Fara í efni  

Bæjarráð

3122. fundur 28. júlí 2011 kl. 09:00 - 11:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Faxaflóahafnir sf.- arður

1107101

Bréf Faxaflóahafna, dags. 27. júní 2011, þar sem greint er frá greiðslu arðs til eignaraðila fyrir árið 2011. Heildararðgreiðsla er 173 m.kr. Hlutur Akraness þar af er 18,5 m.kr.

Lagt fram.

2.Aðalfundur Höfða 2011

1107092

Fundargerð aðalfundar Höfða frá 22. júní 2011.

Lögð fram.

3.Aðalfundur OR 2011

1106061

Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní 2011.

Lögð fram.

4.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 6. júlí 2011.

Lögð fram.

5.Fundargerðir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1102004

Fundargerð stjórnar Höfða frá 12. júlí 2011.

Lögð fram.

6.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 1. júní 2011.

Lögð fram.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 51

1107003

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. júlí 2011.

Lögð fram.

8.Barnaverndarmál - trúnaðarmál.

703033

Bréf Lögfræðiskrifstofu Kristjáns Stefánssonar, dags. 2. maí 2011, þar sem þess er óskað að bæjarstjórn taki til umfjöllunar synjun bæjarritara á greiðslu lögfræðiþjónustu vegna þjónustu við umbjóðendur lögfræðistofunnar.

Bæjarráð hefur yfirfarið fyrirliggjandi málsgögn, m.a. rökstuðning og upplýsingar lögmannsstofunnar, reglur Akraneskaupstaðar um greiðslu lögfræðiþjónustu vegna barnaverndarmála, bréfa- og tölvupóstssamskipti bæjarritara til lögfræðistofunnar og afgreiðslu bæjarritara í málinu. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum liggur fyrir að lögmannsstofan hefur ákveðið að nýta sér ákvæði stjórnsýslulaga og óska úrskurðar bæjarráðs á synjun bæjarritara á greiðslu lögmannskostnaðar í umræddu máli.

Bæjarráð staðfestir niðurstöðu bæjarritara og hafnar greiðsluskyldu Akraneskaupstaðar í umræddu máli og felur bæjarstjóra að gera viðkomandi aðilum grein fyrir niðurstöðu málsins.

Bæjarritari vék af fundi við umfjöllun málsins.

9.Húsnæðismál, Akurgerði 17 - TRÚNAÐARMÁL

1107125

Beiðni Berglindar Rósar Helgadóttur, dags. 18. júlí 2011, um kaup Akraneskaupstaðar á húseign hennar að Akurgerði 17.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar málinu að öðru leyti til umfjöllunar Fjölskyldustofu.

10.Starfsmannamál Brekkubæjarskóla

1010199

Viðræður við forseta bæjarstjórnar, Svein Kristinsson.

11.Brekkubæjarskóli - aðkoma að skólastjórn

1107106

Bréf Bjarna Þórs Bjarnasonar og Hrannar Eggertsdóttur, dags. í júlí 2011, varðandi aðkomu forseta bæjarstjórnar Akraness að skólastjórn á Akranesi.

Lagt fram. Erindið verður tekið til efnislegrar umræðu síðar.

12.Bókasafn - ræsting

1107388

Bréf bæjarbókavarðar, dags. 27. júlí 2011, varðandi ræstingu á Bókasafni Akraness og Héraðsskjalasafni Akraness.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur Framkvæmdastofu að annast útfærslu þess.

13.Sveitarstjórnartrygging

1103127

Bréf VÍS, dags. 12. júlí 2011, þar sem þess er óskað að bæjarráð endurskoði ákvörðun um uppsögn á samningi um sveitarstjórnartryggingar. Vísar félagið til gagna og viðræðna sem áttu sér stað við endurskoðun samningsins sem nú hefur verið sagt upp, en skv. tilboði félagsins um betri kjör og framlengingu samningsins átti gildistími að vera út árið 2012, en fyrir mistök hafi gildistími verið settur í endurnýjaðan samning út árið 2011.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

14.Sjóvarnaskýrsla 2011

1107117

Bréf Siglingastofnunar, dags. 12. júlí 2011, þar sem gert er grein fyrir tillögum og flokkun stofnunarinnar varðandi framkvæmdir við sjóvarnir á Akranesi á næstu árum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011

1106087

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 19. júlí 2011, þar sem lagt er til að unnin verði nánari útfærsla á "Degi íslenskrar náttúru" í samræmi við hugmyndir Umhverfisráðuneytisins í bréfi þess, dags. 3. júní 2011.

Lagt fram.

16.Jaðarsbakkalaug - kaup á hreinsibúnaði

1107316

Bréf Framkvæmdastofu, dags. 22. júlí 2011, þar sem óskað er heimildar til kaupa á sundlaugarryksugu vegna Jaðarsbakkalaugar. Kostnaður við endurnýjun ryksugu er 1,6 m.kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

17.Fasteignamat 2012

1107082

Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. í júní 2011, þar sem upplýst er um breytingar á fasteignamati eigna á Akranesi vegna ársins 2012. Fasteignir á Akranesi hækka á milli áranna 2011 og 2012 um 3,4% að meðaltali.

Lagt fram.

18.Tjaldsvæðið Kalmansvík - rafmagnsmál

1107050

Greinargerð verkefnisstjóra Akranesstofu og umsjónarmanns tjaldsvæðis, móttekin 6. júlí 2011, varðandi rafmagnsmál á tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Leggja bréfritarar til að fjárfest verði í rafmagnsbúnaði að fjárhæð 1.545 þús. kr. og að tekið verði upp gjald sem nemur 700 kr. í hvert skipti sem tengt verður inn á kerfið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2012 og jafnframt til stjórnar Akranesstofu til nánari umfjöllunar og forgangsröðunar.

19.Mayors for peace

1107108

Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 11. júlí 2011, þar sem Akraneskaupstaður er hvattur til að gerast meðlimur í samtökunum "Mayors for Peace". Samtökin beita sér m.a. fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi árið 2020.

Lagt fram.

20.Starfsmannamál í Hver sumarið 2011

1107123

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 18. júlí 2011, þar sem óskað er heimildar til ráðningar starfsmanna í Endurhæfingarhúsið Hver vegna afleysinga og til áframhaldandi reksturs. Áætlaður kostnaður er 580 þús. kr. á árinu 2011.

Bæjarráð heimilar umbeðnar ráðningar vegna ársins 2011 og samþykkir að vísa fjárveitingu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð samþykkir einnig að fela Fjölskyldustofu að leggja fyrir bæjarráð ítarlega greinargerð um rekstur Endurhæfingarhússins Hvers, þar sem komi m.a. fram markmið með rekstrinum, þátttaka annarra samrekstraraðila og rekstrarstaða ársins m.v. samþykkta fjárhagsáætlun.

21.Atvinnuleysi á Akranesi - greining

1107124

Tölulegar upplýsingar um fjölda atvinnulausra á Akranesi tímabilið janúar 2010 - apríl 2011. Á tímabilinu hefur fjölda atvinnulausra fækkað úr 329 einstaklingum í 218. Áætlað atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli er 6% á móti 9,6% í janúar 2010. Samantekt þessari fylgir einnig yfirlit yfir sama tímabil eftir aldri atvinnulausra og kyni flokkað eftir atvinnugreinum.

Lagt fram.

22.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 18. júlí 2011, þar sem samningi við Vélhjólaklúbb Akraness um rekstur vélhjólabrautar er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til umfjöllunar hjá framkvæmdaráði að nýju. Bæjarritara er falið að fylgja málinu eftir.

23.Atvinnumálanefnd

1107114

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um atvinnumál (atvinnumálanefnd) sem starfi út kjörtímabilið 2010-2014.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00