Fara í efni  

Bæjarráð

3219. fundur 15. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Baugalundur 10 - umsókn um lóð

1404133

Umsókn Jóhanns Gunnars Ólasonar og Kolbrúnar Þóroddsdóttur dags. 22.4.2014 um byggingarlóð við Baugalund nr. 10.
Bæjarráð samþykkir lóðarúthlutunina og felur bæjarstjóra að útfæra samkomulag við umsækjanda í samræmi við 12. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald og stofngjald fráveitu á Akranesi nr. 161/2012.

2.Menningarráð - aðalfundur 2014

1403083

8. fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands frá 28.3.2014.
Lögð fram.

3.Fundargerðir 2014 - Menningarmálanefnd

1401194

16. fundargerð menningarmálanefndar frá 8.5.2014.
Lögð fram.

4.Fundargerðir 2014 - starfshóps um atvinnu og ferðamál

1401192

42. fundargerð starfshóps um atvinnu- og ferðamál frá 2. apríl og 43. fundargerðir frá 14. apríl 2014.
Lagðar fram.

5.Höfði - aðalfundur og ársreikningur 2013

1404129

Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis miðvikudaginn 21. maí 2014.
Lagt fram.

6.Málefni fatlaðs fólks á Akranesi

1403109

Skoðun á úrbótum í þjónustu við málefni fatlaðra.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að endurskoða skipulag og þjónustu við fatlaða á Akranesi. Þjónusta við fatlaða fluttist alfarið til sveitarfélaga í ársbyrjun 2011. Mikil hugmyndafræðileg deigla einkennir málaflokkinn og væntingar til þjónustu sveitarfélaga miklar. Vilji Akraneskaupstaðar stendur til þess að ná betri árangri í að veita fötluðum þjónustu. Sem lið í því er nauðsynlegt að málaflokkurinn fái meira vægi í stjórnunarlegu tilliti. Óskað er eftir tillögu að nýju skipulagi þar sem tryggð er stjórnunarleg forysta og yfirsýn í málaflokknum. lt;/DIV>

7.Trúnaðarmál

1311036

8.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.

1401042

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur borist frá Þjóðskrá. Samkvæmt 7. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 skal kjörskrá staðfest á fundi sveitarstjórnar og undirrituð af oddvita sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóra hennar.
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar þann 29. apríl var samþykkt sbr. 10. gr. laga nr. 5/1998 að fela bæjarráði að annast verkefnið.
Kjörskrá lögð fram. Á kjörskrá á Akranesi þann 9. maí sl. sbr. 5. gr. laga um sveitarstjórnarkosninar eru alls 4.789 einstaklingar. Bæjarráð staðfestir kjörskrána með áritun sinni.

9.Stillholt 21 - framtíð lóðar.

1107105

Forsvarsmenn fyrirtækisins Skagatorg ehf. hafa óskað eftir viðræðum við Akraneskaupstað um framgang byggingar fjölbýlishúss að Stillholti 21.
Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

10.Höfði - ársreikningur 2013

1404129

Kjartan Kjartansson, Kristján Sveinsson og Helga Atladóttir, mæta á fundinn f.h. Höfða ásamt Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda.

11.Daggæsla barna í heimahúsum - dagforeldrar

1405070

Erindi foreldra barna hjá dagforeldrum og dagforeldra dags. í apríl 2014.
Guðmundur Valsson víkur af fundi undir þessum lið. Bæjarráð fjallaði um erindi dagforeldra og foreldra barna sem nýta sér þjónustu dagforeldra á Akranesi. Beint er til bæjarstjóra og bæjarstjórnar að hækka niðurgreiðslur vegna dagvistunar og að fylgja betur eftir reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar fjölskylduráðs.

12.Fjárhagsáætlun 2015 - undirbúningur

1405055

Forsendur fjárhagsáætlunar 2015-2018 byggja á tölum úr fjárhagsáætlun 2014 auk forsendna byggðum á upplýsingum úr þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015.

13.Launalaust leyfi starfsmanns

1405005

Erindi frá framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs dags. 12.5.2014, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs vegna beiðni starfsmanns á Vallarseli um launalaust leyfi.
Bæjarráð samþykkir erindið.

14.Styrkir 2014 - seinni úthlutun, skv. reglum bæjarstjórnar frá 29.10.2013

1401167

Tillögur um úthlutun styrkja.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun styrkja að fjárhæð kr.2.200.000: Kristbjörg Traustadóttir Uppsetning leikfangasýningar 400.000 FEBAN Rekstarstyrkur 300.000 AlltafGaman Leikjaland á Norðurálsmóti 250.000 Knattspfél.ÍA Samant. v/afreka 400.000 Skagaleikflokkurinn Götuleikhús á Írskum dögum 200.000 Grundartangakórinn Tónlistarhátíð á Spáni 100.000 Hljómur kór eldri borgara 100.000 Ingveldur María Tónleikar í Gamla kaupfélaginu 100.000 Karlakórinn Svanir Afmælistónleikar 100.000 Kvennakórinn Ymur Afmælistónleikar 100.000 Sjóbaðsfélag Akraness Þríþraut og sundkeppni 100.000 Skagaleikflokkurinn leiklistarnámskeið f. börn og unglinga 50.000 Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-89-5948.

15.Írskir dagar 2014 - stöðugjald vegna söluvagna

1405054

Erindi verkefnastjóra menningarmála Akraneskaupstaðar ódags. þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja reglur vegna stöðugjalda söluvagna á Írskum dögum á Akranesi sumarið 2014.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

16.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014

1312041

Drög að atvinnustefnu Akraneskaupstaðar
Bæjarráð þakkar starfshópi um atvinnu- og ferðamál fyrir þeirra vinnuframlag. Bæjarráð samþykkir atvinnustefnu Akraneskaupstaðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

17.Starfsmannamál - ráðstöfun fjármuna vegna veikindaforfalla.

1312030

Erindi framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna langtímaveikindum starfsmanna stofnana Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar að fjárhæð kr. 16.673.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna hjá stofnunum Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar til og með apríl 2014. Upphæðin verði tekin af liðnum "aðrar launagreiðslur" 21-83-1690.

18.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á tæknibúnaði vegna rekstrar tölvukerfa í grunnskólunum, áhöldum og búnaði hjá nokkrum stofnunum.
Bæjarráð samþykkir úthlutun kr. 5.258.000 sem skiptist með eftirfarandi hætti: kr. 3.313.000 vegna nauðsynlegra endurbóta á tölvu- og símkerfi grunnskóla Akraneskaupstaðar kr. 499.000 vegna kaupa á lyftara í Grundaskóla. kr. 299.000 vegna kaupa á sálfræðiprófi "Baileys". kr. 147.000 vegna kaupa á þvottavél í Garðasel. kr. 1.000.000 vegna kaupa á loftdýnu fyrir Fimleikafélagið. Fjármunum verði ráðstafað af liðnum 21-83-4660 "viðhald áhalda".

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00