Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

683. fundur 18. janúar 2005 kl. 16:00 - 17:40

683. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, þriðjud. 18. janúar  2005 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru:                   Ágústa Friðriksdóttir

                                      Sæmundur Víglundsson
                                      Tryggvi Bjarnason
                                      Sigurður Arnar Sigurðsson
                                      Margrét þóra Jónsdóttir

                                        

Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Bréf Heiðrúnar Janusardóttur dags. 6. janúar 2005 vegna aldurstakmarka á vínveitingastöðum.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að svara bréfinu.

4. Hækkun á viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar um 3,5% í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga.
Félagsmálaráð samþykkti hækkunina.

5. Könnun Rannsóknar og greiningar árið 2004 á vímuefnaneyslu 10. bekkinga á Akranesi.

Könnunin leiðir í ljós að neysla hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Félagsmálaráð fagnar þessari þróun og telur þetta sýna árangur öflugs forvarnarstarfs.

Fundi slitið kl. 17:40

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00