Fara í efni  

Bæjarráð

3173. fundur 28. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013

1211128

Tölvupóstu Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. nóvember 2012 varðandi "Vinna og virkni" - átak til atvinnu 2013, tillaga 14. nóvember 2012.

Lagt fram.

2.IPA umsókn um fjármagn - Rauði krossinn

1205072

Minnisblað Önnu Láru Steindal mótt: 28.11.2012 þar sem gerð er grein fyrir IPA umsókninni.

Lagt fram.

3.Securstore - ítrekun á greiðslu reiknings.

1211162

Tölvupóstur Securstore dags. 27.11.2012 þar sem ítrekað er sáttatilboð um greiðslu Akraneskaupstaðar á rekstrarþjónustusamningi frá 13. nóvember s.l.
Tölvupóstur bæjarstjóra dags. 26.11.2012.

Bæjarstjóra falið að leita sátta í málinu.

4.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Fundargerðir starfshóps um stjórnskipulag Akraneskaupstaðar nr. 6, 7, 8 og 9 frá 1.,4.,8. og 22. nóvember 2012.

Lagðar fram.

5.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

71. fundargerð Menningarráðs Vestulands frá 21. nóvember 2012.

Lögð fram.

6.OR - fundarboðun eigendafundar 30. nóv

1211202

Fundarboð vegna eigendafundar sem haldinn verður föstudaginn 30. nóvember n.k. kl. 13:00-14:30 að Bæjarhálsi 1, Reykjavík.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn í samræmi við samþykktir þar um.

7.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

Minnisblað bæjarstjóra dags. 23. nóvember 2012 um veðleyfi vegna Krókatúns 1. Lagt er til að Akraneskaupstaður veiti veðleyfi til Guðjóns B. Tómassonar og Margrétar Egilsdóttur um að Krókatún 1 verði sett að veði til tryggingar skv tryggingarbréfi sem gefið verður út til Íslandsbanka hf að fjárhæð allt að kr. 6 m.kr., þannig að sá veðréttur gangi framar veðrétti Akraneskaupstaðar skv veðskuldabréfi sem Akraneskaupstaður á og þinglýst er á 1. veðrétti. Veðréttur Akraneskaupstaðar myndi þannig víkja fyrir tryggingarbréfi Íslandsbanka hf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og heimilar bæjarstjóra að undirrita veðleyfi skv framangreindu.

8.Frumvarp til laga nr. 303 - um sjúkratryggingar

1211159

Tölvupóstur Alþingis dags. 19. nóvember 2012 þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um sjúkratryggingar nr. 303.

Lagt fram.

9.Innanríkisráðuneytið - samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða

1211192

Fyrirmynd af samþykkt Innanríkisráðuneytisins um stjórn sveitarfélaga og leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.

Lagt fram.

10.Snorrastofa Reykholti - samkomulag um rekstur

1211153

Bréf Snorrastofu dags. 12. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á samkomulagi um fjárframlag til reksturs Snorrastofu í Reykholti, ásamt meðfylgjandi fylgigögnum.

Erindinu vísað til umsagnar stjórnar Akranesstofu.

11.Almenningssamgöngur - athugasemd vegna breytinga á reglugerð.

1211075

Bréf Ólafs Jóns Guðmundssonar og Svans Jónssonar dags. 15. nóvember vegna nýrra umferðalaga. Lagt er til að Akraneskaupstaður sæki um að Akranes og Reykjavík verði gerð að einu atvinnusvæði með hliðsjón af nýjum umferðarlögum.

Vísað til umfjöllunar atvinnumálanefndar.

12.Skaginn hf. - gatnagerðargjöld

1210196

Samkomulag við Skagann hf., Þorgeir og Ellert hf., og Grenjar ehf., um greiðslu gatnagerðargjalda vegna byggingar viðbyggingar við Krókatún 22-24 og framkvæmdir við sjóvarnargarð í Krókalóni.

Gunnar Sigurðsson sat fundinn við umfjöllun þessa liðar í stað Einars Brandssonar sem er vanhæfur við umfjöllun málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Gunnar vék af fundi kl. 16:20 og í hans stað mætti til fundar Einar Brandsson.

13.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.

1211093

Bréf Markaðsstofu Vesturlands dags. 9. nóvember 2012 um samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands og sveitarfélaga á Vesturlandi.

Vísað til stjórnar Akranesstofu til umfjöllunar.

14.Deiliskipulag í Stjórnartíðindum - áríðandi tilkynning

1211125

Áríðandi tilkynning Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012, varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum 2011 og 2012, ásamt fylgiskjali Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2012. Tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 26. nóvember 2012.

Vísað til umfjöllunar skipulags- og umhverfisstofu.

15.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa

1208119

Bréf Fjölskyldustofu dags. 22. nóvember 2012, þar sem lögð er fram tillaga til lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013.

Lagt fram.

16.Fjárhagsáætlun 2012- Fjölskyldustofa

1110153

Bréf Fjölskyldustofu dags. 26. nóvember 2012, þar sem gerð er tillaga að breytingum á fjárhagsáætlun 2012. Um er að ræða tilfærslu á fjárhagsáætlun á milli stofnana innan fjölskyldustofu.

Hrönn vék af fundi kl. 17:23, við afgreiðslu þessa liðar, með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Tilfærslu fjárhagsáætlunar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun 2012.

Hrönn mætti til fundar að nýju kl. 17:28.

17.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078

Bréf Fjölskyldustofu dags. 26. nóvember 2012 vegna umsókna um greiðslur launa vegna langtímaveikinda starfsmanna að upphæð kr. 9.786.762,- sem ekki voru í fjárhagsáætlun viðkomandi stofnana.

Hrönn vék af fundi kl. 17:15, við afgreiðslu þessa liðar, með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðunum 21-95-1690, og 4995, aðrar launagreiðslur og óviss útgjöld.

Hrönn mætti til fundar að nýju kl. 17:20.

18.Trúnaðarlæknir - verksamningur 2012

1211170

Drög að verksamningi dags. 20. nóvember 2012, milli Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Akraneskaupstaðar um trúnaðarlækni.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

19.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar

1210028

Bréf framkvæmdastjóra Höfða dags. 21. nóvember 2012, þar sem gerð er athugasemd við tölvupóst bæjarritara til bæjarfulltrúa um framkvæmdakostnað 2010 og 2011 við byggingu hjúkrunardeildar.
Tölvupóstur bæjarritara dags. 24. október 2012 til bæjarráðs og tölvupóstur endurskoðanda frá 24. október 2012 til bæjarritara sem upplýsingar bæjarritara til bæjarráðs byggði á.

Lagt fram.

20.Ýmis starfsmannamál - starfsmannastefna.

1110136

Bréf bæjarstjóra 14. nóvember 2012 vegna samþykktar bæjarstjórnar um að vísa eftirfarandi tillögu Gunnars Sigurðssonar um skýrslugjöf bæjarstjóra til bæjarstjórnar, til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að bæjarstjóri gefi bæjarstjórn, mánaðarlega í lok síðari fundar hvers mánaðar, munnlega skýrslu um verkefni, fundi og önnur störf sem hann hefur komið að og ekki hefur verið getið í fundargerðum ráða, nefnda og stjórna kaupstaðarins.

21.Almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar

1211195

Minnisblað bæjarstjóra dags. 22.11.2012 um almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar. Lagt er til að í þeim tilvikum sem veittar eru ábyrgðir eða lán á vegum Akraneskaupstaðar, komi slík mál í öllum tilvikum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00