Fara í efni  

Bæjarráð

3438. fundur 17. nóvember 2020 kl. 13:00 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Úthlutun lóða

1704039

Bæjarráð hefur ákveðið að auglýsa tilgreinar lóðir til úthlutunar á sérstökum úthlutunarfundi þann 17. desember nk. kl. 11:00.

Óskað er eftir að bæjarráð fjalli sérstaklega um greiðsluskilmála í aðdragandi úthlutunar.

Gerð er tillaga um að bæjarráð samþykki að fallið verði frá greiðslu sérstaks umsóknargjalds í aðdraganda úthlutunar og að gjaldið verði innheimt sem hluti af 50% áætluðu gatnagerðargjaldi og eingöngu hjá þeim umsækjendum sem dregnir verða út á úthlutunarfundinum þann 17. nóvember nk.
Bæjarráð fellst ekki á tillöguna og umsækjendur þurfa því að greiða umsóknargjaldið að fjárhæð kr. 200.000 líkt og almennt gildir við úthlutun lóða til að eiga kost á úthlutun og vera með í útdrættinum þann 17. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

2.Höfði - fjárhagsáætlun 2021-2024

2010228

Fjárhagsáætlun Höfða 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 - 2024.
Lagt fram.

Samþykkt að leggja til grundvallar fyrirliggjandi áætlun frá stjórn Höfða.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. kl. 16:00.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024

2010230

Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Lagt fram.

Samþykkt að leggja til grundvallar fyrirliggjandi áætlun að undanskilinni framkvæmd er varðar Fjöliðjuna. Þar er vilji ELA og VLJ að fara samkvæmd sviðsmynd 1 en RÓ að beðið verði með endanlega ákvörðun um framvindu þar til niðurstaða ástandsskoðunar liggi fyrir.

Samþykkt að fara í lántöku sem nemur kr. 2,3 milljarðar króna næstu þrjú árin samkvæmt nánari sundurliðun í meðfylgjandi skjali.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. kl. 16:00.

4.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2022-2024.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi ráðstafanir:
1. Tilteknar hagræðingarráðstafanir á velferðar- og mannréttindasviði - heildarlækkun rekstrarútgjalda vegna málaflokks 02 sem nemur um 5,3 m.kr.

2. Tilteknar hagræðingarráðstafanir á skóla- og frístundasviði - heildarlækkun rekstrarútgjalda vegna málaflokks 04 sem nemur um kr. 7,7 m.kr.

3. Tilteknar hagræðingarráðstafanir á skipulags- og umhverfissviði í málaflokkum 06, 09, 10, 11, 31, 35 og 53, - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur um 96,6 m.kr.

4. Tilteknar hagræðingarráðstafanir á stjórnsýslu- og fjármálasviði vegna málaflokka 20 og 21 - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur um 17 m.kr.

5. Tilteknar hagræðingarráðstafanir vegna málaflokks 13 - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur 3,9 m.kr.

6. Tilteknar hagræðingarráðstafanir til lækkunar útgjalda vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna - heildarlækkun rekstrarútgjalda að fjárhæð 5,0 m.kr.

7. Tilteknar hagræðingarráðstafanir til lækkunar útgjalda vegna Guðlaugar (heit laug á Landasandi) - heildarlækkun rekstrarútgjalda að fjárhæð kr. 20,0 m.kr.

8. Tilteknar hagræðingarráðstafanir vegna Tónlistarskóla Akraness - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur um 9,0 m.kr.

9. Tilteknar hagræðingarráðstafanir vegna Bókasafns Akraness - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur um 1,2 m.kr.

10. Tilteknar hagræðingarráðstafanir vegna Vélhjóla- og skotsvæðis - heildarlækkun rekstrarútgjalda sem nemur um kr. 1,5 m.kr.

11. Tilteknar hagræðingarráðstafanir sem felast í hækkun tekna vegna almennra þjónustugjaldskráa - heildarhækkun tekna sem nemur um kr. 15,0 m.kr.
Nánari grein verður gerð fyrir þessum ráðstöfunum í sérstöku tillöguskjali við framlagningu fjárhagsáætlunar.

12. Tilteknar hagræðingarráðstafanir sem felast í hækkun tekna vegna fasteignarskatta - heildarhækkun um 13,1 mkr. en miðað er við áætlaða hækkun gjalda samkvæmt ákvæðum lífskjarasamninga á almenna vinnumarkið árið 2019 (hækkun gjalda um 2,5%). Tekur þó einugis til fasteignaskatta vegna íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis.

Ráðstöfunin felur í sér eftirfarandi þætti:
a. Fasteignaskattur A (íbúðarhúsnæði), álagningarprósentan verður 0,2514% árið 2021 í stað 0,2407% árið 2020. Athuga skal að fasteignamat íbúðarhúsnæði á Akranesi lækkar á milli ára sem skýrir hækkun álagningarprósentunnar árið 2021.

b. Fasteignaskattur C (atvinnuhúsnæði, álagningarprósentan verður óbreytt á milli ára, þ.e. verður áfram 1,4% árið 2021 líkt og árið 2020.

c. Fasteignaskattur B (opinberar byggingar), álagningarprósentan er óbreytt á milli ára og verður því 1,32% árið 2021 líkt og árið 2020.

Samþykkt 2,0 RÓ sat hjá.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á aukafundi bæjarráðs þann 20. nóvember nk. kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að frekari rýning bæjarstjóra og fjármálasviðs fari fram með tilteknum forstöðumönnum á skóla- og frístundasviði.

5.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Á fundi bæjarráðs Akraness, sem haldinn var þann 15. október s.l., var tekin fyrir ósk menningar- og safnanefndar um heimild til að fresta útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 til ársins 2021 óski umsækjendur eftir slíku. Bæjarráð óskaði eftir frekari upplýsingum frá menningar- og safnanefnd vegna málsins. Meðfylgjandi er yfirlit yfir verkefni sem óskað er eftir frestun á styrkveitingum fyrir til næsta árs auk lista yfir verkefni sem tvísýnt er að náist að klára fyrir lok árs 2020.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu um yfirfærslu fjárveitingar til næsta árs. Styrkþegar verða að ljúka verkefnum innan ársins til að eiga tilkall til úthlutaðrar styrkveitingar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00