Fara í efni  

Bæjarráð

3429. fundur 10. september 2020 kl. 08:15 - 10:52 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Langtímaveikindi starfsmanna 2020 (veikindapottur)

2006182

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins janúar til og með júní. Afgreiðslu málsins var frestað þann 25. júní sl. og er því málið lagt fyrir á ný.

RBS situr fundinn undir þessum lið.

Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun úr miðlægum veikindapotti vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar sem tilkomin er vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2020. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals kr. 52 m.kr. en til ráðstöfunar í áætlun er samtals 42 m.kr. Mismuninum að fjárhæð 10 m.kr. verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 24 að fjárhæð 52. mkr.. Ráðstöfuninni verður mætt með 42. m.kr. af liðnum 20830-1691 og 10. m.kr. með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá.

Bókun RÓ:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill í ljósi þeirra gagna sem liggja fyrir fundinum að regluverk um úthlutun úr langtímaveikindapotti starfsmanna Akraneskaupstaðar verði endurskoðað.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

RBS yfirgefur fundinn.
ELA tekur sæti á fundinum.

2.Amelía Rose AK skipaskrárnúmer 2856 - rektrarleyfi

2008212

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Seatrips ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastad i flokki ,
samkomusalir, sem rekinn verdur um bord i Ameliu Rose AK, 2856.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda.

3.Jaðarsbakkar 1 - hönnun

2006228

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði stýrihópur fyrir verkefnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að erindsbréfi sem lagt verði fyrir næsta fund ráðsins. Hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum sem bæjarstjórn tilnefndir auk embættismanna.

4.Þjónustukönnun sveitarfélaga 2020 - Gallup

2009071

Erindi til bæjarráðs um þátttöku Akraneskaupstaðar í hinni árlegu þjónustukönnun Gallup meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Könnunin fer af stað nú í seinni hluta september eða snemma í október.
Bæjarráð samþykkir að taka ekki þátt í þjónustukönnun þetta árið en stefnir að þátttöku árið 2021.

5.Fráveita - viðauki

1912306

Viðauki fráveitu lagður fram. Með viðauka þessum er ábyrgð á álagningu og innheimtu tengigjalda færð til Veitna ohf. Ennfremur eru ákvæði um tengigjald fráveitu færð að þeim lagabreytingum sem orðið hafa.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi drög og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

6.Bókasafn - starfsdagur

2009072

Erindi bæjarbókavarðar um starfsdag fyrir starfsfólk safnins.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningar- og safnanefndar og komi svo til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

7.Málefni Sorpurðunar Vesturlands

1912036

Samþykkt frá eigendafundi Sorpurðunar Vesturlands.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir eigendafundi sem fram fór þann 7. september sl. og þeirri samþykkt sem afgreidd var á fundinum.

8.Galito Stillholti 16-18 - rekstrarleyfi

2008214

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna rekstrarleyfis Galito slf. að Stillholti 16-18 í flokki II, veitingahús, veisluþjónusta og veitingaverslun.
Akraneskaupstaður gerir ekki athugasemdir við útgáfu endurnýjaðs rekstrarleyfis til umsækjanda.

9.Gamla Kaupfélagið - rekstrarleyfi

2004197

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar um umsókn Veislu og viðburða ehf. um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, veitingahús og skemmtistaður sem rekinn er sem Gamla kaupfélagið að Kirkjubraut 11.
Bæjarráð, með vísan til umsagnar byggingafulltrúa og slökkviliðstjóra, gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda.

10.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020

2009074

Dagana 1. og 2. október nk. fer fram árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga.

Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag.
Lagt fram.

11.Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi - styrkkbeiðni

2009020

Styrkbeiðni Aflsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Áskorun - samtök íslenskra handverksbrugghúsa

2009070

Áskorun samtaka íslenskra handverksbrugghúsa.
Lagt fram.

13.Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1903222

Samstarfssamningur við Hvalfjarðarsveit um verkefni á sviði barnaverndar og félagsþjónustu.
Bæjarráð þakkar Hvalfjarðarsveit fyrir gagnlegan fund sem fram fór mánudaginn 7. september sl.

Bæjarráð samþykkir að forsenda áframhaldandi samstarfssamnings verði samkvæmt fyrri tillögu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að fylgja málinu eftir gagnvart Hvalfjarðarsveit. Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstaða Hvalfjarðarsveitar liggi fyrir eigi síðar en á aukafundi bæjarráðs þann 17. september nk.

14.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Erindisbréf starfshóps um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga Akraneskaupstaðar til Íþróttabandalags Akraness og aðildarfélaga þeirra.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til kynningar í skóla- og frístundaráði.

Fundi slitið - kl. 10:52.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00