Fara í efni  

Bæjarráð

3555. fundur 15. febrúar 2024 kl. 08:15 - 12:25 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Fyrirhugað vinnulag vegna markmiðasetningar.



Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Gert er ráð fyrir vinnufundi bæjarráðs með fulltrúum KPGM og embættismönnum í fyrstu viku í mars nk.

Samþykkt 3:0

2.Þorrablót Skagamanna 2024

2311009

Yfirferð um hvernig til tókst á viðburðinum 2024.



Fulltrúar skipuleggjenda mæta á fundinn undir þessum lið.



Hannibal Hauksson, Karen Lind Ólafsdóttir og Ísólfur Haraldsson.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og þeirra yfirferð um hvernig til hafi tekist á nýafstöðnu Þorrablóti Skagamanna.

Gestir víkja af fundi.

3.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2024

2312033

Menningar- og safnanefnd fól verkefnastjóra að koma tillögum nefndarinnar um styrkveitingar til afgreiðslu bæjarráðs sem fer með endanlega ákvörðun úthlutunarinnar.



Vera Líndal Guðnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 4.
Bæjarráð samþykkir úthlutun menningar og safnanefnar til menningartengdra verkefna árið 2024 en alls var úthlutað kr. 3.520.000 kr. til eftirfarandi 20 verkefna:

Leiklistarsmiðjur hjá Verkstæðinu menningarmiðstöð, Sara Blöndal - kr. 450.000.
Fræðslu og minningarsýning um Gutta, Helena Guttormsdóttir - kr. 300.000.
Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA - kr. 300.000.
Menningarstrætó, Listfélag Akraness - kr. 250.000.
Tónlistarsmiðja fyrir börn, Máfurinn tónlistarsmiðja - kr. 250.000.
Tónleikar með Írsku ívafi á Írskum dögum, Rokkland ehf - kr. 200.000.
Skaginn syngur inn jólin, Eigið fé ehf - kr. 200.000.
Hringiða, samsýning Listfélags Akraness - kr. 200.000.
Tónleikaröð, Kalman listfélag - kr. 200.000.
Akranes borðar saman, Sigríður Hrund - kr. 150.000.
Myndlistarsýning og bókaútgáfa, Tinna Royal - kr. 150.000.
Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga, Vilborg Bjarkadóttir - kr. 150.000.
Brá fér á Stjá, Barnabókaútgáfa, Guðný Sara - kr. 120.000.
Formæður myndlistarsýning, Edda Agnarsdóttir - kr. 100.000.
Kóramót eldriborgara, Félag eldriborgara á Akranesi - kr. 100.000.
Hlaðvarp Kellinga, Guðbjörg Árnadóttir - kr. 100.000.
Samsýning, Jaclyn Árnason - kr. 100.000.
Myndlistarsýning, Silja Sif - kr. 80.000.
Myndlistarsýning, Herdís (Illustradis) - kr. 80.000.
Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne - kr. 40.000.

Samþykkt 3:0

4.Ráðning viðburðastjóra 2024

2401380

Tillaga um ráðstöfum fjármagns í viðburðarstjórnun 2024.
Bæjarráð samþykkir erindið sem felur ekki í sér útgjaldaauka heldur tilfærslu á milli liða.

Samþykkt 3:0

5.Höfði - húsnæðisskýrsla

2402152

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða og Einar Brandsson formaður mæta fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 6 og nr. 7.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar yfirferð Kjartans og Einars um fyrirliggjandi skýrslu vinnuhóps fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytisins varðandi breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila.

Málinu verði fylgt eftir í samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar á næsta fundi sem fyrirhugaður er nú í lok febrúar.

6.Höfði - framkvæmdir

2402153

Yfirferð um stöðu framkvæmda á Höfða.



Lagt fram.

Bæjarráð þakkar yfirferð Kjartans og Einars um stöðu framkvæmda á Höfða sem og um möguleg næstu skref í uppbyggingu sem skoðast þarf í samhengi við fyrirliggjandi hugmyndir um breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila.

7.Höfði - djúpgámar

2310129

Ný gögn varðandi staðsetningu djúpgáma við hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða kynnt, ásamt kostnaðaráætlun.



Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdina.



Sigurður Páll Harðarson situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 8 til og með 11.
Bæjarráð samþykkir að farið verði framkvæmdina með þeim fyrirvara að styrkveiting fáist frá Framkvæmdasjóði aldraðra.

Áætlur heildarkostnaður vegna framkvæmdarinnar er kr. 24.278.40 og áætluð hlutdeild Akraneskaupstaðar, miðað við að full styrkveiting fáist úr framkvæmdasjóði, er 13,2 m.kr.

Kostnaði verði mætt með lækkun á áætluðu handbæru fé.

Samþykkt 3:0

Kjartan Kjartansson og Einar Brandsson víkja af fundi.

8.Dalbraut 1 - leiga og breytingar á húsnæði

2310107

Samningur um Dalbraut 1 lagður fram.



Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 9 til og með nr. 11.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að bæta meðfylgjandi skilalýsingu sem og samantekt væntanlegs kostnaðar við að innrétta húsnæðið.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

9.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2401405

Yfirferð á reglum í tengslum við uppbyggingu í Flóahverfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að tillaga að útfærðum reglum verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

10.Lækjarflói 24 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2310254

Skil á lóð við Lækjarflóa 24.
Bæjarráð samþykkir skil á lóðinni.

Samþykkt 3:0

11.Umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2312167

Umsókn Helga Ómars Þorsteinssonar um lóð í grænum iðngörðum.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Lækjarflói 24 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og frágang nauðsynlegrar skjalagerðar til að raungera úthlutunina.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson og Halla Marta Árnadóttir víkja af fundi.

12.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - tækifærisleyfi

2401204

Umsögn Brúarinnar, forvarnarhóps Akraneskaupstaðar.

Lagt fram.
Bæjarráð vísar umsögninni til starfshóps um Írska daga.

Samþykkt 3:0

13.Góugleði sjálfstæðisfélaganna á Akranesi - tækifærisleyfi

2402117

Umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir góugleði sjálfstæðisfélagsins á Akranesi 2. mars 2024.



LL víkur af fundi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða umsögn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Samþykkt 2:0

LL tekur sæti á fundinum að nýju.

14.Búnaðarkaup fyrir unglingastig grunnskólanna

2208012

Þörf og fyrirkomulag endurnýjunar á tölvubúnaði fyrir grunnskólana, nemendur og starfsfólk.

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar 2024 að fela sviðsstjóra og kerfisstjóra að vinna áætlun í takt við umræðu fundarins og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.



Dagný Hauksdóttir sviðssjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðslu málsins frestað en afla þarf mun frekari upplýsinga um málið en nú liggja fyrir.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

15.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Undirbúningur vegna væntanlegra forsetakosninga þann 1. júní nk. er hafin og landskjörstjórn byrjuð að funda með kjörstjórnum sveitarfélaga.



Hugrún Olga Guðjónsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar Akraness, hefur óskað eftir lausn frá störfum og skipa þarf nýjan aðalmann.



Einnig hefur Björn Kjartansson, aðalamaður í yfirkjörstjórn, upplýst að hann eigi ekki kost á að taka þátt í forsetakosningunum og en Karitas Jónsdóttir, varamaður í yfirkjörstjórn, verður aðalmaður í yfirkjörstjórn í hans stað. Tilefna þarf því nýjan varamann í yfirkjöstjórn í hennar stað.



Einar Gunnar Einarsson er skipaður sem formaður yfirkjörstjórnar Akraneskaupstaðar út yfirstandandi kjörtímabil bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Geir Guðjónsson er skipaður sem aðalmaður í yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar út yfirstandandi kjörtímabil bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Ingibjörg Valdimarsdóttir er skipuð sem varamaður í yfirkjörstjón Akraneskaupstaðar út yfirstandandi kjörtímabil bæjarstjórnar Akraness.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Karitas Jónsdóttir er tilnefnd sem aðalmaður í yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar við komandi forsetakosningar 2024.

Samþykkt 3:0

16.Aggapallur - leiga

2306091



Bæjarráð samþykkir að formgera samstarf við umsækjanda vegna komandi sumars. Um tilraunaverkefni er að ræða með það markmið í huga að glæða svæðið frekara lífi. Bæjarráð er meðvitað um að þetta skapar tiltekið óhagræði fyrir KFÍA vegna skipulags á leikdögum en er þess fullvíst að unnt er að finna á því ásættanlegan flöt fyrir hlutaðeigandi aðila (Akraneskaupstað, KFÍA og umsækjanda).

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

17.Akrafjall Ultra 2024

2402052

Skóla- og frístundaráð lagði til við bæjarráð á fundi sínum þann 7. febrúar 2024 að þátttakendur í hlaupinu fengju gjaldfrjálsan aðgang að Guðlaugu og í sund á hlaupadegi mótsins.
Bæjarráð samþykkir að veita þátttakendum í hlaupinu gjaldfrjálsan aðgang að sundlauginni að Jaðarsbökkum og í Guðlaugu (afsal tekna).

Bæjarráð væntir þess að skipuleggjendur viðburðarins hafi sett sig í samband við aðra landeigendur.

Samþykkt 3:0

18.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2401064

629. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurgreiðslur).

13. mál frumvarp til laga - um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna.

521. mál til umsagnar - Veiðar í fiskveiði landhelgi og stjórn fiskveiða.
Lagt fram.

19.Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

2308141

1. fundargerð samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar frá 9. október 2023.

2. fundargerð samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar frá 11. desember 2023.
Lagt fram.

Næsti fundur nefndarinnar er nú í lok febrúar og annast Akraneskaupstaður undirbúning þess fundar.

20.Húsmæðraorlof 2024 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu

2402001

Erindi orlofsnefndar húsmæðra í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um greiðslu "húsmæðraorlofs" 2024.



Bæjarráð telur gildandi löggjöf um húsmæðraorlof nr. 53/1972 í hróplegri mótsögn við nútímasjónarmið um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sbr. lög nr. 150/2020 og mun, sem fyrr, senda áskorun á Alþingismenn um að beita sér fyrir afnámi fyrrnefndu löggjararinnar.

Bæjarráð synjar erindinu.

Samþykkt 3:0

21.Miðlægur tölvubúnaður - endurnýjun og áframhaldandi rekstur

2401329

Tillaga kerfisstjóra um kaup á búnaði liggur fyrir.



Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024.
Kostnaðinum, samtals kr. 2.822.000 verður mætt innan fjárhagsáætlunar með tilfærslu fjárheimildar af deild 20830-4660 og á deild 21670-4660.

Samþykkt 3:0

22.Breið-Þróunarfélag - Fab Lab

2402182

Breytt fyrirkomulag vegna umsýslu Fab Lab verksmiðju Vesturlands á Akranesi.

Bæjarráð heimilar tímabundna ráðningu starfsmanns til reksturs og umsýslu FAb Lab verksmiðju Vesturlands en að stefnt skuli að útvistun verkefnisins í formi verktöku.

Samþykkt 3:0

23.Sala á félagslegu leiguhúsnæði, Vallarbraut 3, 0201 (F210-0737)

2402186

Sala á íbúð Akraneskaupstaðar á Vallarbraut 3.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í söluferli vegna íbúðarinnar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00