Fara í efni  

Bæjarráð

3194. fundur 15. ágúst 2013 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2013.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða mætti á fundinn og gerði grein fyrir lækkun á tekjuáætlun frá ríkinu.

2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Skýringar deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 13. ágúst 2013 og rekstrarniðurstaða fyrir janúar - júní 2013.
Skýringar fjármálastjóra á greiddri staðgreiðslu til Akraneskaupstaðar 2013.

Lagðar fram.

3.Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1302182

Tillaga bæjarstjóra gerir ráð fyrir breytingum á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega þannig að 4.94% hækkun verður á tekjuviðmiði.

Bæjarráð samþykkir að gildandi viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2013 verði svohljóðandi:

Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.492.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.451.000.

Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.941.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti. Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 4.831.000.

4.Starfshópur um fjármál

1306160

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfshóp um fjármál þar sem bæjarráð og embættismenn verði í hópnum og bæjarstjóra falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn. Haldinn verði fundur á fundartíma bæjarráðs, vikuna á móti bæjarráði.

5.Almannavarnarnefnd Akraness 2013

1301528

Skipan varafulltrúa í almannavarnarnefnd.

Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs komi í stað Þorvaldar Vestmann.

Valdimar Sólbergsson er tilnefndur sem varamaður Akraneskaupstaðar.

6.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Tilnefning fulltrúa í stað Þórðar Guðjónssonar í starfshóp um jafnréttisstefnu. Ennfremur tilnefning nýs verkefnisstjóra.

Halldór Jónsson er tilnefndur í stað Þórðar Guðjónssonar.

Anna Leif Elídóttir verði nýr verkefnastjóri starfshópsins í stað Helgu Gunnarsdóttur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera nýtt erindisbréf fyrir starfshópinn sem tekur mið af mótun mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar.

7.Þjóðbraut 1 - lögboðnar úttektir o.fl.

1211123

Erindi frá húsfélagi Þjóðbrautar 1, dags. 13. júní 2013, lagt fram til kynningar.

8.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5)

1305212

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillaga vegna Akurshóls (Akursbraut 5) verði auglýst samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillögu Akurshóls samkv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Stjórn Byggðasafnsins að Görðum - 1

1307003

1. fundargerð stjórnar Byggðasafnsins í Görðum frá 4. júlí 2013.

Lögð fram.

10.Menningarmálanefnd - 4

1306028

4. fundargerð frá 25. júní 2013.

Lögð fram.

11.Menningarmálanefnd - 3

1305030

3. fundargerð frá 4. júní 2013.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00