Fara í efni  

Bæjarráð

3022. fundur 20. nóvember 2008 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson Bæjarritari
Dagskrá

1.Umsjón og eftirlit með slökkvitækjum í fasteignum Akraneskaupstaðar.

811026

Drög að samningi Akraneskaupstaðar við Eldvörn ehf. um eftirlit með eldvarnartækjum í stofnunum Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

2.Minnispunktar frá samráðsfundi SA, ASÍ ofl. sem haldinn var 7. nóvember 2008, vegna fjármálakreppu.

811068

Lagt fram.

3.Afturköllun undanþágu til hundahalds.

810173

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 11.11.2008, þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akraness að undanþága til hundahalds til handa Freysteini Gylfasyni verði afturkölluð í samræmi við 3. gr. og 7. gr. í samþykkt um hundahald á Akranesi frá 8. janúar 2008.

Bæjarráð fellst á tillögu heilbrigðisfulltrúa Vesturlands.

4.Reglugerð um hávaða nr. 724/2008.

811072

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, barst í tölvupósti dags. 7.11.2008. Reglugerð um hávaða nr. 724/2008 - sent til fróðleiks og kynningar.


Lagt fram.

5.Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni - Styrkbeiðni

811092

Bréf formanns eldri borgara á Akranesi og nágrenni, dags. 10.11.2008, þar sem þakkað er fyrir velvild og stuðning um leið og óskað er eftir áframhaldandi fjárveitingu til félagsins vegna starfa árið 2009


Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar 2009.

6.Samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélaga vegna efnahagsástandsins.

811090

Bréfið er ritað í ljósi efnahagsþrenginga sem steðja nú að íslensku samfélagi, þar með talið sveitarfélögum og íþróttahreyfingu.


Erindinu vísað til umfjöllunar tómstunda- og forvarnarnefndar.

7.Open Days, Brussel 2008.

811050

Bréf SSV, ódags. kynningarefni til sveitarfélaga til að sýna að til er þessi samantekt og sýna hvað notað var í framsetningu kynningarefnis á Open Days í Brussel 2008.

Lagt fram.

8.Vinabær - Sørvágur.

811067

Bréf Jákup Suni Lauritsen bæjarstjóra Sørvágs, barst í tölvupósti dags. 10.11.2008, kveðja til sveitarfélagsins og vonir um að allt gangi vel á þessum krepputímum.


Bæjarráð þakkar góðar kveðjur.

9.Þakkir fyrir góðar viðtökur.

811091

Bréf frá Gunvør Balle, barst í tölvupósti dags. 5.11.2008, þar sem Akraneskaupstað er færðar þakkir fyrir góðar viðtökur vegna heimsóknar til bæjarins.


Bæjarráð þakkar góðar kveðjur.

10.Norræna ráðherranefndin 2009.

811030

Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 31.10.2008, varðandi íslenska formennsku í norrænu ráðherranefndinni 2009 undir kjörorðinu ?Menntun, sköpunarkraftur og frumkvæði á tímum hnattrænna breytinga".

Lagt fram.

11.Jaðarsbakkar - Æfingasvæði

811064

Bréf rekstrarstjóra íþróttamannvirkja, barst í tölvupósti dags. 8.11.2008, varðandi skiptingu, kostnað við viðhald og endurbætur á grassvæðum.


Gögn lögð fram og vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

12.Fundargerðir samráðshóps árið 2008.

811055

Fundargerð 1. fundar samráðshóps frá 7.11.2008 liggur fyrir.

Lögð fram.

13.Fundargerðir rekstrarnefndar íþróttamannvirkja árið 2008.

811028

Fundargerð fundar rekstrarnefndar íþróttamannvirkja frá 5.11.2008 liggur fyrir ásamt verkyfirliti (málsnr. 0811064)

Fundargerðir og verkyfirlit lögð fram.

14.Fundargerðir Faxaflóahafna sf. árið 2008.

810088

Fundargerð 55. fundar Faxaflóahafna sf. frá 14.11.2008 liggur fyrir.

Fundargerð lögð fram.

15.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2008

810055


Lögð fram.

16.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.

811111

Bæjarráð samþykkir að skipa einn fulltrúa frá hverjum flokki sem sæti á í bæjarstjórn að endurskoða reglurnar og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

17.Verkferli vegna aukaverka.

811112

Bæjarráð samþykkir verkferlið og samþykkir að fela bæjarstjóra að kynna málið viðkomandi aðilum.

18.Umsókn til vinnumiðlunar Vesturlands vegna verkefna.

811114


Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

19.Haustfundur þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitastjórnum á Vesturlandi í Ólafsvík 21. okt. 2008.

811051

Afrit af bréfum Forseta Alþingis, dags. 5.11.2008, varðandi ýmis hagsmunamál sveitarfélaganna sem rædd voru á árlegum haustfundi þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitastjórnum á Vesturlandi, sem haldinn var í Ólafsvík 21. október sl.

Lagt fram.

20.Hugbúnaður vegna bókhalds.

811057

Bréf bæjarritara dags. 10.11.2008, varðandi beiðni um heimild til að semja við Maritech ehf. um að fara með bókhaldslausnir Akraneskaupstaðar í sama umhverfi og flest sveitarfélög eru nú með og losna þannig við ýmsan kostnað sem yrði eingöngu vegna Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir erindið eins og það er lagt fyrir.

21.Meðferð fjárhagsaðstoðar.

811058

Bréf bæjarritara dags. 11.11.2008, varðandi meðferð fjárhagsaðstoðar. Bæjarritari telur hyggilegt að bæjarráð fjalli sérstaklega um heimildir til utankvarðaákvarða, sér í lagi í ljósi þess að fyrisjáanlegt er að þrýstingur á slíkar ákvarðanir verður verulegur á næstunni í ljósi þjóðfélagsaðstæðna.



Bæjarritari gerði grein fyrir fyrirkomulagi utankvarðaákvarðana nokkurra viðmiðunarsveitarfélaga Akraness. Bæjarráð samþykkir að sama fyrirkomulag verði viðhaft á Akranesi og er notað í viðkomandi sveitarfélögum. Bæjarritara og bæjarstjóra falið að ganga frá málinu með formlegum hætti við starfsmenn Fjölskyldusviðs og félagsmálaráð.

22.Grenndargámar

811005

Bréf umhverfisnefndar dags. 11.11.2008, varðandi staðsetningu grenndargáma og frágang í kringum þá gáma sem þegar eru til staðar.




Bæjarráð óskar eftir tillögu tækni- og umhverfissviðs varðandi erindið.

23.Sorpílát

811010

Bréf umhverfisnefndar dags. 11.11.2008, þar sem óskað er eftir að uppsett verði sorpílát meðfram þeim göngustígum sem nú er verið að klára lagningu á, jafnframt sem það verði skoðað hvort ástæða sé til að þeim verði fjölgað á öðrum stöðum í bænum.




Bæjarráð telur eðlilegt að umhverfisnefnd geri beinar tillögur í málefnum sem þessum, tilgreini fjölda íláta og geri tillögu um staðsetningu. Erindinu vísað að öðru leiti til fjárhagsáætlunar 2009.



24.Sorpmál

811063

Bréf bæjarritara, barst í tölvupósti dags. 7.11.2008, varðandi sameiginleg útboðsmál á sorphirðu og flutning.



Bæjarráð samþykkir að haft verði samráð við Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð um sorphirðumálin og felur bæjarritara og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs meðferð málsins.

25.Samráðsfundir, útfærsla

810046

Bréf umhverfisnefndar dags. 11.11.2008, óskað er heimildar til þess að halda íbúafund fljótlega á árinu 2009.


Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur í janúar n.k. og þá komi umhverfismál og önnur mál til umfjöllunar með öðrum málum. Bæjarstjóra falin undirbúningur málsins.

26.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 13.11.2008, varðandi stjórnsýslukæru Soffíu Magnúsdóttur fh. Kalmansvíkur ehf.

Bæjarráð felur Jóhannesi Sveinssyni lögmanni hjá Landslögum að svara erindinu.

27.Endurnýjun samstarfssamnings við ÍA.

811027

Bréf formanns Aðalstjórnar ÍA, dags. 4.11.2008, þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Íþróttabandalagsins og Akranesbæjar, sem rennur út á næsta ári, verði endurnýjaður.



Bæjarráð mun boða bréfritara á fund bæjarráðs.

28.Green globe kynning

811100

Stefán Gíslason frá Vaxtarsamningi Vesturlands mætti á fundinn og kynnti Green globe.


Lagt fram bréf Vaxtasamnings Vesturlands dags. 17.11.2008, þar sem leitað er eftir samvinnu við Akraneskaupstað um umhverfisvottun sveitarfélaga á Vesturlandi.

29.Frágangur þjóðvega á Akranesi.

811084

Bréf Vegagerðarinnar, dags. 13.11.2008, varðandi frágang þjóðvega á Akranesi.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita samgönguráðherra bréf vegna svarbréfs Vegagerðarinnar með vísan til svars ráðherra á nýliðinni fjármálaráðstefnu um frágang þjóðvega í þéttbýli.

30.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum

810089

Bréf formanns Akranesstofu, barst í tölvupósti dags. 8.11.2008, varðandi samþykkt skipulagsskrár fyrir Byggðasafnið í Görðum eftir breytingu á 15. grein.



Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti skipulagsskrána eins og hún liggur fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

31.Rekstur Byggðasafnsins í Görðum.

811087

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 12.11.2008, varðandi skipulagsskrá og rekstur Byggðasafnsins í Görðum.

Lagt fram.

32.Stýrihópur um litaval á íþróttasvæði Jaðarsbakka.

811070

Bréf stýrihóps um litaval á íþróttasvæði Jaðarsbakka, barst í tölvupósti dags. 12.11.2008, þar sem óskað er eftir að fá Elínu G. Gunnlaugsdóttur arkitekt til samstarfs vegna litavals.

Bæjarráð samþykkir að haft verði samráð og leitað eftir tillögum eins og starfshópur óska eftir.

33.Greinagerð - samningur vegna þjónustu við innflytjendur 2007-2009.

811085

Bréf Akranesdeildar RKÍ, dags. 14.11.2008, þar sem farið er fram á við Akraneskaupstað að þjónustusamningur um málefni innflytjenda verði endurnýjaður frá 1. febrúar 2009 til fimm ára. Jafnframt er óskað eftir því að framlag Akraneskaupstaðar vegna verkefnisins hækki í kr. 180.000.- á mánuði frá sama tíma og fylgi vísitölu upp frá því.

Vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

34.Fjölmenningarsetur - tilnefning starfsmanns til samstarfs við Fjölmenningarsetrið.

811082

Bréf Fjölmenningarseturs, ódags. þar sem óskað er eftir tilnefningu starfsmanns til að vinna með Fjölmenningarsetrinu við að afla upplýsinga um þær stofnanir og þjónustuaðila sem eru að finna innan sveitarfélagsins ásamt fleiri verkefnum.


Erindinu vísað til afgreiðslu verkefnisstjóra Akranesstofu.

35.Endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastaðinn Galito, Stillholti 16-18, Akranesi.

811099

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 18.11.2008, þar sem óskað er umsagnar umsókn Áróru Rósar Ingadóttur fh. Áróru Rósar ehf. um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Galito, Stillholti 16-18, Akranesi.


Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Galito.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00