Fara í efni  

Bæjarráð

3462. fundur 24. júní 2021 kl. 09:00 - 11:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
RÓ tekur þátt í fundinum á fjarfundi og samþykkir fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundarins.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

96. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. apríl 2021.
97. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 2. júní 2021.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

2.Betri vinnutími - stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

23. fundargerð stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað frá 9. júní 2021
Lagt fram.

3.Umsókn um breytingu á fjárhagsáætlun 2021

2106045

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 15. júní sl. að vísa til bæjarráðs aukningu á 20% starfshlutfalli kennara við Tónlistarskóla Akraness.
Bæjarráð felst ekki á erindið.

Samþykkt 3:0

4.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Drög að samningi á milli Akraneskaupstaðar og ÍA um um nýtt fyrirkomulag styrkjamála o.fl. lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkir fyrirliggjandi samning á milli Akraneskaupstaðar og ÍA.

Samningurinn er með gildistíma út árið 2021 en gert ráð fyrir að vinnu vegna framlengingar samningsins verði lokið að hálfu samningsaðila fyrir áramótin svo unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022.

Samþykkt 3:0

5.Gjaldskrár 2021

2012274

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 15. júní sl. breytingu á útfærslu á gjaldskrá Þorpsins og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir erindið en verið er að samræma gjaldskrár vegna frístundastarfs hjá Akraneskaupstað þannig að þær byggi á sömu forsendum og verði framvegis miðaðar við gjald á hverja klukkustund í stað þess að byggja annars vegar á gjaldi sem miðar við heila daga og hins vegar við gjald á hverja klukkustund.

Gert er ráð fyrir að gjaldtaka samkvæmt breyttum forsendum taki gildi er skólastarf hefst að nýju að loknu sumarleyfi.

Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting kalli á breytingar á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

6.Knattspyrnufélag ÍA - rekstrarleyfi á Aggapalli

2106092

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Knattspyrnufélags ÍA um rekstrarleyfi á veitingastað í flokki II - E Kaffihús, sem staðsett yrði á Aggapalli.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundasráðs.

Samþykkt 3:0

7.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Mánaðaryfirlit janúar til maí 2021.

Kristjana Helga Ólafsdóttir, deildastjóri fjármála, kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

Bókun RÓ:

Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar enn og aftur áhyggjur sínar af þróun rekstrartekna og rekstrargjalda Akraneskaupstaðar. Gjöld halda áfram að hækka umfram tekjur og rekstur sveitarfélagsins stefnir í að verða ósjálfbær. Á fyrstu 5 mánuðum ársins 2021 er rekstrarhalli fyrir fjármagnsliði um 233 m.kr. Bent hefur verið á að laun og launatengdgjöld Akraneskaupstaðar hafa hækkað verulega á undanförnum árum og var í ársreikningi fyrir árið 2020 um 73% af heildartekjum bæjarsjóðs. Rétt er að benda á að í sögulegu samhengi hefur það hlutfall aldrei verið hærra hjá Akraneskaupstað og er nú það hæsta sem sést hjá sveitarfélögum á Íslandi. Þegar stærsti tekjustofn kaupstaðarins, útsvarstekjur, er skoðaður í takt við þróun launa og launatengdra gjalda þá er svo komið að bæjarsjóður þarf að horfa til annarra tekna til að eiga fyrir þessum stóra útgjaldalið. Hlutfall launakostnaðar á móti greiddri staðgreiðslu hefur farið úr 92% árið 2018 í 109% nú árið 2021. Áhyggjuefni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent reglulega á en fær því miður að vaxa í tíð núverandi meirihluta, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Bókun ELA og VLJ:

Samfylkingin og Framsókn og frjálsir standa nú sem áður fyrir ábyrga fjármálastjórn um leið og áhersla er lögð á að verja grunnstoðir samfélagsins.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn haldi því fram að rekstur Akraneskaupstaðar stefni í að verða ósjálfbær er með ólíkindum þar sem Akraneskaupstaður var eitt fárra sveitarfélaga sem skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2020 og á nú um 1,8 milljarða í handbæru fé. Þetta er staðan að loknu ári þar sem öll bæjarstjórn Akraness var sammála um að verja og vernda íbúa, fyrirtæki og félagasamtök fyrir efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar þó það myndi þýða lakari rekstrarafkomu um tíma.
Það að bera saman útsvarstekjur og launagjöld er mælikvarði sem segir lítið sem ekkert um rekstrarárangur Akraneskaupstaðar eða sveitarfélaga yfirleitt. Í besta falli verður þetta að teljast tilraun til að afvegaleiða umræðuna um fjárhagsstöðu bæjarins. Staðreyndin er sú að rekstur sveitarfélaga verður að skoða á heildstæðan hátt þar sem allar tekjur og öll rekstrargjöld eru tilgreind en það gerir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki í bókun sinni.
Þekkt er að fyrstu mánuðir hvers rekstrarárs eru þyngri heldur en síðari hluti ársins, en í rekstraryfirliti fyrir fyrstu fimm mánuði ársins kemur fram að rekstrarhallinn sé 233 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir 240 milljóna halla. Afkoman er því 7 milljónum betri fyrir fjármagnsliði heldur en áætlunin gerði ráð fyrir. Þegar fjármagnsliðir eru reiknaðir með er afkoman 16,7 milljónum betri en áætlunin gerði ráð fyrir.
Mikilvægt er að halda áfram ábyrgri fjármálastjórn, skoða möguleika til tekjumyndunar, halda aftur af útgjöldum og verja um leið grunnstoðir samfélagsins.
Þá vegferð ætla fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra að halda áfram að feta.

Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)


Kristjana Helga víkur af fundi.

8.Deiliskipulag Arnardalsreitur - Skagabraut 26 bílgeymsla

2104168

Grenndarkynnt var fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Arnardalsreits. Breytingin felst í að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir bílskúr. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3 og 5, Skagabraut 24 og 28, og Sandabraut 2. Engar athugasemdir bárust, eitt samþykki var móttekið.

Engar athugsemdir bárust við grenndarkynninguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Arnardalsreit (deiliskipulag Skagabrautar 26, 300 Akranesi), að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

9.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

2106033

Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til skóla- og frístundaráðs til frekari úrvinnslu.

Samþykk 3:0

10.Alþingiskosningar 2021

2011118

Tillaga yfirkjörstjórnar um að kjörstaður 23. september næstkomandi verði í Íþróttamannvirkjum á Jaðarsbökkum í stað Brekkubæjarskóla.

Tillaga yfirkjörstjórnar um að fjölgað verði kjördeildum um eina þannig að þær verði fjórar í stað þriggja eins og verið hefur.
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að kjörstaður á Akranesi vegna Alþingiskosninga 2021 þann 25. september næstkomandi verði í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Akraness, samþykkir að fjölga um eina kjördeild þannig að þærð verði fjórar samtals í stað þriggja og að fjölga undirstjórnum sem þessu nemur. Í þessu felst að flokkar þeir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akraness þurfa að tilefna samtals sex fulltrúa til setu í undirkjörstjórn IV, þrjá aðalmenn og þrjá varamenn.

Samþykkt 3:0

11.Hvalfjarðarsveit umsókn um þátttöku í frístundastarfi Akraneskaupstaðar- málefni fatlaðra

2106035

Umsókn Hvalfjarðarsveitar um þátttöku tveggja einstaklinga í frístundastarfi Akraneskaupstaðar - málefni fatlaðra.

Málið var samþykkt á 156. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 4. júní síðastliðinn.

Málið var afgreitt á lokuðum fundi bæjarráðs þann 10. júní síðastliðinn og erindinu þá synjað.

Bæjarráð,með hliðsjón af hagsmunum þeirra tveggja þjónustuþega sem í hlut eiga, felst á erindið, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samstarfssamningur um félagsþjónustu sveiarfélaganna eins og vilji Akraneskaupstaðar hefur staðið til í lengri tíma.

Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)

12.Vátryggingaútboð hjá stofnunum Akraneskaupstaðar 2022 til 2024

2106148

Útboðsgögn eru tilbúin til afgreiðslu í bæjarráði.
Gert er ráð fyrir að nýr þjónustusamningur taki gildi 1. janúar 2022.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Gert er ráð fyrir að nýr þjónustusamningur taki gildi 1. janúar 2022.

Samþykkt 3:0

13.Grjótkelduflói - landamerki / sveitarfélagamörk

2002293

Hvalfjarðarsveit samþykkti á fundi sveitarstjórnar nr. 332 þann 22. júní sl., erindi Akraneskaupstaðar um breytingu á lögsögumörkum sveitarfélaganna vegna tiltekins landsskika í eigu Akraneskaupstaðar sem er í landi Hvalfjarðarsveitar.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og telur að um tiltekið réttlætismál sé að ræða.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar, felur bæjarstjóra, að senda erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sbr. 4. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með beiðni um breytingu lögsögumarka sveitarfélaganna í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og bæjastjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

14.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Drög að samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Skátafélagsins lagður fram til samþykktar.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt 3:0
Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður miðvikudaginn 14. júlí næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 11:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00