Félagsmálaráð (2002-2008)
711. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 2. maí 2006 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Tryggvi Bjarnason
Sigurður Arnar Sigurðsson
Sæmundur Víglundsson
Margrét Þóra Jónsdóttir
Auk þeirra Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Framfærsla.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Skortur á leiguhúsnæði.
Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum á því ástandi sem er á leigumarkaði á Akranesi, þar sem mikill skortur er á leiguhúsnæði. Mikill eftirspurn er eftir leiguíbúðum og margir í brýnni þörf. Félagsmálaráð óskar eftir því við bæjarráð að það taki málið til skoðunar.
Fundi slitið kl. 17:00