Fara í efni  

Bæjarráð

3512. fundur 20. október 2022 kl. 08:15 - 10:55 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lokahóf KFÍA, Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum

2210075

Umsókn Knattspyrnufélags ÍA um tækifærisleyfi vegna Árgangamóts ÍA á Jaðarsbökkum 12. nóvember 2022. Tímasetningin er frá kl. 18:00 til kl.02:00 aðfararnótt 13. nóvember 2022.

LL víkur af fundi undir þessum lið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 og nr. 3. EBr tekur sæti í hennar stað á fundinum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og annarra viðbragðsaðila og að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar kunna að koma fram.

Samþykkt 3:0

2.Kirkuhvoll - umsókn um afnot af húsnæði

2210043

Erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA um að fá að nýta Kirkjuhvol fyrir íþróttafólk á vegum KFÍA og mögulega annarra íþróttafélaga þar til bærinn hefur ráðstafað húsinu.
Bæjarráð samþykkir að húsnæðið verði nýtt tímabundið af ÍA gegn hóflegri leigu en mikilvægt að það sé útfært þannig að unnt sé að losa það með skömmum fyrirvara komi til þess að það verði selt eins og samþykkt hefur verið að gera. Leigutaki tryggi að umgengni og rekstur (þrif o.fl.) verði með fullnægjandi hætti.

Samþykkt 3:0

3.Íþróttahús við Vesturgötu - LED skjár

2210078

Umsókn frá Körfuknattleiksfélagi ÍA um kaup á LED skjá í íþróttahúsið á Vesturgötu.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023. Afla þarf nákvæmari upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað með uppsetningu.

Samþykkt 3:0

EBr víkur af fundi og LL tekur sæti á fundinum.

4.Kvennaathvarfið - rekstrarstyrkur fyrir árið 2023

2210076

Beiðni Samtaka um Kvennaathvarf um rekstrarstyrk vegna ársins 2023.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir styrkveitingu í fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 450.000 til kvennnaathvarfsins.

Styrkveitingin verður greidd út á næsta ári samkvæmt framlögðum reikningi.

Samþykkt 3:0

5.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 6.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunarinnar verður á fundi bæjarráðs sem verður þann 27. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

6.Langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar

2209272

Tilboð Arion- banka, Landsbankans og Íslandsbanka lögð fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og það verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi sem verður þann 27. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 10:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00