Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

24. fundur 11. janúar 2011 kl. 18:45 - 19:55

24. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. janúar 2011 og hófst hann kl. 18:45.

Fundinn sátu:
Einar Benediktsson (EBen), formaður
Sveinn Kristinsson, aðalmaður
Dagný Jónsdóttir, varamaður
Gunnar Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi
Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu

Fundargerð ritaði:  Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu.

Fyrir tekið:

1. 1003189 - Langisandur ehf.- hótelbygging
Bréf bæjarstjóra dags. 18/11 2010, til Langasands ehf þar sem tilkynnt er að til skoðunar væri að falla frá kaupsamningi á milli aðila með vísan til 4 mgr. 2 gr. kaupsamnings Langasands og Akraneskaupstaðar um eignarhlut í Garðalundi 2.
Bréf Langasands ehf mótt. 29/11 2010 þar sem fyrirtækið býður Akraneskaupstað að endurnýja umræddan kaupsamning m.v. breyttar forsendur um byggingu hússins.
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 15/12 2010 þar sem gert er grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar um að falla frá samningi við Langasand ehf um kaup á húsnæði í fyrirhugaðri hótelbyggingu við Garðalund.
Stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar staðfestir samþykkt bæjarstjórnar um að falla frá samningi við Langasand ehf um umrædd kaup á húsnæði í fyrirhugaðri hótelbyggingu við Garðalund.  Framkvæmdastjóra falið að koma samþykktinni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.
Stjórnin bendir á að málefni sem tilheyra rekstri og samningum Fasteignafélags Akraneskaupstaðar eiga samkvæmt samþykktum að koma fyrir stjórn Fasteignafélagsins til umræðu og ákvörðunar.
Gunnar Sigurðsson óskar að bóka að hann harmi ákvörðun stjórnar Fasteignafélagsins og bæjarstjórnar varðandi þetta mál. 
2. 1009156 - Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun ársins 2011.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00