Fara í efni  

Bæjarstjórn

1332. fundur 27. apríl 2021 kl. 17:15 - 21:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bíður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir að taka inn með afbrigðum mál nr. 2104232 um málefni hjúkrunarheimila og mál nr. 2103129 Deiliskipulag Skógahverfi 3C og 5 en málið var samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 26. apríl síðastliðinn. Málin verða nr. 4 og nr. 8 í dagskránni verði þau samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - A hluti

2103297

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Bæjarráð staðfesti ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2020 verði samþykktir.
Forseti leggur fram tillögu um að ræða dagskrárliði nr. 1 til og með nr. 3 saman undir dagskrárlið nr. 1 og að gerð verði grein fyrir umræðunni þar þó hvert og eitt mál verði eðli máls samkvæmt afgreitt sérstaklega.

Samþykkt 9:0

Rekstrarniðurstaða A-hluta, fyrir óreglulega liði, er jákvæð um 25,0 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 184,7 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A-hluta með óreglulegum liðum er jákvæð um 179,5 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 40,3 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er 1.652 en nam 1.718 m.kr árið 2019.
Skuldaviðmið er 24% en var 23% árið 2019.
EBITDA framlegð er 0,25% en var 8,38% árið 2019.
Veltufé frá rekstri er 11,35% en var 16,84% árið 2019.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 84% en var 89% árið 2019.
Eiginfjárhlutfall er 59% en var 57% árið 2019.
Veltufjárhlutfall er 1,92 en var 2,33 árið 2019.

Til máls tóku:
SFÞ sem gerði grein fyrir niðurstöðu ársreikninga Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020.

Framhald umræðu:
ELA, RBS, RÓ, BD, SMS, KHS, ÓA,RBS og ELA.

Forseti óskar eftir afleysingu 1. varaforseta þar sem hann óskar eftir að taka til máls.
EBr, 1. varaforseti, tekur við stjórn fundarins.

Framhald fundarins:
VLJ, RÓ, SFÞ og RBS.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins og þakkar 1. varaforseta fyrir afleysinguna.
Framhald fundarins:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ársreikninga A- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2020 og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 11. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - B-hluti

2103296

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - B hluti
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Bæjarráð staðfesti ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2020 verði samþykktir.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 46,3 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 12,3 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ársreikninga B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2020 og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 11. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - samstæða

2103295

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2020.

Bæjarráð staðfesti samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit vegna ársins 2020 verði samþykkt.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, fyrir óreglulega liði, var neikvæð um 21,3 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 197,0 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 133,1 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 28,0 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er 1.615 en nam 1.721 m.kr. árið 2019.
Skuldaviðmið er 24% en var 23% árið 2019.
EBITDA framlegð er 0,17% en var 7,83% árið 2019.
Veltufé frá rekstri er 9,79% en var 15,27% árið 2019.
Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 79% en var 84% árið 2019.
Eiginfjárhlutfall er 57% en var 55% árið 2019.
Veltufjárhlutfall er 1,82 en var 2,19 árið 2019.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ábyrgðar og skuldbindingayfirlit og samstæðurreikning A- og B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2020 og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 11. maí næstkomandi.

Samþykkt 9:0

4.Málefni hjúkrunarheimila - áskorun bæjarstjórnar Akraness

2104232

Forseti leggur fram eftirfarandi áskorun bæjartjórnar Akraness til heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra:

Bæjarstjórn Akraness skorar á heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að bregðast nú þegar við þeirri stöðu sem uppi er í málefnum hjúkrunar- og dvalarheimila sem rekin eru á daggjöldum.

Á dögunum skilaði verkefnastjórn skýrslu með greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjaldagreiðslum. Þar kemur fram að vegna vanfjármögnunar ríkisins á árunum 2017-2019 voru 87% heimila rekin með halla og nemur heildarupphæðin 3,5 milljörðum. Bæjarstjórn Akraness telur með öllu ólíðandi að ekkert verði aðhafst á þessu ári til að styrkja rekstur hjúkrunarheimila eins og skilja mátti á yfirlýsingum heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum enda mun rekstur þeirra þyngjast verulega vegna samþykktra kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar.

Bæjarstjórn Akraness skorar á heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að ráðast nú þegar í aðgerðir til að leiðrétta stöðu hjúkrunarheimila og koma jafnframt á virku samtali milli ríkis og sveitarfélaga um framtíðar fyrirkomulag þjónustu við aldraða og horft verði til tækifæra á lengri búsetu í eigin húsnæði, samspil heimahjúkrunar og heimaþjónustu og sveigjanlegri dagdvöl fyrir eldra fólk.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)

5.Björgunarfélag Akraness - starfsemi, útköll og hjálparliðar

2006258

Endurskoðaður samningur við Björgunarfélag Akraness lagður fram til samþykktar fyrir bæjarráð.

Bæjarráð samþykkti samning við Björgunarfélags Akraness og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness. Bæjarráð samþykkir viðbótarkostnað vegna þessa að fjárhæð 1,8 m.kr. sem færist af deild 20830-4995 og á deild 07830-5948.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Björgunarfélags Akraness og viðbótarkostnað sem þessu fylgir að fjárhæð kr. 1,8 m.kr. sem færist af deild 20830-4995 og á deild 07830-5948.

Samþykkt 9:0

6.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Á fundi stýrihóps félagsmálaráðuneytisins um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021. Í reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum kemur fram í 1. grein að umsóknir skulu berast fyrir 15. apríl 2021. Sviðsstjóri leggur til að breyting verði gerð á 1. grein þess efnis að umsóknarfrestur verði framlengdur til 31. júlí 2021.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti fyrirliggjandi breytingu. Velferðar- og mannréttindaráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlengingu umsóknarfrests um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 31. júlí 2021.

Samþykkt 9:0

7.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 4 - svalagangar

2104151

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að svalagangar verði heimilaðir á lóðum nr. 1, 5 og 7 við Asparskóga sbr. breytingauppdrátt dagsettan 19. mars 2021. Breytingin hefur engin áhrif á útsýni, innsýn eða skuggavarp á skipulagssvæðinu og varðar því ekki hagsmuni annarra en viðkomandi lóðarhafa og Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn til að deiliskipulagbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýs í B-deild Stjórnartíðinda.
Ti máls tóku:
SMS sem óskar eftir að víkja af fundi vegna tengsla við tiltekinn lóðarhafa í málinu. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðun bæjarfulltrúans.
EBr sem gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir, með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsbreytingu deiliskipulags Skógahverfi Akraneskaupstaðar 4. áfanga sem felst í að heimilaðar verði svalagangar á lóðum nr. 1, nr. 5 og nr. 7 við Asparskóga, að breytingingi verði send Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 6:0, tveir sitja hjá (EBr og RÓ)

SMS tekur sæti á fundinum á ný.

8.Deiliskipulag Skógahverfis 3C og 5

2103129

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi ráðsins þann 26. apríl 2021 að leggja til við bæjarstjórn að skipulagslýsing deiliskipulags Skógahverfi áfanga 3C og áfanga 5 verði auglýst.
Til máls tóku:
RBS, EBr og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing, sem er sameiginleg fyrir deiliskipulög í Skógahverfi, áfanga 3C og áfanga 5, verði auglýst.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3455. fundargerð bæjarráðs frá 15. apríl 2021
3456. fundargerð bæjarráðs frá 20. apríl 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

159. fundagerð skóla- og frístundaráð frá 20. apríl 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

192. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. apríl 2021
193. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. apríl 2021
Til máls tóku:
RÓ og spyr um stöðu skipulags á Smiðjuvöllum 12-22.
SFÞ um stöðu skipulags á Smiðjuvöllum 12-22.
SMS um stöðu máls er varðar uppsetningu á fjarskiptamastri sbr. mál nr. 2009166.
RBS um stöðu skipulags á Smiðjuvöllum 12-22 og um stöðu máls er varðar uppsetningu á fjarskiptamastri sbr. mál nr. 2009166.
RBS um fundargerð nr. 193, fundarliði nr. 1, nr. 7 og nr. 9.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

151. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 14. apríl 2021.
152. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. apríl 2021.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

118. fundargerð stjórnar Höfða frá 22. mars 2021.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 11. maí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 21:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00