Fara í efni  

Bæjarráð

3226. fundur 14. ágúst 2014 kl. 16:00 - 18:26 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Kristinn H. Sveinsson varamaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Valdís Eyjólfsdóttir gegndi stöðu formanns á fundinum.

1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014

1405176

Rekstrarniðurstaða janúar - júní 2014 og skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 11.8.2014.
Lagt fram.

2.Navison - uppfærsla

1408036

Kostnaðaráætlun lögð fram.
Bæjarráð samþykktir fjárveitingu allt að 8,0 mkr. vegna kerfisuppfærslu bókhaldskerfis Akraneskaupstaðar.
Fjárhæðinni verði ráðstafað með hækkun á fjármagnslyklinum 28-01-0486 "Endurútreikningur láns" úr 0 kr. í 6,0 mkr. og hækkun á fjárfestingu aðalsjóðs um 2,0 mkr. sem tekið verði af handbæru fé.

3.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna svei

1408037

Endurskoðun á reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts vegna ársins 2014 og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Deilisk.- Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33.

1406200

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 29.7.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna við Melteig 11-13 og Suðurgötu 31-33, samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa breytinguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deilisk. - Stofnanareitur - Heiðarbraut 40

1401127

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 29.7.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda frá nágrönnum vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar við Heiðarbraut 40, með eftirfarandi hætti:
1.
Felldur verður niður fyrirhugaður byggingarhluti suðvestan við núverandi byggingu.
2.
Fyrirhugaður byggingarhluti norðaustan við núverandi byggingu verði tvær hæðir í stað þriggja.
3.
Fjöldi bílastæði skulu a.m.k vera jafnmörg og fjöldi væntanlegra íbúða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

6.Deilisk.- Breiðarsvæði - Breiðargata 8b

1401204

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.7.2014, þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum að breytingu Breiðarsvæðis vegna Breiðargötu 8b.
Skipulags- og umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna um málið.

7.Deilisk.- Grenja, Bakkatún 30

1405038

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12.8.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Grenja vegna Bakkatúns 30, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skv. uppdrætti frá Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjonsson og félagar ehf. dagsettur í ágúst 2014.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Markaðsstofa Vesturlands - samningur um Visitakranes.is

1406145

Erindi Markaðsstofu Vesturlands dags. 18.6.2014, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi um rekstur "visit" - vefjanna. Hjálögð eru einnig drög að samningi um verkefnatengda þjónustu Markaðsstofu Vesturlands fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindsins vegna beiðni fulltrúa Markaðsstofu Vesturlands um kynningarfund með bæjarstjórn.

9.Blindraganga á Akrafjall

1407122

Erindi frá verkefnisstjóra mannréttindarmála Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um fyrirhugaða blindragöngu á Akrafjalli.
Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur fólk til að taka þátt í göngunni.

10.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Ný drög að fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar lögð fram til síðari umræðu.
Skipun í stjórn fjallskilaumdæmisins. (einn fulltrúi frá Akranesi og annar til vara)
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir drög að nýrri fjallskilasamþykkt.
Fyrir Akraneskaupstað verður Sigurður Páll Harðarson aðalmaður í stjórn og Steinar Adolfsson varamaður.

11.Faxaflóahafnir - arðgreiðslur 2014

1408021

Bréf Faxaflóahafna dags. 6.8.2014, þar sem gerður er grein fyrir arði sem greiddur hefur verið til Akraneskaupstaðar að upphæð kr. 18.648.189,-
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:26.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00