Fara í efni  

Bæjarráð

3467. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:15 - 11:44 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bæjarfulltrúinn Rakel Óskarsdóttir tekur þátt í fundinum í fjarfundi.

Bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson tekur þátt í afgreiðslu á dagskrárlið nr. 9 í fjarfundi og Rakel víkur þá af fundinum.

1.Árshlutauppgjör

2105091

Árshlutauppgjör janúar - júní 2021.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur á fundinn undir þessum lið og situr dagskrárliði nr. 2 og nr. 3.
Lagt fram.

2.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit júlí.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Grunnforsendur fjárhagsáætlunar 2022 og staða fjárfestinga á árinu sem og tillögur um færslur á milli ára.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir grunnforsendur fjárhagsáætlunar ársins 2022.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála víkur af fundi.

4.Málefni fólks með fjölþættan vanda

2107500

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar mætir á fundinn til að ræða um málefni fólks með fjölþættan vanda.

Bæjarráð þakkar Regínu Ásvaldsdóttur fyrir samtalið og upplýsandi erindi.

5.Markaðsherferð fyrir Akraness

2006217

Markaðsherferð Akraness.

Sævar Freyr fer yfir stöðu mála og næstu skref.
Bæjarráð samþykkir að veita fjármagni til verkefnisins á árinu 2021 sem nemur 9,5 m.kr. sem fært verður á deild 13020-4990 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþkkir viðauka 26 sem færist á deild 13020-4990 að fjárhæð 9,5 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjaráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

6.Vátryggingaútboð hjá stofnunum Akraneskaupstaðar 2022 til 2024

2106148

Niðurstaða útboðs Akraneskaupstaðar um vátryggingar tímabilið 2022 til og með 2024.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sjóvá og Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) en tilboð félagsins var lægst í nýafstöðnu útboði vátrygginga vegna tímabilsins 2022 til og með 2024.

Samþykkt 3:0

7.Þróunarfélag Grundartanga - starfsemi og fjármögnun 2021-2024

2107108

Fjármögnun vegna starfsemi og verkefna Þróunarfélagsins 2021.

Möguleg viðbótargögn væntanleg síðar í dag.
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag til Þróunarfélags Grundartanga vegna ársins 2021 samtals að fjárhæð 15,0 m.kr. sem fært verður á 13660-5946 og er mætt með lækkun á handbæru fé. Fjármögnun verkefna vegna ársins 2022 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022 en beiðni félagsins er árlegt framlag sem nemur þessari fjárhæð til og með 2024.

Samþykki bæjarráðs er bundið því skilyrði að aðrir samstarfsaðilar reiði af hendi það fjármagn sem gert er ráð fyrir í áætlunum félagsins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka 27 sem færist á deild 13660-5946 að fjárhæð 15,0 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjaráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

8.Stillholt 16-18 - viðgerðir á húsi 2021 og fundargerðir

2105162

Upplýsingar um framvindu á vettvangi eigenda.

Flutningur starfsfólks frá Stillholti og yfir á Dalbrautina.
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag að fjárhæð 14,1 m.kr. vegna fyrirhugaðra flutninga starfsfólks og starfsemi bæjarskrifstofa Akraness frá Stillholti 16-18 að Dalbraut 4 sem eru tilkomnir vegna loftgæðavandamála í húsnæðinu að Stillholti. Framlagið verður fært á deild 31570 og er mætt með lækkun handbæru fé.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka 28 sem færist á deild 31570 að fjárhæð 14,1 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjaráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð óskar eftir og vonast til að framkvæmd flutninganna gangi sem best og að röskun á starfseminni verði sem minnst en þá kynnt þjónustuþegum á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þá þakkar bæjarráð forsvarsmönnum FEBAN fyrir þann góða skilning sem þau hafa sýnt stjórnendum og starfsfólki við þær erfiðu aðstæður sem skapast hafa í starfsemi kaupstaðarins vegna þessa.

9.Stuðningur til íþróttafélaga vegna áhrifa Covid 19 - þriðja úthlutun

2107455

Úthlutun Araneskaupstaðar til íþróttafélaga vegna áhrifa Covid-19.

RÓ víkur af fundi og ÓA tekur sæti á fundinum í hennar stað.
Bæjarráð samþykkir viðbótarútgjöld að fjárhæð 5,5 m.kr. til Íþróttabandalags Akraness (ÍA) sem er þá þriðja úthlutun Akraneskaupstaðar vegna áhrifa Covid-19 á rekstur bandalagsins og einstaka aðildarfélaga þess en fyrri úthlutanir voru gerðar þann 14. apríl 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 3411 annars vegar og 17. desember 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 3444 hins vegar. Við úthlutunina þann 17. desember sl. var veitt samtals 10 m.kr. fjárframlagi til tiltekinna aðildarfélaga ÍA samkvæmt útreikningi sem byggði á framlagningu gagna af hálfu félaganna en ÍA fékk þá enga úthlutun og óskað bandalagið sérstaklega eftir því að aðildarfélögin yrðu sett í forgang en hugað yrði að fjárveitingu til bandalagsins síðar.

Fjárveitingin er færð á deild 06750-5948 og er mætt með lækkun á handbæru fé. Þá er Knattspyrnufélaginu Kára veitt fjárframlag að fjárhæð kr. 300.000 en fyrir mistök féll fjárveiting til félagsins niður í úthlutun nr. 2 þrátt fyrir að félagið hafi skilað tilskyldum gögnum og hafi, miðað við þær forsendur sem settar voru fram, átt að fá styrkveitingu. Beðist er velvirðingar á því. Fjárveiting vegna þessa er einnig færð á deild 06750-5948 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 29, samtals að fjárhæð 5,8 m.kr. sem færist á deild 06750-5948 og er mætt með lækkun á handbæru fé. Bæjaráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:44.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00