Fara í efni  

Bæjarráð

3460. fundur 03. júní 2021 kl. 08:15 - 08:58 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Niðurstaða frumhönnunar var til kynningar á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs þriðjudaginn 18. maí sl.

Málið var til frekari umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði mánudaginn 31. maí síðastliðinn og í skóla- og frístundaráði þriðjudaginn 1. júní síðastliðinn.

Fyrirhuguð er frekari umfjöllun um málið í skipulags- og umhverfisráði mánudaginn 6. júní næstkomandi og sameiginlegur kynningarfundur fyrir bæjarfulltrúa þriðjudaginn 7. júní næstkomandi í aðdraganda bæjarstjórnarfundar sem verður kl. 17:00 þann sama dag.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur þátt í hluta fundarins í fjarfundi.


Bæjarráð heimilar að ráðist verði í kaup á þremur lausum kennslustofum og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Útgjöldunum verður mætt innan fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar ársins með tilfærslu verkefna. Unnið er að heildarendurskoðun áætlunarinnar sem kemur til ákvörðunar síðar í sumar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 08:58.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00