Fara í efni  

Bæjarráð

3417. fundur 11. maí 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Barnvænt samfélag- sveitarfélög með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Skóla- og frístundaráð samþykkti erindið á fundi sínum þann 7. maí sl. og vísaði því til afgreiðslu í bæjarráð með ósk um kr. 500.000 sem er heildarkostnaður við innleiðingu verkefnisins sem mun standa í tvö ár.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 7. maí sl. og er því málið lagt fyrir að nýju.
ELA og VLJ taka undir með skóla- og frístundaráði og fagna boði félagsmálaráðuneytisins um að Akraneskaupstaður verði þátttakandi í innleiðingu á verkefninu Barnvænu sveitarfélagi, sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu og er samvinnuverkefni ráðuneytisins, UNICEF og útvalinna sveitarfélaga og kostnaður Akraneskaupstaðar vegna þátttökunnar er kr. 500.000.

RÓ er fylgjandi verkefninu og að Akraneskaupstaður þátt í því. Hins vegar gagnrýnir bæjarfulltrúinn meðferð meirihlutans á málinu. Aðdragandi og undirbúningur málsins er lítill sem enginn og afgreiðslan keyrð í gegn með aukafundum fagráða og bæjarráðs þvert á það sem kveðið er á um í gögnum UNICEF um innleiðingu sveitarfélaga að "Barnvænu Samfélagi".

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Fjármagninu verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og inn á lið 02020-4980 en ráðstöfunin ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

Fundi slitið - kl. 09:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00