Fara í efni  

Bæjarráð

3519. fundur 01. desember 2022 kl. 08:15 - 16:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Brú lífeyrissjóður - endurgreiðsluhlutfall

2206189

Erindi frá Brú lifeyrissjóði þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023 verði óbreytt, eða 67%.
Bæjarráð samþykkir að endurgreiðsluhlutfall Akraneskaupstaðar á greiddum lífeyr í réttindsafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023 verði 67%.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur bæjarstjóra að áretta við Brú lífeyrissjóð fyrri afstöðu Akraneskaupstaðar um nauðsyn þess breytingar verði gerðar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, með það að markmiði að endurgreiðsluhlutfall einstaka launagreiðanda verði í samræmi við fyrirliggjandi skuldbindingar og eignastöðu hans í sjóðnum. Þannig verði komið í veg fyrir að skuldbinding myndist sem falli á sveitarfélagið sem bakábyrgðaraðila eða að gengið verði á aðrar eignir sem myndast hafa í sjóðnum og er ætlað að standa undir öðrum tilteknum skuldbindingum, svo sem vegna starfsfólks Akraneskaupstaðar sjálfs, Faxaflóahafna eða Höfða.

Samþykkt 3:0

2.Uppbygging við Jaðarsbakka

2211263

Hugmyndir um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, Hrönn Ríkharðsdóttir og Eggert Herbertsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á erindinu. Bæjarráð fagnar langþráðum áhuga á uppbyggingu hótels á Akranesi og heilsutengdri ferðaþjónustu sem gefur margvísleg tækifæri til frekari uppbyggingar íþróttamannvirkja á Akranesi.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið sem fer nú til frekari stjórnsýslulegrar meðferðar í viðeigandi fagráðum Akraneskaupstaðar.

Aðalsteinn, Hrönn og Eggert víkja af fundi.

3.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022

2201198

Breyting á gatnagerðargjaldskrá lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

4.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - 2026

2211018

Fjárhagsáætlun Höfða er til rýningar á milli umræðna.

Stjórn Höfða hefur lokið umfjöllun sinni um fjárhagsætlun heimilisins og vísað til eignaraðila til umfjöllunar og afgreiðslu.

Lagt fram.

Stjórn Höfða gerði enga breytingu á fjárhagsáætlun heimilisins á milli umræðna.

5.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar er til rýningar á milli umræðna.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.

6.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Fjárhagsáætlun ársins 2023 og vegna tímabilsins 2024 til 2026 er til rýningar á milli umræðna.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00