Fara í efni  

Bæjarráð

3205. fundur 27. nóvember 2013 kl. 16:00 - 17:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir og kveðjur

1311105

Tillaga um breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í reglum Akraneskaupstaðar um afmælisgjafir og kveðjur vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi viðmiðunarreglur Akraneskaupstaðar um gjafir og kveðjur sem samþykktar voru árið 1996 og felur bæjarstjóra að semja verklagsreglur um sama efni.

2.Stjórn Byggðasafnsins að Görðum - 4

1309022

4. fundargerð frá 2. október 2013.

Lagt fram.

3.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 37

1311014

37. fundargerð frá 18. nóvember 2013.

Lagt fram.

4.Samstarfsnefnd - 150

1311021

150. fundargerð dags. 20. nóvember 2013

Lagt fram.

5.Starfshópur um fjármál Akraneskaupstaðar 2013

1309012

Bæjarráð samþykkir erindi frá formanni starfshóps um fjármál Akraneskaupstaðar að fresta skilum á áfangaskýrslu til 1. febrúar 2014.

6.Kalmansvellir 6 - trúnaðarmál

1205155

7.Frumvarp til laga nr. 178 - um Orkuveitu Reykjavíkur

1311116

Tölvupóstur atvinnuveganefndar Alþingis dags. 22. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um Orkuveitu Reykjavíkur (heildarlög).
Umsögn eigenda Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22. nóvember 2013.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að sameiginlegri umsögn eigenda Orkuveitu Reykjavíkur um þingskjal 218, frv. til laga um Orkuveitu Reykjavíkur.

8.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá.

1310065

Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 14. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir að skipulagsskrá fyrir Byggðasafnið í Görðum var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 12. nóvember 2013.

Lagt fram.

9.Sameining sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar

1309097

Bréf Skorradalshrepps dags. 11. nóvember 2013, þar sem gert er grein fyrir að tillaga Akraneskaupstaðar um sameiningu sveitarfélaga hafi verið tekin fyrir á fundi hreppsnefndar þann 11. okt. s.l. Hreppsnefnd frestaði afgreiðslu fram yfir fund með sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaganna.

Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og felur bæjarstjóra að bjóða Oddvita Skorradalshrepps til viðræðna.

10.Keilufélag Akraness - endurnýjun á rekstrarsamningi

1304094

Erindi fjölskylduráðs dags. 20. nóvember 2013, þar sem lagt er til við bæjarráð að framlengdur verði samningur við Keilufélag Akraness sem gerður var til fjögurra ára 2009-2013. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur til næstu fjögurra ára með sömu kjörum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Málskotsnefnd

1303154

Erindi fjölskylduráðs dags. 20. nóvember 2013, þar sem lagt er til við bæjarráð að málskotsnefnd sem stofnuð var til að fjalla um erindi sem berast vegna umsókna um fjárhagsaðstoð á Akranesi starfi til loka árs 2014.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Fulltrúar í nefndum og ráðum - breyting

1311139

Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á nefndum:
Í framkvæmdaráð: Björn Guðmundsson varamaður í stað Magnúsar Freys Ólafssonar.
Í skipulags- og umhverfisnefnd: Björn Guðmundsson aðalmaður í stað Magnúsar Freys Ólafssonar og Sindri Birgisson varamaður í stað Björns Guðmundssonar.
Í menningarmálanefnd: Hrund Snorradóttir aðalmaður í stað Björns Guðmundssonar og Gunnhildur Björnsdóttir varamaður í stað Hlédísar Sveinsdóttur.

Bæjarráð staðfestir tillöguna.

13.Fasteignagjöld 2013 - umsóknir félaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

1302195

Umsókn frímúrarastúkunnar Akurs dags. 18. nóvember 2013, um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2013.

Bæjarráð hafnar umsókn frímúrastúkunnar á Akranesi um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2014.
Vakin er sérstök athygli umsækjanda á að heimilt er að óska eftir endurupptöku máls samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga sbr. 2. mgr. 4. gr. reglnanna telji hann ákvörðun bæjarráðs hafa byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik.

14.Grunnskólar - fjárfestingaráætlun

1311117

Tillaga um vinnu að fjárfestingaráætlun.

Bæjarráð felur framkvæmdastjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs að vinna fjárfestingaráætlun vegna upplýsingatæknimála í grunnskólum Akraneskaupstaðar og skila tillögum til bæjarráðs fyrir 1. febrúar 2014.

15.Grunnskólar - tækjakaup

1311117

Tillaga að tækjakaupum vegna grunnskóla Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði fjárhæð kr. 10.000.000 til að setja upp þráðlaust net og til kaupa á tækjakosti (tölvubúnaði) í Grunnskólum Akraneskaupstaðar.
Skipting fjárhæðarinnar er eftirfarandi:
Kostnaði vegna þráðlauss nets, allt að fjárhæð kr. 3.500.000, verði ráðstafað af liðnum 21-95-4980 aðkeypt önnur vinna.
Kostnaði vegna tölvubúnaðar, allt að fjárhæð kr. 6.500.000, verði ráðstafað af liðnum 21-95-4660 viðhald áhalda. Skipting fjárhæðarinnar í þessum lið milli Grunda- og Brekkubæjarskóla fer samkvæmt núverandi nemendafjölda skólanna, þ.e. kr. 2.670.000 til Brekkubæjarskóla og kr. 3.830.000 til Grundaskóla.

16.Sementsreitur - íbúafundur v/ skipulagsmála.

1309103

Ósk Kanon arkitekta um að íbúafundurinn vegna Sementsreitsins verði haldinn 18. janúar 2014 í stað 11. janúar.

Bæjarráð samþykkir að íbúafundur vegna skipulags svonefnds Sementsreits verði haldinn laugardaginn 18. janúar 2014.

17.Skagaverk ehf - skaðabótakrafa

1201083

Dómur Héraðsdóms Vesturlands dags. 12. nóvember 2013, þar sem fram kemur að Akraneskaupstaður er sýknaður í máli Skagaverks ehf. gegn Akraneskaupstað.

Lagt fram.

18.OR - eigendanefnd 2013

1306159

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir umboði til ákvörðunar um stofnun dótturfélaga.

Bæjarráð Akraneskaupstaðar veitir bæjarstjóra umboð til að staðfesta ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. nóvember um stofnun dótturfélaga.

19.Viðauki vegna fjárhagsáætlunar 2013

1311118

Tillaga að viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2013

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2013 sem gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðunnar að fjárhæð 5 milljónir og handbæru fé frá rekstri að fjárhæð 544 milljónir.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar 2013 miðað við 9 mánaða stöðu er jákvæð um 60 milljónir og handbært fé frá rekstri um 403 milljónir.

Bæjarráð fellur frá ákvörðun um lántökuheimild frá 27. 06. 2013 að fjárhæð kr. 100 milljónir en vegna rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar er ekki þörf á henni lengur.

Bæjarráð vísar samþykktinni að öðru leyti til formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Höfði - endurskoðuð fjárhagsáætlun 2013

1311124

Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2013 - lántökubeiðni

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis sem gerir annars vegar ráð fyrir frekari rekstrarhalla vegna lægri þjónustuframlaga frá ríkinu og hins vegar lántökubeiðni vegna nýbyggingar og endurbóta á eldri hjúkrunargangi sbr. samþykkt stjórnar Höfða frá 17. júlí sl. Tekjulækkunin er kr. 19,5 milljónir og lánsfjárhæðin er 60,0 milljónir.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til viðauka samstæðu Akraneskaupstaðar vegna ársins 2013 þar sem þessum aukna rekstrarhalla heimilisins í B- hluta samstæðunnar er mætt með áætlaðri tekjuaukningu í A- hluta samstæðunnar.

21.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað

1112125

Tillaga Ingibjargar Valdimarsdóttur um breytingar á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað.

Upplýsingar um viðskipti Akraneskaupstaðar við kjörna fulltrúa og starfsmenn skulu gerðar aðgengilegar á heimasíðu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00