Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

25. fundur 03. maí 2011 - 19:15

25. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 þriðjudaginn 3. maí 2011 og hófst hann kl. 18:40


Fundinn sátu:
Einar Benediktsson, aðalmaður
Gunnar Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi
Dagný Jónsdóttir, varamaður
Guðmundur Þór Valsson, varamaður
Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri.

 

Fyrir tekið:

1.  1105019 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. - erindi frá fjármálastjóra
Fyrir liggur bréf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar þar sem tekin er til umfjöllunar slæm rekstrarstaða félagsins og rekstrarhæfi til næstu framtíðar.
Stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar fellst á þær tillögur sem fram koma í bréfinu og leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að skuld Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf við aðalsjóð sem í ársbyrjun 2010 var kr. 1.876 millj. verði lækkuð í kr. 876 millj. og kr. 1.000 millj. verði færðar til hækkunar á eigin fé félagsins.
  
2.  1105018 - Fasteignafélög Akraneskuapstaðar slf og ehf. - Ársreikningur 2010
Ársreikningar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar ehf og slf fyrir árið 2010 liggja fyrir til afgreiðslu.
Helstu niðurstöðutölur reikninganna eru eftirfarandi:
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf
Rekstrartekjur kr. 97,3 millj.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 73,1 millj.
Fjármagnsliðir kr. 34,0 millj.
Tap ársins kr. 9,8 millj.
Fastafjármunir kr. 1.336,7 millj. Langtímaskuldir kr. 800,6 millj.
Jákvætt eigið fé kr. 498,2 millj.
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf
Hagnaður ársins kr. 0,034 millj.
Veltufjármunir kr. 0,49 millj.
Eigið fé kr. 0,49 millj.
Ársreikningarnir voru samþykktir og undirritaðir
  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00