Fara í efni  

Bæjarráð

3514. fundur 31. október 2022 kl. 20:00 - 00:50 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Miðbæjarsamtökin Akratorg - umsókn um styrk

2210160

Erindi frá Miðbæjarsamtökunum Akratorgi þar sem óskað eftir styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000 frá Akraneskaupstað til að halda jólamarkað þrjár helgar í desember.
Bæjarráð samþykkir erindið og gerir ráð fyrir að það rúmist innan fjárhagsáætlunar vegna hátíðarhalda og viðburða fyrir árið 2022.

Samþykkt 3:0

2.Íþróttahús við Vesturgötu - LED skjár

2210078

Skóla- og frístundaráð leggur til að óskir Körfuknattleiksfélags ÍA um kaup á LED skjá verði teknar til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga fund vegna þessa með forsvarsmönnum Íþróttabandalagsins og Körfuknattsleiksfélags Akraness.

Samþykkt 3:0

3.Íþróttamannvirki - tillaga að skipuriti

2210154

Tillaga að skipuriti fyrir íþróttamannvirkin.
Bæjarráð telur rétt að um málið verði fjallað í komandi stefnumótunarvinnu Akraneskaupstaðar en stýrihópur um verkefnið mun hittast í fyrsta sinn í næstu viku.

Samþykkt 3:0

4.Íþróttamannvirki - fjárhagsáætlunargerð 2023

2210153

Áherslur forstöðumanns íþróttamannvirkja í tengslum við fjárhagsáætlun 2023 í samræmi við tillögur að nýju skipuriti.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu í heild sinni að svo stöddu sbr. afgreiðslu í máli nr. 3. Gert er ráð fyrir umfjöllun bæjarráðs um tiltekin þátt skipuritsins á næsta fundi ráðsins sem verður næstkomandi fimmtudag.

Samþykkt 3:0

5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Skóla- og frístundaráð fjallaði um erindi ÍA á fundi sínum þann 26. október 2022, sem varðar fjárhagsbeiðnir frá nokkrum aðildarfélögum ÍA: Hestamannafélaginu Dreyra, Ungmennafélaginu Skipaskaga, Hnefaleikafélagi Akraness, Sundfélagi Akraness og Siglingaklúbbnum Sigurfara, og vísaði erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga fund með forsvarsmönnum Íþróttabandalagsins vegna erindisins.

Samþykkt 3:0

6.Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA

2210176

Skóla- og frístundaráð tók erindi KFÍA, sem varðar ósk KFÍA um viðræður við Akraneskaupstað um gerð samnings við Akraneskaupstað um rekstur á þeim mannvirkjum á Jaðarsbökkum sem tengjast starfsemi félagsins, á fundi sínum þann 26. október 2022 og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

LL víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga fund með forsvarsmönnum KFÍA vegna erindisins.

Samþykkt 2:0

LL tekur sæti á fundinum á ný.

7.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Skóla- og frístundaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 26. október sl. og áætlar að taka málið áfram til umfjöllunar á næsta fund ráðsins og útfæra það nánar.

Ráðið óskar eftir að gert verði ráð fyrir tilteknum viðbótarkostnað í áætlun vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir tilteknum viðbótarkostnaði vegna fyrirhugaðra áforma um breytingu á reglunum.

Samþykkt 3:0

8.Slökkvilið - samstarf og samrekstur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

2104206

Skipan í samstarfsnefnd Slökvviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Gert er ráð fyrir að skipan nefndarinnar sé þannig að auk slökkviliðsstjóra sé einn embættismaður frá hvoru sveitarfélagi um sig.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Akraneskaupstaðar í samstarfsnefndinni verði Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Samþykkt 3:0

9.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar. Lokafundur bæjarráðs er nk. fimmtudag þar sem fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn þriðjudaginn 8. nóvember nk.

Bæjarfulltrúar sem sæti eiga í skipulags- og umhverfisráði, Guðmundur Ingþór Guðjónsson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir sitja fundinn undir þessum dagskrárlið en Valgarður L. Jónsson á sæti í bæjarráði..
Einnig sitja fundinn Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Kristjan Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa.
Bæjarráð samþykkir felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og undirbúning að framlagningu áætlunarinnar á lokafundi bæjarráðs um fjárhagsáætlunina sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag þann 4. nóvember kl. 08:15.

Samþykkt 3:0

Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Sædís Alexía Sigurmundsdóttr, Sigurður Páll Harðarson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.

Fundi slitið - kl. 00:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00