Bæjarráð
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.
1.Höfði - fjárhagsáætlun 2021-2024
2010228
Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árin 2020-2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022 til og með 2024 til bæjarstjórnar til samþykktar.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024
2010230
Áframhaldandi vinna við fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024 milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar ársins 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022 til og með 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 15. desember næstkomandi.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.
3.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024
2009162
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2021-2024 á milli umræðana.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022 til og með 2024 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 15. desember næstkomandi.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.
4.Þorpið- framtíðarsýn
1911114
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 8. desember 2020 tillögu að breyttu skipuriti Þorpsins og vísar því umfjöllunar í bæjarráði.
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skipurit starfsemi Þorpsins en því fylgja ekki aukaútgjöld miðað við fyrirliggjandi áætlun sem er til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Akranes þann 15. desember nk.
Samþykkt 3:0
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri vikur af fundi.
Samþykkt 3:0
Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri vikur af fundi.
5.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar
2001243
Jóhann Þórðarson endurskoðandi kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Gerð ráð fyrir frekari umfjöllun um málið á aukafundi með öllum bæjarfulltrúm fimmtudaginn 17. desember næstkomandi.
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
Gerð ráð fyrir frekari umfjöllun um málið á aukafundi með öllum bæjarfulltrúm fimmtudaginn 17. desember næstkomandi.
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
6.Beykiskógar 19 - umsókn um byggingarlóð
2012071
Umsókn A1 málun alhliða málingar ehf. um byggingarlóð við Beykiskóga 19. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Kirkjuhvoll - leigusamningur
2009073
Leigusamningur Akraneskaupstaðar og Stay West ehf. um Kirkjuhvol rennur út 28.02. 2021. Vilji leigutaka stendur til áfamhaldandi leigu.
Bæjarráð samþykkir framlengingu leigusamnings aðila samkvæmt fyrirliggjandi viðauka og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Hagstofan - Manntal og húsnæðistal
2012022
Manntal og húsnæðistal Hagstofu Íslands.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
9.Slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu - uppsögn á samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla
2012120
Uppsögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og kemur það til afgreiðslu bæjarráðs á síðari stigum.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og kemur það til afgreiðslu bæjarráðs á síðari stigum.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 09:50.