Fara í efni  

Bæjarráð

3166. fundur 11. október 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar

1210028

Bréf formanns framkvæmdanefndar Höfða dags. 2.10.2012. Óskað er heimildar eignaraðila um áframhaldandi framkvæmdir við endurbætur á eldri hjúkrunardeild Höfða. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi. Stjórnarmenn Höfða og framkvæmdastjóri mæta á fundinn, þau Kristján Sveinsson, Kjartan Kjartansson og Guðjón Guðmundsson.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að framkvæmdin verði auglýst til útboðs, en óskar eftir að lögð verði fram gögn varðandi áhrif verksins á fjárhagsáætlun ársins 2012 og 2013.

2.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa

1210069

Ívar Pálsson hrl. frá Landslögum mætti á fundinn.
Ívar gerði bæjarráði grein fyrir niðurstöðu dómskvaddra yfirmatsmanna vegna skaðabótakröfu vegna deiliskipulagsbreytinga á miðbæjarreit Akraness sem gerðar voru á árunum 2004 og 2005. lögmaður Skagavers ehf, Lex lögmannsstofa, hefur lagt fram kröfu á hendur Akraneskaupstað á grundvelli niðurstöðu matsins sem fyrirtækið reyndar unir ekki niðurstöðu á hvað rekstrartjón varðar, og gerir einnig kröfu um bætur vegna rekstrar, mats- og lögfræðikostnað. Skagaver gerir kröfu um innborgun vegna greiðslu bóta, vaxta og kostnaðar að fjárhæð 72,1 m.kr.
Ívar gerði bæjarráði grein fyrir tillögu sinni um greiðslu bóta á grundvelli niðurstöðu yfirmatsgerðar, þannig að skaðabætur verði greiddar vegna verðrýrnunar húss ásamt greiðslu vaxta, undirmats og hluta í yfirmatskostnði og lögmannsþóknunar samtals að fjárhæð 39,8 m.kr.

Gunnar Sigurðsson vék af fundinum með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Sóknaráætlun landshlutasamtaka

1210067

Bréf Ólafs Sveinssonar f.h. SSV dags. 8. október 2012 ásamt fylgigögnum. Óskað er umfjöllunar Akraneskaupstaðar á þeim hugmyndum sem uppi eru hvað varðar breytingar á samráðsvetvangi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hugmyndir um skipan fulltrúa í slíkan vettvang, skipan framkvæmdaráðs og fl.

Bæjarráð samþykkir að vísa sóknaráætlun landshlutana til afgreiðslu atvinnumálanefndar.

Erindinu að öðru leyti vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.

4.Fyrirspurn um götulýsingu.

1209101

Svar framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 9. október 2012 vegna fyrirspurnar Gunnars Sigurðssonar um götulýsingu.

Bæjarritara falið að taka upp viðræður við OR um samning um götulýsingu.

5.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf skólastjóra grunnskólanna dags. 20. febrúar 2012, um kaup á 30 tölvum fyrir grunnskólana.

Bæjarráð samþykkir að heimila kaup á fimm tölvum í hvorn grunnskólann. Fjárveiting 1,2 m.kr komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum "Óviss útgjöld" viðhald áhalda 21-95-4660-1.
Hrönn vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6.Staðgreiðsla 2013 - áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga

1210057

Staðgreiðsluáætlun fyrir árið 2013 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram.

7.Jafnréttisstofa - fyrirspurn v/vinnuhóps um samræmingu fjölsk.- og atvinnulífs.

1210050

Fyrirspurn í tölvupósti frá Jafnréttisstofu dags. 2. október 2012.

Starfsmanna- og gæðastjóra falið að svara erindinu.

8.OpenStreetMap - aðgangur að gögnum

1209090

Tölvupóstur Svavars Kjarrval Lútherssonar dags. 3. október 2012 þar sem óskað er eftir svari við erindi dags. 6. september s.l.

Erindinu vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu.

9.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013

1209178

Afrit af bréfi bæjarstjóra til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 5. október 2012, afrit af bréfi verkefnastjóra atvinnumála til ráðuneytisins dags. 27. september s.l. og afrit af bréfi Verkalýðsfélags Akraness til ráðuneytisins dags. 4. október 2012.

Lagt fram.

10.Uppgjör á staðgreiðslu til sveitarfél. eftir álagningu útsvars 2012 v/tekna 2011

1210048

Bréf Fjársýslu ríkisins mótt: 4.október 2012.

Lagt fram.

11.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 2. október 2012 ásamt drögum að deiliskipulagi dags. í sept., þar sem lagt er til að tillaga um grófurðunarsvæði verði auglýst skv. 41. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2012.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

12.Kór Akraneskirkju - notkun á Bíóhöllinni.

1210012

Tölvupóstur Kórs Akraneskirkju dags. 26. september 2012 þar sem óskað er eftir afnotum af Bíóhöllinni án endurgjalds fyrir tónleika í lok desember.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til reglna kaupstaðarins. Umsækjenda er bent á að hægt er að sækja um styrk skv málsmeðferðarreglum Akraneskaupstaðar um styrkbeiðnir.

13.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2012.

1203022

Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 1. október 2012.

Lagt fram.

14.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Boðun á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur miðvikudaginn 10. október 2012.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00