Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

77. fundur 15. nóvember 2011 kl. 16:30 - 19:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
 • Guðmundur Páll Jónsson varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
 • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1111038

Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi og Sveinborg Kristjándóttir félagsmálastjóri mættu á fundinn. Hrefna lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Fjárhagserindi - áfrýjun 2011

1102344

Sveinborg lagði fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál

3.Desemberuppbót á fjárhagsaðstoð

1111080

Sveinborg lagði fram erindi. Fjölskylduráð samþykkti viðmið fyrir jólastyrk 2011. Hrefna og Sveinborg viku af fundi kl. 17:00.

4.Vallarsel - ástand lóðar og tækja leikskólans

1109068

Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Rósa Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi foreldra mættu á fundinn kl. 17:00. Bréf frá foreldrum barna sem eru innrituð í leikskólann Vallarsel sendu inn erindi til fjölskylduráðs um ástand lóða leikskólans. Úttekt var gerð á lóðum leikskóla Akraneskaupstaðar í maí 2011. Niðurstaða úttektar var að lóðin í leikskólanum Vallarseli stæðist ekki að öllu leyti þær kröfur sem settar eru um viðmið leikskólalóða. Starfsmenn Framkvæmdastofu eru að vinna í málinu til úrbóta í samvinnu við landslagsarkítekt og stafsmenn leikskólans. Fjölskylduráð óskar eftir frekari gögnum og framvindu málsins.

5.Leikskólamál -fyrirspurn um innritun barna fædd 2010

1109161

Erindi frá Öldu Róbertsdóttur lagt fyrir fjölskylduráðs. Fjölskylduráð lýsir yfir skilningi á óskum foreldra sem óska eftir leikskóladvöl fyrir börn sín sem fyrst. Leikskólastarf er með miklum ágætum á Akranesi og hlutfall leikskólakennara af heildarstarfsmannafjölda er hvergi hærra á landinu.

Á undanförnum árum hefur Akraneskaupstaður varið það þjónustustig sem er í leikskólum Akraness. Fallið var frá hærri gjaldtöku vegna dvalartíma umfram 8 klukkustundir daglega og opnunartími leikskóla hefur ekki verið skertur eins og gripið hefur verið til í sumum sveitarfélögum til að draga úr útgjöldum. Akraneskaupstaður hefur getað staðið við þá stefnu sem birtist í verklagsreglum um að öll börn fá leikskóladvöl á því ári sem þau verða tveggja ára og einnig hafa öll börn sem flutt hafa til Akraness og eru á leikskólaaldri fengið leikskóladvöl.

Kostnaður Akraneskaupstaðar við að sinna núverandi skuldbindingum sínum er í samræmi við fjárhagsáætlun og ekki er svigrúm til að auka við þær skuldbindingar og auka við núverandi þjónustu miðað við fjárhagsáætlun í dag. Því verður ekki gerð breyting á verklagsreglum um stafsemi leikskóla Akraneskaupstaðar að svo komnu máli. Börn fædd 2010 verða því innrituð í leikskóla Akraneskaupstaðar í samræmi við Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð veitir heimild til að innrita börn fædd 2010 í laus pláss í leikskólum ef einhver eru frá áramótum ef engin eldri börn eru á biðlista og fjöldi barna er í samræmi við útreikning um stafsmannahald leikskólanna.

6.Leikskólamál-fyrirspurn um innritun barna fædd 2010

1111030

Erindi frá Sigrúnu Ingu Guðnadóttur og Ragnari Baldvini Sæmundssyni lagt fyrir fjölskylduráð. Fjölskylduráð vísar afgreiðslu erindisins til afgreiðslu erindis nr. 1109161.

7.Fjárhagsáætlun leikskóla 2012

1111084

Fjölskylduráð hefur verið upplýst um fjárhagsáætlun leikskóla 2012.

Brynhildur Björg lagði fram minnisblað um vinnu starfsfólks leikskóla við endurnýjaða skólanámskrá í ljósi nýrrar aðalnámskrá sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út sl. sumar. Brynhildur Björg óskaði eftir því að fjölskylduráð taki til athugunar hvort hægt væri að veita leikskólum svigrúm til að greiða yfirvinnu til starfsmanna sem eru í hlutastarfi á starfsdögum.

Brynhildur Björg, Rósa og Ingibjörg viku af fundi kl. 18:00.

8.Skóladagatal 2011-2012

1103066

Bréf frá Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra um heimild Grundaskóla til að færa útskrift 10. bekkjar fram um einn dag til 4. júní 2012, lagt fram. Óskin er tilkomin vegna fyrirhugaðrar starfsmannaferðar til Boston vorið 2012. Foreldrafulltrúa í árgangnum hafa allir samþykkt þessa beiðni. Ekki er um aðrar breytingar á skóladagatalinu að ræða. Fjölskylduráð samþykkir tilfærslu á útskriftardegi.

9.Styrkir 2011- v/menningar, íþróttamála, atvinnumála o.fl.

1109173

Umsóknir um styrki á árinu 2011 vegna menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

Fjölskylduráð afgreiddi umsóknir um styrkinn eftirfarandi:

 • Umsóknir Þjóts og Febans vegna starfsstyrks verði samþykktar, kr. 250.000 til hvors félags gert er ráð fyrir styrk til þessara félaga í fjárhagsáætlun 2011.
 • Fjölskylduráð hafnar styrkumsókn Drekaslóðar vegna ársins 2011 þar sem gerður var samningur við Drekaslóð um þjónustu á árinu.
 • Fjölskylduráð vísar umsóknum Knattspyrnufélagsins Kára, Salome Jónsdóttur og Ágústs Júlíussonar til umfjöllunar Starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmála.
 • Umsókn Skagaforeldra er fyrir árið 2012 og verður hún tekin fyrir ásamt öðrum umsóknum um styrk vegna ársins 2012.

Fjölskylduráð vísar umsóknum um styrk frá Sundfélaginu og Karatefélaginu til fjárhagsáætlunargerðar 2012.

10.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

Fundargerð lögð fram.

11.Starfshópur um skólamál

1108133

Breyting varð á skipun í starfshópinn. Í stað Ólafar Lindar Ólafsdóttur verður Brian Marshall skipaður í starfshópinn.

12.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00