Bæjarráð
Dagskrá
1.Mánaðayfirlit 2025
2503064
Mánaðaryfirlit janúar - ágúst 2025
Lagt fram.
2.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.
Málið verður til áframhaldandi vinnu á næsta fundi bæjarráðs þann 16. október nk.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
2507075
Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.
Málið verður til áframhaldandi vinnu á næsta fundi bæjarráðs þann 16. október nk.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2025 og 2026.
2510034
Þróunarsvið Sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2025 og 2026.
Áætlunin yfirfarin. Verður tekið fyrir aftur ef endurskoðuð staðgreiðsluáætlun verður gefin út af þróunarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Þróunarfélag Grundartanga - starfsemi og fjármögnun 2026 - 2028
2510039
Þróunarfélag Grundartanga - starfsemi og fjármögnun 2026 - 2028.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2026.
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Þróunarfélagsins komi á næsta fund bæjarráðs þann 16. október nk.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Þróunarfélagsins komi á næsta fund bæjarráðs þann 16. október nk.
Samþykkt 3:0
6.Suðurgata 106 - Umsókn um byggingarlóð
2505017
Umsókn lóðar Suðurgötu 106.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Suðurgata 106 til umsækjanda.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.FVA - tækifærisleyfi - skólaball 14. október 2025.
2509197
Tækifærisleyfi - Fjölbrautaskóli Vesturlands vegna skóladansleik sem halda á 14.10.2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda og að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 - 00:00 þann 14. október næstkomandi, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlitsins og lögreglunnar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.ÚNU25060004 - kæra vegna ákvörðunar um að synja beiðni um aðgang að gögnum - Umsækjendur um stöðu upplýsingafulltrúa hjá Akraneskaupstaðar.
2510040
Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru Halldórs Jónssonar blaðamanns hjá Skessuhorni á synjun Akraneskaupstaðar um afhendingu heildarlista umsækjenda um starf upplýsingafulltrúa hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð telur úrskurðinn skýran varðandi verklag í ráðningarmálum og skyldur ráðningarvaldshafa til afhendingar nafnalista umsækjenda sem miða skal við dagsetningu upplýsingabeiðnar.
Það fyrirkomulag sem Akraneskaupstaður hefur haft, sem miðast við að gefa umsækjendum sem óska nafnleyndar vegna umsóknar um starf, færi á að draga umsókn til baka er beiðni um afhendingu lista með nöfnum umsækjenda kemur fram, er ófær miðað við núverandi lagaumhverfi. Alls 11 einstaklingar drógu umsókn sína tilbaka eftir tímamark uppplýsingabeiðnarinnar.
Bæjarráð leggur áherslu á Akraneskaupstaður hagi sínu verklagi framvegis til samræmis við úrskurðinn þó það kunni vissulega að fæla hæfa umsækjendur frá því að sækjast eftir starfi hjá kaupstaðnum. Bæjarráð tekur fram að niðurstaða ráðningarinnar í því tilfelli sem á fyrirkomulagið reyndi, varð mjög farsæl.
Samþykkt 3:0
Það fyrirkomulag sem Akraneskaupstaður hefur haft, sem miðast við að gefa umsækjendum sem óska nafnleyndar vegna umsóknar um starf, færi á að draga umsókn til baka er beiðni um afhendingu lista með nöfnum umsækjenda kemur fram, er ófær miðað við núverandi lagaumhverfi. Alls 11 einstaklingar drógu umsókn sína tilbaka eftir tímamark uppplýsingabeiðnarinnar.
Bæjarráð leggur áherslu á Akraneskaupstaður hagi sínu verklagi framvegis til samræmis við úrskurðinn þó það kunni vissulega að fæla hæfa umsækjendur frá því að sækjast eftir starfi hjá kaupstaðnum. Bæjarráð tekur fram að niðurstaða ráðningarinnar í því tilfelli sem á fyrirkomulagið reyndi, varð mjög farsæl.
Samþykkt 3:0
9.Uppsögn á þjónustusamningi um farandgæslu - Securitas og Akraneskaupstaður
2510032
Uppsögn Securitas á núverandi þjónustusamningi við Akraneskaupstað um farandgæslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins m.t.t. nýs útboðs eða fyrirkomulags í samvinnu við forstöðumenn.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
10.Sementsreitur útboð á byggingarrétti C4 og E
2505171
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. september 2025 að úthlutun lóðanna á reit C4 og E verði samhliða úthlutun lóða á reitum A og B.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 11 og nr. 12.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 11 og nr. 12.
Bæjarráð samþykkir að við úthlutun lóða á reitum C4 og E á Sementsreit, skulu gjöld í íslenskum krónum, utan þjónustugjalda en síðarnefndu gjöldin greiðast skv. gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 1280/2024, vera eftirfarandi:
Gatnagerðargjald Byggingarréttargjald
Fjölbýli íbúðir: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Bílakjallari: kr. 11.776,-
Gjöldin miðast við byggingarvísitölu í september 2025, 125,8 stig og skulu taka breytingum í takt við byggingarvísitölu hverju sinni.
Samþykkt 3:0
Gatnagerðargjald Byggingarréttargjald
Fjölbýli íbúðir: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Bílakjallari: kr. 11.776,-
Gjöldin miðast við byggingarvísitölu í september 2025, 125,8 stig og skulu taka breytingum í takt við byggingarvísitölu hverju sinni.
Samþykkt 3:0
11.Úthlutun lóðar Sementsreitur A og B
2509058
Sementsreitur, reitur A og reitur B.
Bæjarráð samþykki á fundi sínum nr. 3602 þann 11. september sl. að lóðirnar fari í hefðbundna úthlutun skv. reglum Akraneskaupstaðar (útdráttur) o.fl.
Bæjarráð samþykki á fundi sínum nr. 3602 þann 11. september sl. að lóðirnar fari í hefðbundna úthlutun skv. reglum Akraneskaupstaðar (útdráttur) o.fl.
Bæjarráð samþykkir að við úthlutun lóða á Sementsreit, A og B reit, skulu gjöld í íslenskum krónum utan þjónustugjalda en síðarnefndu gjöldin greiðast skv. gjaldskrá Akraneskaupstaðar nr. 1280/2024, vera eftirfarandi:
Gatnagerðargjald Byggingarréttargjald
Fjölbýli íbúðir: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Bílakjallari: kr. 11.776,-
Par- raðhús: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Einbýli: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Atvinnuhúsnæði: kr. 22.954,-
Ofangreind gjöld miðast við byggingarvísitölu í september 2025, 125,8 stig og skulu taka breytingum í takt við byggingarvísitölu hverju sinni.
Sérstakt gjald verður innheimt þar sem búið er að endurnýja jarðveg innan lóða. Fjárhæð gjaldsins verður kynnt í væntanlegri auglýsingu um úthlutun lóðanna.
Samþykkt 3:0
Gatnagerðargjald Byggingarréttargjald
Fjölbýli íbúðir: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Bílakjallari: kr. 11.776,-
Par- raðhús: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Einbýli: kr. 47.102,- kr. 27.491,-
Atvinnuhúsnæði: kr. 22.954,-
Ofangreind gjöld miðast við byggingarvísitölu í september 2025, 125,8 stig og skulu taka breytingum í takt við byggingarvísitölu hverju sinni.
Sérstakt gjald verður innheimt þar sem búið er að endurnýja jarðveg innan lóða. Fjárhæð gjaldsins verður kynnt í væntanlegri auglýsingu um úthlutun lóðanna.
Samþykkt 3:0
12.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024
2401211
Viðbrögð Consensa við athugasemdum varðandi útboðsgögn lögð fram.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs og velferðar- og mannréttindasviðs að fullvinna útboðsgögnin.
Málið komi að nýju fyrir bæjarráð er fullbúin gögn eru tilbúin.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Málið komi að nýju fyrir bæjarráð er fullbúin gögn eru tilbúin.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
13.Aggapallur - leigusamningur
2510046
Leigusamningur um húsnæði á Aggapalli (22,7 fermetrar).
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning og felur bæjarstjóra frágang málsins.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:00.