Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

751. fundur 21. janúar 2008 kl. 16:00 - 17:45

 751. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, mánud. 21. jan. 2008 og hófst hann kl. 16:00.


 

Mættir voru:         Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                          Hallveig Skúladóttir

                          Anna Lára Steinda

                          Margrét Þóra Jónsdóttir     
                    

Auk þeirra Hrefna Rún Ákadóttir, nemi í félagsráðgjöf, Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi  og Sveinborg Kristjánsdóttir,  sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


 

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1.   Framfærsla
      Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2.   Barnavernd

      Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

3.     Félagslegar leiguíbúðir
Fjöldi fjölskyldna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Akraneskaupstað eru 35 nú í janúar 2008 og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá leyfi til að leigja fimm nýjar íbúðir til að sinna þeim fjölskyldum sem eru í brýnustu þörfinni

4.    Reglur um veitingu fjárstyrks til að greiða fyrir lögmannsastoð barnaverndarmálum
Félagsmálaráð samþykkti að farið verði í  endurskoðun á reglunum

 

5.       Fjárhagsaðstoðarkvarðinn
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að fjárhagsaðstoðarkvarðinn verði hækkaður í samræmi við hækkun Reykjavíkurborgar eða um 4,2% frá 1. febrúar 2008

6.     Vistunarmatsnefnd Vesturlands
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur verið skipuð af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem varamaður í Vistunarmatsnefnd Vesturlands til fimm ára

Fundi slitið kl. 17:45

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00