Fara í efni  

Bæjarráð

3121. fundur 07. júlí 2011 kl. 16:00 - 17:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
  • Gunnar Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Keltneskt fræðasetur á Akranesi

1106156

Tillaga stjórnar Akranesstofu frá 27. júní 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að stofnað verði keltneskt fræðasetur á Akranesi, sem byggir m.a. á þeim hugmyndum sem Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur hefur lagt fram um starfsemi, markmið og áherslur slíks fræðaseturs. Horft verði til gömlu húsanna á Safnasvæðinu sem ákjósanlega staðsetningu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur stjórn og verkefnastjóra Akranesstofu að vinna áfram að málinu.

2.Kirkjubraut 39, umsókn um áform að setja upp sjálfsafgreiðslustöð

1103088

Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 29. júní 2011 f.h. Skagaverks ehf, þar sem mótmælt er afturköllun heimildar til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín á lóðinni og gerður áskilnaður um skaðabætur verði af fyrirhugaðri afturköllun.

Gunnar vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð felur lögmanni kaupstaðarins að svara erindinu í samráði við bæjarstjóra.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð 788 dags. 24. júní 2011 lögð fram.

4.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2011

1107002

Fundargerðir 97, 98 og 99 frá 2. maí, 16. maí og 29. júní 2011 lagðar fram.

5.Fundargerðir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1102004

4. fundargerð dags. 22. júní lögð fram.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 50

1106009

50. fundargerð dags. 20. júní 2011 lögð fram.

7.Stjórn Akranesstofu - 44

1106015

Fundargerð dags. 27. júní 2011 lögð fram.

8.Stjórn Akranesstofu - 43

1105013

Fundargerð dags. 25. mái 2011 lögð fram.

9.Fjölskylduráð - 69

1106011

Fundargerð dags. 22. júní 2011 lögð fram.

10.Framkvæmdaráð - 61

1106014

Fundargerð dags. 21. júní 2011 lögð fram.

11.Framkvæmdaráð - 60

1106007

Fundargerð dags. 20. júní 2011 lögð fram.

12.Stöðin - beiðni um umsögn

1107052

Beiðni sýslumannsins á Akranesi dags. 5. júlí s.l. um umsögn vegna rekstrarleyfis Stöðvarinnar Skagabraut 43.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna enda uppfylli staðurinn leyfi í samræmi við reglur þar um.

13.Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2012 - styrkbeiðni

1008055

Bréf stjórnar Akranesstofu dags. 4. júlí 2011 þar sem beiðni Guðmundar Sigurðssonar um styrk vegna Norðurlandameistaramóts í eldsmíði er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarritara falið að gera bréfritara grein fyrir afstöðu bæjarráðs varðandi málið.

14.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

1106157

Tillaga stjórnar Akranesstofu dags. 27. júní 2011 um að skipuð verði nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa hátíðarhöld og viðburði til að minnast 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar vegna kaupstaðarréttinda.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur stjórn Akranesstofu að vinna áfram að málinu.

15.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1101181

Tillaga fjármálastjóra á breytingum á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna apríl - júní 2011. Tillagan í heild sinni gerir ráð fyrir aukningu rekstrarútgjalda að fjárhæð 61,262 m.kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bókhaldsdeild að ganga frá nauðsynlegum upplýsingum um fyrirliggjandi breytingar til hlutaðeigandi aðila.

16.Akranesstofa - tilnefning í stjórn

1107003

Tilnefning formanns í stjórn Akranesstofu. Gunnhildur Björnsdóttir sem gegnt hefur starfinu hefur óskað lausnar og tilnefningu nýs aðila í sinn stað.

Bæjarráð samþykkir að skipa Svein Kristinsson sem formann stjórnar Akranesstofu.

17.Frumvarp til laga - stjórn fiskveiða mál nr. 827.

1106164

Bréf nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál nr. 827.

Lagt fram.

18.Frumvarp til laga - stjórn fiskveiða mál nr. 839

1106165

Bréf nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál nr. 839.

Lagt fram.

19.Breyting á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald - framkvæmd

1106166

Minnisblað Jóns Hauks Haukssonar hdl. dags. 20. júní 2011 um framkvæmd breytinga á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald.

Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir vegna lóða í Lundahverfi sem nú þegar er búið að úthluta og innheimta gatnagerðargjöld af.

20.Búnaðarkaup árið 2011

1101176

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 27. júní 2011 þar sem farið er fram á fjárframlag vegna endurnýjunar tölvu fyrir garðyrkjustjóra.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

21.Endurútreikningur lána

1106167

Bréf bankastjóra Landsbankans hf. dags. 14. júní 2011, varðandi endurreikning lána sem falla undir dóm Hæstaréttar nr. 155/2011.

Fjármálastjóra falið að fylgja málinu eftir.

22.Umsókn um launalaust leyfi

1106109

Umsókn Guðrúnar Björnsdóttur um launalaust leyfi frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2012 sem leikskólakennari við Garðasel. Meðf. er bréf leikskólastjóra dags. 13. júní 2011 þar sem mælt er með leyfinu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

23.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Matthea og Benedikt

1105045

Kaup á lóðarhluta Mattheu Sturlaugsdóttur 8,0683% af lóðinni Breiðargötu Breið sbr fyrirliggandi afsal. Umsamið kaupverð er 2,8 m.kr sem greiðist að hálfu við undirskrift og að hálfu 1. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir kaupin á lóðinni sbr fyrirliggjandi afsal og felur bæjarritara frágang þess. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

24.Breið - framkvæmdir á Jaðarsbökkum/Helga og Haraldur

1105046

Kaup á lóðarhluta Helgu Sturlaugsdóttur 8,0683% af lóðinni Breiðargötu Breið sbr fyrirliggjandi afsal. Umsamið kaupverð er 2,8 m.kr sem greiðist að hálfu við undirskrift og að hálfu 1. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir kaupin á lóðinni sbr fyrirliggjandi afsal og felur bæjarritara frágang þess. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

25.Ræsting á leikskólum Akraneskaupstaðar

1105105

Samþykkt bæjarráðs um að bjóða út ræstingu í leikskólum Akraneskaupstaðar frá 26. maí 2011.

Málið rætt. Bæjarstjóra og Framkvæmdastofu falið að vinna áfram að málinu í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 26. maí s.l. um útboð.

26.Kirkjubraut 48 Beiðni um afslátt vegna galla í skolplögnum og gluggum

1106171

Minnisblað fjármálastjóra dags. 29. júní 2011 vegna beiðni Kolbrúnar Kjarval um afslátt á söluverði Kirkjubrautar 48, vegna skemmda á skolplögn og gluggum.

Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá samkomulagi um málið. Bæjarritara er einnig falið að undirrita og ganga frá afsali vegna sölu eignarinnar.

27.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Rekstrar- og efnahagsreikningur ásamt sjóðsstreymi m.v. 31. maí 2011 vegna A- og B-hluta Akraneskaupstaðr ásamt samstæðuárshlutareikningi ásamt minnisblaði deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 4. júlí 2011.
Samstæðuuppgjörið gerir ráð fyrir rekstrartapi sem nemur 153,6 m.kr. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,0 m.kr tapi á sama tímabili. Í þessum fjárhæðum er 87,8 m.kr bókfærður gengismunur sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2011.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00