Bæjarráð
Dagskrá
1.Brynja leigufélag ses - ársskýrsla 2024
2507094
Brynja leigufélag ses. - ársskýrsla 2024
Lagt fram.
2.Skógarlundur 24 - Umsókn um byggingarlóð
2507082
Guðmundur Jóhann Steindórsson og Daisy Heimisdóttir sækja um einbýlishúsalóðina Skógarlundur 24.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Skógarlundur 24 til umsækjanda.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Suðurgata 94 - The Owl apartment- umsókn um rekstrarleyfi
2507126
The Owl apartment - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
2507075
Ákvörðun um tímasetningu vinnufundar bæjarfullrúa um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
Bæjarráð samþykkir að vinnufundur bæjarfulltrúa verði fimmtudaginn þann 4. september nk. kl. 16:30.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Ályktun Aðalfundar Golfklúbbsins Leynis - Samningur um landnýtingu Leynis á deiliskipulagi golfvallar 5455.
2506087
Málið hefur verið til frekari vinnslu hjá sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs, skóla- og frístundasviðs og stjórnsýsu- og fjármálasviðs.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning og felur sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs að eiga fund með stjórn og framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis og kynna samningsdrögin.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
6.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss
2506125
Málið hefur verið til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar og valkostagreining liggur nú fyrir.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Daníel Glad Sigurðsson forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Daníel Glad Sigurðsson forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar kynningu á fyrirliggjandi valkostagreiningu.
Sá valkostur sem felur í sér að Akraneskaupstaður gerist leigutaki kemur ekki til greina en unnið er að lausn svo barna-og unglingastarf geti haldið áfram að þróast og dafna.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs að eiga nánara samtal við framkvæmdastjóra klúbbins um mögulegar útfærslur annarra valkosta.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
Sá valkostur sem felur í sér að Akraneskaupstaður gerist leigutaki kemur ekki til greina en unnið er að lausn svo barna-og unglingastarf geti haldið áfram að þróast og dafna.
Bæjarráð felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skóla- og frístundasviðs að eiga nánara samtal við framkvæmdastjóra klúbbins um mögulegar útfærslur annarra valkosta.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
7.Samræmd móttaka flóttafólks - samningur 2025
2411163
Þann 23. júní sl. boðaði félags- og húsnæðismálaráðuneytið fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og stærstu sveitarfélög sem sinna samræmdri móttöku til vinnufundar hvar kynnt var tillaga að breyttu fyrirkomulagi samræmdrar móttöku. Breytingartillögurnar höfðu ekki verið sendar á fundaraðila fyrir fundinn og því ekki gefið eðlilegt rými fyrir rýningu þeirra og úrvinnslu ábendinga.
Þann 7. júlí sl. fundaði SÍS að nýju með ráðuneytinu og gerði athugasemdir varðandi framlagningu tillagna og kom á framfæri efnislegum ábendingum. Áréttaði SÍS á fundinum að þrátt fyrir fyrirætlanir um að ráðuneytið taki við framfærslu og gerð stuðningsáætlana þá væru mörg verkefni enn á höndum sveitarfélaga, s.s. stöðugildi og heimildagreiðslur, sem nauðsynlegt væri að taka tillit til í ákvæðum um endurgreiðslur ríkissjóðs.
Niðurstaða fundarins var að SÍS kæmi athugasemdum sveitarfélaga til ráðuneytisins í byrjun ágúst. Unnu starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs minnisblað sem sent var á SÍS þann 7. ágúst sl. Daginn eftir, eða 8. ágúst, kom tölvupóstur frá SÍS um að áform um frumvarp til laga um málefni innflytjenda væru komin í samráðsgátt til umsagnar og sveitarfélög hvött til að senda ábendingar sínar inn á þeim vettvangi.
Hildigunnur Árnardóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Velferðar- og mannréttindasvið sendi inn sína umsögn þann 12. ágúst sem lögð er fram til kynningar og umræðu.
Þann 7. júlí sl. fundaði SÍS að nýju með ráðuneytinu og gerði athugasemdir varðandi framlagningu tillagna og kom á framfæri efnislegum ábendingum. Áréttaði SÍS á fundinum að þrátt fyrir fyrirætlanir um að ráðuneytið taki við framfærslu og gerð stuðningsáætlana þá væru mörg verkefni enn á höndum sveitarfélaga, s.s. stöðugildi og heimildagreiðslur, sem nauðsynlegt væri að taka tillit til í ákvæðum um endurgreiðslur ríkissjóðs.
Niðurstaða fundarins var að SÍS kæmi athugasemdum sveitarfélaga til ráðuneytisins í byrjun ágúst. Unnu starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs minnisblað sem sent var á SÍS þann 7. ágúst sl. Daginn eftir, eða 8. ágúst, kom tölvupóstur frá SÍS um að áform um frumvarp til laga um málefni innflytjenda væru komin í samráðsgátt til umsagnar og sveitarfélög hvött til að senda ábendingar sínar inn á þeim vettvangi.
Hildigunnur Árnardóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Velferðar- og mannréttindasvið sendi inn sína umsögn þann 12. ágúst sem lögð er fram til kynningar og umræðu.
Bæjarráð þakkar starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs fyrir umsögnina og tekur undir mikilvægi þess að tekið verði tillit til ábendinga sveitarfélaga við væntanlega heildarlögggjöf um málefni innflytjenda.
Samþykkt 3:0
Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.
Fundi slitið - kl. 12:15.