Fara í efni  

Bæjarráð

3408. fundur 30. mars 2020 kl. 13:00 - 16:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Unnið áfram með mögulegar aðgerðir af hálfu Akraneskaupstaðar vegna COVID-19 í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um samkomubann og skerta þjónustu frá 17. mars sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og leggja fram tillögur og mismunandi sviðsmyndir ásamt kostnaðarmati fyrir næsta fund ráðsins sem verður þann 1. apríl kl. 13:00.

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Endurskoðu fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar Akraneskaupstaðar 2020-2023.

Bæjarráð hefur til skoðunar að flýta tilteknum fjárfestingum og viðhaldsverkefnum vegna COVID-19.

Sigurður Páll Harðarsson sviðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir mismunandi sviðsmyndum sem voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisráðs fyrr í dag.

Erindið lagt fram og verður til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi ráðsins þann 1. apríl kl. 13:00.

Fundi slitið - kl. 16:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00