Fara í efni  

Bæjarráð

3129. fundur 19. október 2011 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar 2011

1103108

Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 7. október 2011.

Lögð fram.

2.Samkomulag um rekstur Snorrastofu

1110243

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Snorrastofu um rekstur Snorrastofu.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

3.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

Skýrsla Admon ráðgjafar um upplýsingatæknimál fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans. Minnisblað bæjarritara dags. 5. október 2011 um tillögur um næstu skref sem grundvallaðar eru á skýrslunni.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

3.1.Almenningssamgöngur milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins - Vegagerðin

1109152

3.2.Framleiðsla á innrennslislyfjum

1109151

3.3.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

3.4.Atvinnumálanefnd

1107114

3.5.Innovit - atvinnu- og nýsköpun

1106158

4.Starfshópur um atvinnumál - 11

1109016

Lögð fram.

4.1.Atvinnumálanefnd - Önnur mál

1107114

4.2.Atvinnumálanefnd - erindisbréf

1107114

4.3.Atvinnumálanefnd - Atvinnuleysi

1107114

5.Starfshópur um atvinnumál - 10

1109020

Lögð fram.

5.1.Atvinnumálanefnd - verkefni verkefnastjóra

1107114

6.Starfshópur um atvinnumál - 9

1109021

Lögð fram.

7.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

58. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 5. október 2011.

Lögð fram.

8.Orkuveita Reykjavíkur - ábyrgðagjald 2011

1105031

Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar mætti til viðræðna ásamt Páli Brynjarssyni sveitarstjóra Borgarbyggðar og Eiríki Ólafssyni skrifstofustjóra Borgarbyggðar.

Birgir gerði grein fyrir breytingu á fyrirkomulagi á ábyrgðargreiðslna OR til eigenda sem byggist á athugasemdum ESA. Tillaga liggur nú fyrir eignaraðilum um breytingu á núverandi fyrirkomulagi sem verði í framhaldi meðhöndlað á sömu forsendum og gert er nú hjá Ríkisábyrgðarsjóði. Áætlaður kostnaður við breytt fyrirkomulag er 10 mkr á ári og skiptist á milli eignaraðila OR.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að umræddur kostnaður skiptist á milli eignaraðila í réttu hlutfalli við eignaraðild að OR.

9.Samgöngunefnd SSV - fundargerðir

1104085

Fundargerð Samgöngunefndar SSV frá 12. september 2011.

Lögð fram.

10.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir

1101099

Fundargerð stjórnar SSV frá 29. september 2011.

Lögð fram.

11.Lausn frá skyldum varabæjarfulltrúa.

1110220

Tölvupóstur Eydísar Aðalbjörnsdóttur dags. 18. október 2011. Hún óskar eftir lausn frá skyldum varabæjarfulltrúa, þar sem hún hefur tekið við starfi Fræðslu- og félagsmálastjóra, í Húnaþingi vestra.

Bæjarráð þakkar Eydísi fyrir störf hennar í þágu Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að ganga frá nauðsynlegum skjölum til þess varabæjarfulltrúa sem tekur við skyldum Eydísar sem varabæjarfulltrúi.

12.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um almenningssamgöngur dags. 5.október 2011.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til stjórnar SSV að vinna áfram að samningum við Innanríkisráðuneytið um yfirfærslu almenningssamgangna til sveitarfélaga á Vesturlandi.

13.Fundur með þingmönnum kjördæmisins

1110162

Fundur með þingmönnum NV-kjördæmis verður haldinn mánudaginn 24. október n.k. kl. 12 í Borganesi.

Bæjarráð mun sækja fundinn.

14.Akratorg - deiliskipulag

1103106

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 11. október 2011 þar sem lagt m.a. er til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhvefisnefndar verði samþykkt.

15.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 11. október 2011 þar sem samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar vegna verkefnalýsingar á endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulags- og umhverfisnefndar verði samþykkt.

16.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 11. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu vegna Heiðarbrautar 40.

Afgreiðslu frestað.

17.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 11.október 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð, að fjölgað verði í starfshópi um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar um einn fulltrúa og að garðyrkjustjóri kaupstaðarins skipi það sæti.

Bæjarráð samþykkir erindið. Einar óskar bókað að hann er mótfallin þessari afgreiðslu.

18.Lánasjóður sveitarfélaga - lán nr. 06100064 - lánskjör

1110018

Skuldbreyting vegna eldra láns. Fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga getur ekki framlengt erlendu láni sem Akraneskaupstaður er með hjá sjóðnum að fjárhæð um 145 m.kr. Býður sjóðurinn endurfjármögnun lánsins með nýju láni í ísl. krónum með hagstæðum lánskjörum.

Bæjarráð felur bæjarritara að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

19.Lánasamningur - höfuðstólslækkun

1110164

Umsókn um höfuðstólslækkun og myntbreytingu láns í erlendri mynt.

Bæjarritari gerði grein fyrir málinu.

20.Starfsmannamál.

1110087

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 10. október 2011, þar sem óskað er heimildar til að fela ráðningastofu að annast vinnsluferli á ráðningu framkvæmdastjóra, Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu. Heildarkostnaður við ráðningu verður samkvæmt tilboði Capacent Ráðninga, 560 þús.kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

21.70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012

1106157

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að skipaður verði 5 manna afmælisnefnd vegna 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Áætlaður kostnaður er 225 þús.kr.
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfshópurinn verði skipaður. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð felur stjórn Akranesstofu að tilnefna í starfshópinn.

22.Keltneskt fræðasetur á Akranesi

1106156

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að stofnað verði keltneskt fræðasetur á Akranesi.
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu

1110068

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 5. október 2011, þar sem erindi forstöðumanns Byggðasafnsins um aukafjárveitingu er vísað til bæjarráðs. Farið er fram á aukafjárveitingu frá eignaraðilum safnsins að fjárhæð 1,65 m.kr. en hlutur Akraneskaupstaðar þar af er 1,48 m.kr.
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu mætti til viðræðna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00