Fara í efni  

Bæjarráð

3497. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:30 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

461. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fjarskipti.
Lagt fram.

2.NýVest ses. - sjálfseignarstofnun (Nýsköpunarnet Vesturlands)

2203078

Þátttaka í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.

Samþykkt 3:0

3.Mánaðaryfirlit 2022

2203037

Mánaðaryfirlit janúar - febrúar 2022
Lagt fram.

4.Leikskóli í Skógarhverfi, Asparskógar 25 - verkefnastjórn

2102308

Staða framkvæmda við nýjan leikskóla í Skógarhverfi.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og Guðmundur Sigvaldason ráðgjafi taki sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar fundarmönnum fyrir yfirferðina.

Sigurður Páll, Alfreð Þór og Guðmundur víkja af fundi.

5.Jafnlaunavottun - úttekt 2022

2202107

Í nýafstaðinni úttekt vottunaraðila jafnlaunavottunar voru gerðar smávægilegar athugasemdir við orðalag jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar.

Gerð er tillaga um breytingar á orðalagi jafnlaunastefnunnar til samræmis við athugasemd úttektaraðila.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00