Fara í efni  

Bæjarráð

3530. fundur 13. apríl 2023 kl. 08:15 - 12:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Dagur Adolfsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

860. mál til umsagnar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028.

821. mál, frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur (starfsemi OR og dótturfélaga).

914. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040.

915. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040.
Lagt fram.

Vegna máls nr. 821, tekur bæjarráð fram að Akraneskaupstaður, sem er eigandi á 5,528% hlut í fyrirtækinu, er fylgjandi þeirri breytingu sem lögð er til á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt 3:0

2.Skógarhverfi 5 og 3A - úthlutun mars 2023

2303008

Tilboð voru opnuð þann 11. apríl sl.



SPH situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 3 og nr. 4.
Samkvæmt fundargerð dags. 11. apríl sl., vegna opnunar tilboða, barst eitt tilboð vegna raðhússins en ekkert tilboð í þau þrjú fjölbýlishús sem einnig voru boðin út.
Bjóðandi var Verkstjórn ehf. og tilboðsfjárhæð var kr. 63.840.000.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið frekari úrvinnslu málsins, yfirfara fram komið tilboð og kanna að það fullnægi útboðsskilmálum.

Að fullnægðum skilyrðum verði gengið til samninga við bjóðanda en að öðrum kosti komi málið að nýju til bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð áréttar að fjölbýlishúsalóðirnar fara nú, í samræmi við reglur, á listann yfir lausar lóðir og eru þar til úthlutunar samkvæmt fyrirliggjandi útboðsskilmálum.

Samþykkt 3:0

3.Hausthúsatorg - bensínstöð N1

2112034

Fulltrúar Akraneskaupstaðar og Festi hf. hafa átt í viðræðum undanfarið og leitað sameiginlegrar lausnar varðandi ósk félagsins um viðbótarfrest á lóðaskiptum til maí 2026.



Á fundi bæjarráðs þann 30. mars sl. fól bæjarráð Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð felur sviðsstjórum skipulags- og umhverfisráðs og fjármála- og þjónustusviðs að halda áfram vinnu við samningagerð við fulltrúa Festis hf. í samræmi við fyrirliggjandi markmið um sameiginlega lausn.

Samþykkt 3:0

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Yfirferð um samþykkta fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og hvort tilefni sé til endurskoðunar með tilliti til horfa í efnahagsmálum.



Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigurður Páll Harðarson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð telur rétt að unnar verði frekari sviðssmyndagreiningar og tillögur um aðgerðaráætlun og felur sviðsstjóra fjármála- og þjónustusviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga og Sigurður Páll víkja af fundi.

5.Frístundamiðstöð golfskáli við Garðavöll

2302096

Úrvinnsla vegna samninga Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis um Frístundamiðstöðina við Garðavöll.



Bæjarráð fjallaði um samnninginn og erindi sem hafa borist vegna samningsins á fundi sínum þann 30.mars sl. Fyrirhugað er að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins þann 13.apríl.



Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur hlutaðeigandi sviðsstjórum frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

Dagný víkur af fundi.

6.Brynja leigufélag ses. - beiðni um stofnframlag vegna fjögurra íbúða 2023- 2024

2303125

Brynja leigufélag ses. sendi erindi dags. 1. mars sl. þar sem óskað er eftir stofnframlagi vegna uppbyggingar fjögurra íbúða á árunum 2023 og 2024.



Stofnvirði fjögurra íbúða er um 200 m. kr. og hlutur Akraneskaupstaðar væri því 24 m. kr.



Þann 22.03.2022 samþykkti bæjarstjórn Akraness stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju leigufélags ses. vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins.



Er þá í raun um tvö stofnframlög að ræða, umfram fyrirliggjandi samþykkt bæjarstjórnar frá 22.03.2022, en samþykkt var á þeim tíma að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr.



Bókun ráðsins 21.03.23: Velferðar- og mannréttindaráð mælir með samþykkt allt að fjögurra stofnframlaga til Brynju leigufélags á árinu 2023. Velferðar- og mannréttindaráð leggur einnig til að horft verði til þess að Brynja leigufélag fái tvö stofnframlög á ári, frá og með 2024-2026. Málinu er vísað til frekari afgreiðslu hjá bæjarráði.



Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. mars sl.
Bæjarráð samþykkir að veita stofnframlag að fjárhæð samtals 12 m.kr. vegna fyrirhugaðra kaupa Brynju leigufélags ses. á tveimur íbúðum á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna þessa rúmist innan fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar en þar er m.a. gert ráð fyrir verkefnum af þessum toga.
Framlagið er veitt með fyrivara um endanlega samþykkt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á stofnframlagsumsókn Brynju leigufélags hses.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð lýsir yfir vilja til að veita samsvarandi fjárframlag til Brynju leigufélags ses. á árinu 2024 en endanleg ákvörðun um það verður tekin í komandi fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt 3:0

7.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023

2303217

Stofnframlagsumsókn í nafni leigufélags Brúar hses. vegna uppbyggingar á sex íbúðakjarna við Tjarnarskóga 15.



Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. mars sl.



Bæjarráð samþykkir að farið verði í samstarf við Leigufélagið Brú hses. og lögð verði fram umsókn um stofnframlag í komandi umsóknarferli hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) en umsóknarfrestur rennur út þann 17. apríl nk.

Gert er ráð fyrir verkefni af þessu tagi í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en vilyrði Akraneskaupstaðar nú er veitt með fyrirvara um samþykki HMS á úthlutun stofnframlags og að fjárhagslegar forsendur verkefnins standist.

Akraneskaupstaður hefur tekið frá byggingarlóðina við Tjarnarskóga 15 í þessu skyni og er henni því úthlutað til Leigufélagsins Brúar hses.

Gert er ráð fyrir að fullbúin umsóknargögn verði lögð fyrir bæjarráð svo fljótt sem þau liggja fyrir í endanlegu formi.

Samþykkt 3:0

8.Ljósleiðarinn - hlutafjáraukning

2210165

Á hluthafafundi Ljósleiðarans þann 24. október 2022 var samþykkt tilaga um hlutafjáraukningu með fyrirvara um samþykki eigenda OR.



Með erindi dags. 24. október er farið þess á leið við eigendur OR að þeir staðfesti samþykkt hluthafafundarins.
Umræður um fyrirliggjandi beiðni Ljósleiðarans um hlutafjáraukningu.
Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt: 3:0

9.OR - aðalfundur 2023

2304026

Fundarboð vegna aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður miðvikudaginn 26. apríl 2023.

Fundarboð vegna aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur - eigna ohf sem haldinn verður miðvikudaginn 26. apríl 2023
Bæjarráð samþykkir að Steinar Adolfsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar sæki aðalfundinn og fari með atkvæðarétt kaupstaðarins á fundinum.

Samþykkt 3:0
Aukafundur bæjarráðs verður haldinn mánudaginn 24. apríl næstkomandi þar sem farið verður yfir ársreikning Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 en fyrri umræða í bæjarstjórn Akraness um ársreikninginn er fyrirhuguð þriðjudaginn 25. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00