Fara í efni  

Bæjarráð

3565. fundur 21. júní 2024 kl. 08:15 - 14:35 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Skráningardagar 2024-2025

2405048

Tillaga að fyrirkomulagi skráningardaga fyrir skólaárið 2024-2025 var lögð fram á fundi skóla- og frístundaráðs 5. júní 2024. Ráðið samþykkti að vísa málinu til afgreiðslu í bæjarráð.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárliðum nr. 2 og nr. 3.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt 3:0

2.Tónlistarskóli - gjaldskrá 2024

2406014

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykktar verði framlagðar tillögur skólastjórnenda að breytingum á gjaldskrá TOSKA. Felast þær í viðbótar gjaldaliðum, forskóla II, Suzukinámi og útfærslu á söngnámi.
Bæjarráð samþykkir breytta gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og skólastjórnendum Tónlistarskólans að vinna frekari tillögugerð að útfærslu gjaldskrárinnar miðað við aldursgreiningu nemendahópsins þannig að fullorðnir nemendur greiði stærra hlutfall raunkostnaðar kennslu sinnar skólaárið 2025 til 2026.

Samþykkt 3:0

3.Írskir dagar 2024

2405054

Fram kemur í skýrslu starfshóps um bæjarhátíðina Írska daga að á undanförnum árum hefur orðið aukning á áhættuhegðun ungmenna á hátíðinni þar sem notkun áfengis og vímuefna, slagsmál og útigangur hefur færst í vöxt. Þá eru einnig dæmi um að einstaka foreldrar hafi einnig sýnt af sér óæskilega hegðun og vanrækslu á börnum af sambærilegum ástæðum. Hátíðin fer fram dagana 4.-7. júlí n.k.



Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að bregðast við þeim ógnunum sem upp hafa komið á Írskum dögum og tekur því jákvætt í þær úrbætur sem hér eru lagðar fram, bæði í formi útivaktar Þorpsins og viðbótar bakvaktar barnaverndarþjónustu.



Viðbótarkostnaður skv. kostnaðaráætlun samtals kr. 449.624, vegna útivaktar Þorpsins á Írskum dögum, rúmast innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs - deild 04020 og samþykkir skóla- og frístundaráð því beiðnina.



Málinu er vísað til kynningar í bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir erindið og tilfærslu fjármuna, samtals að fjárhæð kr. 450.000, af deild 04020-1691 og inn á deild 06310-1691.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs víkur af fundi.

4.Írskir dagar 2024

2405054

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar er haldin 4.-7. júlí n.k.

Undanfarin ár hefur aukning orðið á áhættuhegðun ungmenna á hátíðinni, þar sem notkun áfengis og vímuefna, slagsmál og útigangur hefur færst í vöx. Þá eru einnig dæmi um að einstaka foreldrar hafi einnig sýnt af sér óæskilega hegðun og vanrækslu á börnum af sambærilegum ástæðum.

Bakvakt barnaverndar hefur tekið við tilkynningum frá lögreglu og farið í útköll þessa helgi, líkt og aðrar, en það hefur sýnt sig að sjaldan næst að kalla út bakvakt sökum anna lögreglu og annarra sem koma að hátíðinni. Það er mikilvægt í barnaverndarþjónustu að grípa inn í mál, barna og fjölskyldna, eins fljótt og auðið er.

Önnur sveitarfélög hafa farið þá leið, með góðum árangri, að vera með auka bakvakt barnaverndarþjónustu á útihátíðum. Þannig skapast tækifæri til að ná til barna, ungmenna og foreldra og koma máli þeirra í skjótan farveg.

Bakvaktarstarfsmenn væru þá á staðnum þar sem skemmtunin fer fram og vinna í nánu samstarfi við útivakt Þorpsins að því að tryggja velferð og farsæld barna og fjölskyldna á útihátíðinni.

Óskað er eftir aukafjárveitingu skv. meðfylgjandi kostnaðaráætlun, samtals 690.078, til að halda úti viðbótar bakvakt barnaverndarþjónustu á Írskum dögum.



Á fundi Velferðar- og mannréttindaráð þann 07.06.24 var bókað að ráðið telur mikilvægt að bregðast við þeim ógnunum sem upp hafa komið á írskum dögum og tekur því jákvætt í þær úrbætur sem hér eru lagðar fram, bæði í formi útivakta Þorpsins og viðbótar bakvakt barnaverndarþjónustu.



Ráðið samþykkir aukafjárveitingu skv. kostnaðaráætlun, samtals 690.078 kr. til að halda úti útibakvakt barnaverndarþjónustu á Írskum dögum 2024.

Velferðar- og mannréttindaráð vísaði málinu til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en afgreiðslu frestað til næsta fundar sem verður þann 27. júní nk. en bæjarráð óskar nánari skýringa á framkvæmd fyrirhugaðrar útivaktar.

Samþykkt 3:0

5.Dalbraut 14 - afhending lóðar

2406119

Beiðni frá Festi um frest á afhendingu lóðar að Dalbraut 14, 300 Akranesi.

Bæjarráð telur mikilvægt að fyrirliggjandi samkomulag um tímafresti sé virt án frekari seinkana.
Komi til seinkana vegna útboðsmála af hendi Akraneskaupstaðar, sem skapi svigrúm fyrir áframhaldandi nýtingar Festis á Dalbraut 14, er bæjarráð hins vegar opið fyrir samtali þar um á grundvelli hefðbundinna markaðsforsendna en að teknu tilliti til þarfa Akraneskaupstaðar varðandi umferðarrétt um lóðina o.fl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins samkvæmt framangreindu.

Samþykkt 3:0

6.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir

2301147

Deiliskipulagsrammi vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Smiðjuvalla, deiliskipulagsrammi inniheldur stefnumörkun Akraneskaupstaðar um þróun svæðisins til langs tíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsramma fyrir Smiðjuvelli um stefnumörkun um svæðið.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar sem verður þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

7.Stillholt 16-18 - eigendafundir og samkomulag

2302202

Unnið hefur verið að útfærslu samkomulags vegna mannvirkjanna.

Gert er ráð fyrir eigendafundi allra eigenda föstudaginn 28. júní nk.
Lagt fram.

8.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 21. júní 2024

2406069

Aðalfundur Faxaflóahafna sf., kt. 530269-7529, verður haldinn föstudaginn 21. júní 2024 kl. 15:00 í fundarsal á 3. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Guðmundur Ingþór Guðjónsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og umhverfisráðs, sæki aðalfundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fari þar með umboð Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð leggur til að Páll Brynjarsson verði áfram sameiginlegur óháður fulltrúi Akraneskauspstaðar, Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.

Samþykkt 3:0

9.Grænir iðngarðar í Flóahverfi - Staða verkefnis

2406072

Minnisblað um stöðu verkefnisins Grænir iðngarðar í Flóahverfi.

Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar fyrir skýra og greinargóða kynningu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins til samræmis við gildandi reglur og fyrirliggjandi samninga um uppbyggingu.

Samþykkt 3:0

Gert er ráð fyrir að málið komi að nýju inn til bæjarráðs síðar í sumar til frekari umfjöllunar m.a. varðandi mögulegt rekstrarform og fyrirkomulag garðanna til framtíðar.

Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Halla Marta Árnadóttir víkja af fundi.

10.Tímabundin afnot af bæjarland - reglur

2208165

Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til bæjarráðs og í framhaldinu til bæjarstjórn.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar frestar afgreiðslu og gert ráð fyrir að málið komi til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

11.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2401405

Tillaga varðandi gjaldskrá atvinnulóða í Flóahverfi.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar frestar afgreiðslu og gert ráð fyrir að málið komi til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

12.Þjónustugjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs 2024

24052290

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar frestar afgreiðslu og gert ráð fyrir að málið komi til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

13.Öryggismyndavélar á stofnanir Akraneskaupstaðar

2405280

Til staðar í mörgum stofnunum Akraneskaupstaðar eru öryggismyndavélar/rafræn vöktun á grundvelli öryggisjónarmiða og/eða eignavörslu og nauðsynlegt er fyrir Akraneskaupstað að setja sér reglur til samræmis við kröfur laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglur nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga, vegna þessa.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir reglur Akraneskausptaðar um rafræna vöktun.

Samþykkt 3:0

14.Motocrosskeppni 29.júní 2024 - Umsögn sveitafélags

2406096

Áætlað er að halda akstursíþróttakeppni í motorcrossbrautinni á Akranesi þann 29. júní næstkomandi og er óskað umsagnar Akraneskaupstaðar vegna þessa.
Afgreiðsla lögð fram til kynningar.

15.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - Tækifærisleyfi

2406034

Tækifærisleyfi - Lopapeysan á Írskum dögum 2024 - breytt umsókn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til viðburðarhalda miðað við breyttar forsendur sem eru þær að fjöldinn takmarkist við 5000 manns en með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlits og annarra viðbragðsaðila.

Að öðru leyti, hvað tímasetningar viðburðarins Lopapeysunnar varðar, vísar bæjarráð til fyrri umsagnar sinnar frá 16. maí sl.

Varðandi viðbót umsækjanda við fyrri umsókn, er tekur til Tívolís og opnun sérstaks afmarkaðs svæðis fyrir "port stemningu", tekur Akraneskaupstaður fram að hluti þess svæðis er ekki í eigu kaupstaðarins heldur Faxaflóahafna og eðli máls samkvæmt hlýtur leyfisveitandi að þurfa að beina sérstakri umsagnarbeiðni til þeirra.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir varðandi fyrirhugaða tímasetningu opnunar í tengslum við "port stemningu" í sérstöku sirkustjaldi, þ.e. á föstudeginum þann 5. júlí nk. til klukkan 04:00 laugardaginn 6. júlí en sem fyrr, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlits og annarra viðburðaraðila.

Samþykkt 3:0

16.Írskir dagar 2024 - Lighthouse Restaurant ehf - Tækifærisleyfi

2406046

Tækifærisleyfi á Írskum dögum 2024 - Lighthouse restaurant ehf.

(Meðfylgjandi er tölvupóstur með ósk um breytingar umsæækjanda, ekki hægt að breyta umsókninni sjálfri)
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu tækifærisleyfis til umsækjanda en með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlits og annarra viðbragðsaðila.

Bæjarráð tekur fram að leyfisveiting Akraneskaupstaðar tekur mið af því að ekki sé verið að sækja um leyfi til samfellds opnunartíma allt frá kl. 23:00 á fimmtudeginum 4. júlí til kl. 04:00 á sunnudeginum 7. júlí nk. heldur sé um aðskilin tímabil að ræða sem hvert og eitt tekur þannig til tveggja almanaksdaga.

Bæjarráð er mótfallið lengingu opnunartíma fimmtudaginn 4. júlí til kl. 01:00 aðfararnótt föstudagsins 5. júlí nk. og telur rétt að þann tiltekna dag gildi almennt rekstrarleyfi rekstraraðila enda er föstudagurinn hefðbundin virkur vinnudagur.

Samþykkt 3:0

17.Útgerðin opnun - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma á Írskum dögum 2024

2406109

Útgerðin bar - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma á Írskum dögum 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu tækifærisleyfis til umsækjanda en með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlits og annarra viðbragðsaðila en um er að ræða beiðni um lengri opnunartíma aðfararnætur laugardagsins 6. júlí nk. og sunnudagsins 7. júlí nk. til kl. 04:00 báða dagana.

Samþykkt 3:0

18.Athugun á þjónustu í búsetuúrræði fatlaðs fólks

24042202

Frumkvæðisúttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála GEV á búsetukjörnum fatlaðra í sveitarfélögum á landsvísu. Skila á niðurstöðum ásamt úrbótaáætlun eigi síðar en 1. okt. 2024. Óskað er eftir heimild til að ráða verktaka til að taka út þjónustu í þremur búsetukjörnum fatlaðra á Akranesi.



Á fundi Velferðar- og mannréttindaráð þann 07.06.24 var samþykktur meðfylgjandi viðauki sem snýr að frumkvæðisúttekt að beiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á búsetukjörnum fatlaðra hjá sveitarfélögum. Um er að ræða lögbundna skyldu sveitarfélaga að sinna innra eftirliti með þjónustu við fatlað fólk skv. 5. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og laga um Gæða og eftirlitsstofnun nr. 88/2021.



Velferðar- og mannréttindaráð vísaði beiðninni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

19.Lög um breytingu á lögum um húsnæðisbætur nr. 752016

24052252

Alþingi samþykkti í maí 2024 lagafrumvarp um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda.



Við breytingarnar verður annars vegar tekið aukið tillit til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig munu grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta taka til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og þá hækka einnig frítekjumörk vegna heimila þar sem fimm eða sex búa.



Hins vegar hækkar grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila um 25% frá því sem nú gildir. Aðrar grunnfjárhæðir hækka til samræmis. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 m.kr. en þau eru 8 m.kr. í dag. Þannig munu húsnæðisbætur ekki falla niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 m.kr.



Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 07.06.24 var það lagt til við bæjarráð að þakið á sérstökum húsnæðisstuðningi verði hækkað úr 80.000 kr. í 90.000 kr. í ljósi laga um breytingar á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs sem verður þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

20.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit janúar - apríl 2024.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagkrárlið.
Lagt fram.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

21.Jaðarsbakkar - hótel og baðlón - viljayfirlýsing um uppbyggingu

2211263

Yfirferð um stöðu verkefnisins.
Málið er til frekari vinnslu hjá starfshópi um verkefnið og fer svo væntanlega til stjórnsýslulegrar meðferðar hjá skipulags- og umhverfissviði og e.a. til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Samþykkt 3:0

22.Húsmæðraorlof 2024 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu

2402001

Erindi orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu til bæjarráðs um endurskoðun á greiðslu húsmæðraorlofs 2024.
Bæjarráð áréttar fyrri afgreiðslu ráðsins frá 15. febrúar sl.

Samþykkt 3:0

23.Uppbygging á Breið

2406159

Erindi Brims hf. þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um uppbyggingu á Breiðinni.
Bæjarráð býður Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að koma á næsta fund ráðsins þann 27. júní nk.

Samþykkt 3:0

24.Stillholt - Dalbrautarreitur - gatnagerðar- og innviðagjöld

2406165

Erindi NH-2 ehf. varðandi gatnargerðar- og innviðagjöld í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á Stillholts/Dalbrautar.



Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að reikna umbeðin gjöld skv. gildandi gjaldskrá og eiga fund með fulltrúum NH-2 ehf. og fara yfir málið.

Bæjarráð gerir ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir ráðið á síðari stigum skapist þörf á því.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00