fjölskylduráð gerir breytingar á tekjumörkum félagslegrar heimaþjónustu. Gert er ráð fyrir að bil milli tekjuþrepa verði 15%. Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að gjaldskráin taki gildi 15. janúar 2012.

4.Ungmennafélagið Skipaskagi - aðstaða

1112175

Ungmennafélagið Skipaskagi hefur tekið saman minnisblað um aðstöðu til æfinga og keppni og nauðsyn þess að vinna skipulag íþróttasvæða Akraneskaupstaðar m.t.t. frjálsíþróttaaðstöðu.

Fjölskylduráð vísar erindi Ungmennafélagsins til umfjöllunar til starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál.

5.UMFÍ - Gisting íþróttahópa

1201069

UMFÍ hefur óskað eftir því að sveitarfélög að íþróttahópar og aðrir hópar, sérstakleg börn og unglingar, njóti afsláttarkjara vegna gistingar í skólahúsnæði sveitarfélaga. UMFÍ óskar eftir upplýsingum um hvort vilji sé til að gera samninga um afsláttarkjör vegna ofangreinds

Akraneskaupstaður hefur hingað til ekki rukkað fyrir gistingu íþróttahópa sem gist hafa í stofnunum bæjarins. Ef breyting verður á því fyrirkomulagi verður það kynnt UMFÍ og öðrum hagsmunaaðilum.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00