Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

731. fundur 20. mars 2007 kl. 16:00 - 17:00

731. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, miðvikud. 20. mars 2007 og hófst hann kl. 16:00.


 

Mættir voru:                   Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                                      Tryggvi Bjarnason

                                      Margrét Þóra Jónsdóttir
Ágúst Friðriksdóttir, varamaður
                        

Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


  

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

3. Starfsmannahald á fjölskyldusviði
Félagsmálaráð bendir á greinargerð þar sem gerður er  samanburður á íbúafjölda og fjölda starfsmanna í nokkrum sveitarfélögum. Hún sýnir að stöðugildi á fjölskyldusviði Akraneskaupstaðar er það sama eða minna en í sveitarfélögum með íbúafjölda í kringum 4000. Íbúafjöldi í Akraneskaupstað er nú kominn yfir 6000. Félagsmálaráð lýsir áhyggjum yfir því að álag á fjölskyldusviði er að aukast í ört vaxandi bæjarfélagi. Félagsmálaráð vísar greinargerð til bæjarráðs með ósk um að staða mála á fjölskyldusviði verði tekin til umfjöllunar og ákvarðanatöku, með það að leiðarljósi að fjölskyldusvið verði betur en nú í stakk búið til að takast á við aukin og krefjandi verkefni.

Fundi slitið kl. 17:00

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00