Fara í efni  

Bæjarráð

3172. fundur 15. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Frumvarp til laga nr. 80 - um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun

1211016

Tölvupóstur Alþingis 29. október 2012, þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun.

Vísað til Fjölskyldustofu til umfjöllunar.

2.Vitinn lýsir leið - "Ísland allt árið" - Umsókn í Þróunarsjóð

1210161

Tölvupóstur og fylgigögn dags. 24. október vegna umsóknar til Þjóunarsjóðs. Um er að ræða umsókn til að reka ferðamannaþjónustu í stóra vitanum á Breiðinni.

Lagt fram.

3.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

Umsögn Faxaflóahafna dags. 24. október 2012 um hugmyndir að ferðaþjónustu við "gömlu höfnina" sem Gunnar Leifur Stefánsson kynnt bæjaryfirvöldum.

Bæjarráð samþykkir að fela verkefnastjóra í atvinnumálum að kynna afstöðu Faxaflóahafna viðkomandi aðila.

4.Myndlistarsýning

1208166

Minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu dags. 6. nóvember 2012 varðandi erindi Bjarna Skúla Ketilssonar um málverkasýningu á Akranesi og útgáfu á bókinni "Akranes heima við hafið".

Bæjarráð samþykkir að kaupa 50 eintök af bókinni, samtals kr. 175.000.-. Fjárhæðarinnar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995-1.

5.Nýsköpunarsjóðsstyrkur - mótframlag

1211090

Bréf Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 22. október 2012 vegna mótframlags nýsköpunarsjóðsstyrks vegna verkefnis sem unnið var á Akranesi "Ströndin og skógurinn, útivistarnotkun og tækifæri". Minnisblað garðyrkjustjóra varðandi verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 170.000.-. Fjárhæðarinnar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995-1.

Starfsmanna- og gæðastjóra falið að leggja fyrir bæjarráð tillögur að reglum um aðild bæjarins að styrkumsóknum.

6.Sundfélag Akraness - styrkur v/lokunar sundlaugar

1211071

Tölvupóstur Sundfélags Akraness dags. 7. nóvember 2012, vegna lokunar á sundlaugunum á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að fjárhæð kr. 80.000.-

Fjárhæðarinnar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995-1.

7.Inga Elín Cryer- styrkbeiðni

1211094

Tölvupóstur Sigurlaugar Karenar dags. 12. nóvember 2012 ásamt meðfylgjandi bréfi Ingu Elínar Cryer þar semóskað er eftir styrk vegna kostnaðar við þátttöku í Evrópumeistaramóti í sundi í Frakklandi 22.-25. nóvember 2012.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

8.Frumvarp til laga nr. 120 - um miðstöð innanlandsflugs

1211084

Tölvupóstur Alþingis 8. nóvember 2012, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs.

Lagt fram.

9.Frumvarp til laga nr. 152 - um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili

1211015

Tölvupóstur Alþingis 29. október 2012, þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum ( tvöfalt lögheimili).

Vísað til Fjölskyldustofu til umfjöllunar.

10.Faxabraut 10 - endurnýjun lóðaleigusamnings

1209105

Bréf Sementsverksmiðjunnar dags. 12. september 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á lóðaleigusamningi vegna lóðar nr. Faxabraut 10 til 25 ára.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um 5 ár. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

11.Frumvarp til laga nr. 3 - um verndar- og orkunýtingaráætlun

1211017

Tölvupóstur Alþingis 31. október 2012, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Lagt fram.

12.Ársfundur Umhverfisstofnunar

1210189

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 12. nóvember 2012, þar sem lagt er til að Magnús Freyr Ólafsson sæki ársfund Umhverfisstofnunar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Fundargerðir atvinnumálanefndar

1107115

22. fundargerð atvinnumálanefndar frá 24. september 2012.

Lögð fram.

14.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Fundargerðir frá 1, 4 og 8. nóvember 2012.

Lagðar fram.

15.Samband sjávarútvegssveitarfélaga - samþykktir fundargerðir

1209066

1. og 2. fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 22. október og 7. nóvember 2012.

Lagðar fram.

16.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

70. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 16. október 2012.

Lögð fram.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

800. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. október 2012.

Lögð fram.

18.Stjórnsýslukæra v/girðingar á Botnsheiði frá landi Brekku

1211053

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 2. nóvember 2012 þar sem farið er fram á umsögn sveitarstjórnar vegna stjórnsýslukæru Brekkmanns ehf. um þá ákvörðun Akraneskaupstaðar að hafna beiðni um að afréttarland Akraneskaupstaðar verði girt frá jörðinni Brekku.

Lögmanni bæjarins falið að annast málið.

19.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - september 2012. Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 13. nóvember 2012.

Rekstrarniðurstaða fyrir janúar - september 2012.
Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 109,9 millj. kr., en til samanburðar er áætluð neikvæð niðurstaða 45,0 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 28,5 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 38,8 millj. kr.

Lagt fram.

20.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

Framkvæmdaráð lagði á fundi sínum þann 5. nóvember s.l. til við bæjarráð að veittar verði samtals kr. 29,9 millj.til eftirtalinna framkvæmdasamninga og verkefna.
Golfklubburinn Leynir - framkvæmdasamningur v. vélaskemmu til 3ja ára, kr. 8,0 millj. á ári.
KFÍA - framkvæmdasamningur v. æfingasvæða til 3ja ára, kr. 7,0 millj. á ári.
Skotfélag Akraness - framkvæmdasamningur v. æfingasvæða til 3ja ára, kr. 1,0 millj. á ári.
Hestamannafélagið Dreyri - framkvæmdasamningur v. reiðvega til 3ja ára, kr. 3,0 millj. á ári.
Vélhjólafélag Akraness - rekstrarstyrkur kr. 1,5 millj.
Íþróttamannvirki - ýmis verkefni, kr. 9,4 millj.
Gatnakerfi:
Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að ráðist verði í sérstakt átak í viðhaldi gatna og gangstétta og til þess varið samtals kr. 70,0 millj.

Lagt fram.

21.Fjárhagsaðstoð - fjölskylduráð

902228

Bréf fjölskylduráðs dags. 13. nóvember 2012, þar sem lagt er til við bæjarráð að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar hækki frá 1. janúar 2013 um 4,5 %.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

22.Húsaleigubætur - fjölskylduráð

1210192

Bréf fjölskylduráðs dags. 13. nóvember 2012, þar sem lagt er til við bæjarráð að staðfesta eftirfarandi tekju- og eignaviðmið fyrir einstaklinga við afgreiðslu sérstakra húsaleigubóta:
Tekjuviðmið fyrir einstaklinga verði kr. 2.269.701.
Tekjuviðmið fyrir hjón/sambúðarfólk verði kr. 2.610.156.
Tekjuviðmið vegna hvers barns verður kr. 336.000.
Eignamörk fjölskyldu verði kr. 2.516.000.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.Tryggingar fyrir Akraneskaupstað og Höfða

1209051

Minnisblað Ríkiskaupa dags. 14. nóvember 2012 og fundargerð opnunar tilboða í tryggingar fyrir Akraneskaupstað og Höfða dags. 26. október 2012.

Þrjú tilboð bárust í tryggingar Akraneskaupstaðar:

TM að fjárhæð kr. 12.934.009.-

Sjóvá að fjárhæð kr. 17.295.472.-

VÍS að fjárhæð kr. 18.012.168.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í tryggingar fyrir Akraneskaupstað og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi þar um. Bæjarráð þakkar VÍS fyrir áralanga góða þjónustu við Akraneskaupstað.

24.Bíóhöllin - sjóður v/sýningarbúnaðar

1202076

Minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu dags. 15. nóvember 2012 varaðndi fyrirhuguð tækjakaup.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

25.Jólaskreytingar 2012 - framlag

1112150

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til jólaskreytinga fyrir jól og áramót 2012/2013 og viðbótarfjármagni sem það kallar á.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu til jólaskreytinga að fjárhæð kr. 1,5 m.kr. Fjárhæðarinnar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995-1.

26.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

Beiðni Sigurpáls Helga Torfasonar um veðleyfi vegna Krókatúns 1.

Málið rætt, bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

27.Skaginn hf. - gatnagerðargjöld

1210196

Bréf Skagans hf. dags. 24. október 2012 þar sem óskað er eftir samkomulagi við Akraneskaupstað um greiðslu á gatnagerðargjöldum og gerð landfyllingar og þjónustugjöldum vegna byggingaframkvæmda.

Gunnar Sigurðsson sat fundinn við umfjöllun á þessum lið í stað Einars Brandssonar sem vék af fundi með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Bæjarstjóra falið að hafa samband við bréfritara á grundvelli umræðna á fundinum.

28.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

1209178

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 23. október 2012, þar sem umsókn Akraneskaupstaðar um úthlutun á byggðakvóta fyrir árið 2012/2013 er hafnað.
Bréf bæjarstjóra dags. 25. október 2012 til ráðuneytis, þar sem óskað er frekari rökstuðnings.

Lagt fram.

29.Securstore - flutningur á miðlægum búnaði (tölvuhýsing)

1207096

Bréf Securstore dags. 13. nóvember 2012 og bréf bæjarritara til Securstore dags. 30. október ásamt minnisblaði Admon dags. 28. september 2012.
Tölvupóstur og minnisblað Admon dags. 15.11.2012.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

30.Sóknaráætlun landshlutasamtaka

1210067

Bréf bæjarstjórnar dags. 24. október 2012 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar á tillögum með áorðnum breytingum.

Málið rætt.

31.Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.

1205062

Bréf Borgarbyggðar dags. 18. október 2012 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt byggðaráðs um að Borgarbyggð verði með í stofnun þróunar- og nýsköpunarfélags. Bréf Faxaflóahafna dags. 12. któber 2012.

Bæjarráð leggur áherslu á að undirbúningi að stofnun félagsins verði haldið áfram og felur verkefnastjóra í atvinnumálum og fyrrverandi bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

32.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

Bréf Þorvaldar Vestmann dags. 31. október 2012, þar sem hann óskar eftir að verða leystur undan störfum framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu og fái önnur minna krefjandi störf eins og segir í starfsmannastefnu kaupstaðarins.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur Framkvæmdaráði að auglýsa starfið laust til umsóknar.

33.Sorpurðun - nýr urðunarstaður

1211007

Tölvubréf Sorpurðunar Vesturlands dags. 26. október 2012 ásamt meðfylgjandi bréfi frá Sorpu o.fl. dags. 16.október 2012.

Lagt fram.

34.OR - aðveitustöð

1207057

Tölvupóstur bæjarstjóra dags. 4. og 5. nóvember 2012, varðandi flutning á aðveitustöðinni á Akranesi .

Bæjarráð samþykkir að beina því til Orkuveitu Reykjavíkur að aðveitustöðin verði flutt svo fljótt sem verða má, og vísar til samnings á milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins þar að lútandi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00