Fara í efni  

Bæjarráð

3218. fundur 05. maí 2014 kl. 14:00 - 15:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Laun bæjarfulltrúa - endurskoðun

1404145

Yfirlit yfir launakjör bæjarfulltrúa.

Lagt fram.

2.Byggðasafnið í Görðum - 150 ára verslunarafmæli Akraness

1404115

Erindi frá Byggðasafninu í Görðum dags. 16.4.2014, þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi að upphæð kr. 600.000,- vegna sýningar í tilefni 150 ára verslunarafmælis Akraness.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur stjórn Byggðasafnsins að forgangsraða verkefnum innan ramma fjárhagsáætlunar.

3.Skagastaðir

1404075

Erindi fjölskylduráðs dags. 22.4.2014, þar sem gerð er grein fyrir breytingu á skipulagi Skagastaða.

Bæjarráð telur mikilvægt að nýráðinn sérfræðingur á sviði virkniúrræða hjá Skagastöðum fari í ítarlega greiningarvinnu og skili skýrslu ásamt tillögu að aðgerðaráætlun til fjölskylduráðs áður en frekari ákvarðanir verði teknar um mögulega aukafjárveitingu.

4.Reglur verkefnasjóða menningarmálanefndar Akraneskaupstaðar árið 2014

1403017

Menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum þann 29.4.2014 verklagsreglur um úthlutun framkvæmdafjár til verkefna vegna menningarhátíða 2014 og samningsdrög. Nefndin vísar reglunum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir verklagsreglur menningarmála um úthlutun framkvæmdafjár til verkefna á menningarhátíðum Akraneskaupstaðar 2014.

5.Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur - framtíð sjóðsins.

1302025

Tillaga starfshóps dags. 30.4.2014, vegna ráðstöfunar styrks úr Bræðrapartssjóði (Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur).

Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins um ráðstöfun styrkveitingar að fjárhæð kr. 6.750.000 en heildarúthlutun frá Minningarsjóðnum vegna verkefnisins var samtals 10 mkr.

Ákvörðun um tilhögun á varðveislu eftirstöðvanna verði tekin í samráði við fjármálastjóra Akraneskaupstaðar en tryggt er að ráðstöfun alls fjármagnsins verði í samræmi við vilja stjórnar Minningarsjóðsins.

6.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

Fundargerð menningarmálanefndar frá 29.4.2014

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00