Fara í efni  

Bæjarráð

3405. fundur 12. mars 2020 kl. 08:15 - 11:16 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

82. fundargerð Menningar- og safnanefndar frá 2. mars 2020.
Fundargerðin lögð fram.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

323. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum).

191. mál frá nefndasviði Alþingis - til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun.

311. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Lagt fram.

3.Sorpmál - starfshópur

2001149

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á fundi sínum þann 9. mars sl.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfshópsins og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bókun RÓ:
Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 14. janúar s.l. tillögu um stofnun starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi. Í tillögunni var lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gegna formennsku í starfshópnum. Fordæmi eru fyrir slíku þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leiðir nú starfshóp um mötuneytismál kaupstaðarins en hugmynd af þeirri vinnu kemur einnig frá Sjálfstæðisflokknum. Bæjarráð hefur nú samþykkt erindisbréf starfshópsins en meirihlutinn treystir ekki Sjálfstæðisflokkum fyrir formennsku sem veldur minnihlutanum miklum vonbrigðum. Að minnihlutinn þurfi að hafa allt frumkvæði að verkefnum meirihlutans veldur Sjálfstæðismönnum miklum áhyggjum.

Bókun VLJ og ELA:
Í meirihlutasamkomulagi Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra segir í kafla um umhverfismál:
„Akraneskaupstaður verði framúrskarandi í umhverfismálum og umhverfisvitund. Við viljum:
-Auka umhverfisvitund með aukinni fræðslu og leiðbeiningum um hvernig megi stuðla að endurvinnslu og nýtingu hráefna.
-Draga úr plastnotkun.
-Setja upp grenndarstöðvar fyrir flokkaðan úrgang.
-Auka flokkunarmöguleika og bæta við lífrænni flokkun.
-Stofnanir bæjarins verði í fararbroddi í flokkun sorps.“
Það er ljóst að sorpmál voru á dagskrá meirihlutans í bæjarstjórn og tillaga Sjálfstæðisflokksins breytir engu um það, þótt hún vissulega komi þessum starfshópi nú af stað. Fulltrúar meirihlutans vilja benda á að það er vel þekkt innan Alþingis að framsögumenn tillagna komi úr röðum annarra flokka en þeirra sem lögðu tillöguna fram. Þannig er ekki óeðlilegt að meirihlutinn taki formennsku í þessum starfshópi þar sem fordæmin eru til staðar.
Meirihlutinn hefur sýnt það í verki að hann treystir bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, t.a.m. með varaformennsku í ráðum og formennsku í starfshópi um mötuneytismál. Við teljum samstarf meiri- og minnihluta hafa verið gott hingað til og höfum fulla trú á að svo verði áfram og bindum miklar vonir við vinnu þessa starfshóps. Við mótmælum þeirri fullyrðingu að minnihlutinn hafi allt frumkvæði að verkefnum meirihlutans. Í gildi er meirihlutasamkomulag og eftir því vinnur meirihlutinn. Áhyggjur Sjálfstæðismanna eru því óþarfar.

4.Dalbraut 4 - athugasemdir FEBAN vegna hönnunar félagsrýmis

2001289

Erindi FEBAN með athugasemdum vegna hönnunar á félagsrými Dalbrautar 4 var tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 9. mars sl. Þar var lagt fram minnisblað verkefnastjóra með tillögu að svörum við athugasemdunum. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillögurnar og leggur til við bæjarráð að minnisblaðið verði haft til hliðsjónar varðandi endanlega hönnun rýmisins.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að endanleg hönnun þjónustumiðstöðvarinnar að Dalbraut 4 taki mið af fyrirliggjandi minnisblaði verkefnastjóra en setur tiltekna varnagla og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fyrirhugaður er fundur bæjarfulltrúa með fulltrúum FEBAN á næstunni og er stefnt að mánudeginum 23. mars kl. 18:15

5.Siglingafélagið Sigurfari á Akranesi - aðstaða.

1906113

Erindi til bæjarráðs um húsnæðismál Sigurfara, siglingafélags Akraness.
Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og frístundasviðs en huga þarf að skammtímalausn sem og framtíðarsýn fyrir Siglingafélagið Sigurfara á Akranesi.

6.Tölvu- og kerfismál

1710124

Tillaga sviðsstjóra um breytingar á áskriftarleiðum Microsoft samninga Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að veita fjármunum, samtals að fjárhæð kr. 1.000.000, til aðkeyptrar kerfislægrar vinnu og kaupa á nauðsynlegum hugbúnaði vegna fyrirhugaðrar sameiningar Microsoft Office 365 kerfa Akraneskaupstaðar. Fjármununum skal ráðstafað af lið 20830-4995 og inn á deild 21400-4980.

7.Aldarafmæli knattspyrnunnar á Akranesi - sagnfræðirit

2003076

Erindi til bæjarráðs um aldarafmæli knattspyrnu á Akranesi og skrásetningu á þeirri merku sögu í safnfræðirit.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en bendir umsækjanda á menningarstyrki úr uppbyggingasjóði Vesturlands sem menningarfulltrúi SSV veitir ráðgjöf um.

8.Grjótið Bistro-bar - rekstrarleyfi

2002198

Bæjarráð veitti jákvæða umsögn til Sýslumannsins á Vesturlandi á síðasta fundi sínum vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki III fyrir Grjótið Bistro-bar ehf. sem stefnt er að opna við Kirkjubraut 8-10. Umsögn bæjarráðs var veitt með fyrirvara um jákvæða umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

Hjálagt er erindi þar sem mótmælt er opnun mögulegs veitingarstaðar við Kirkjubraut 8-10.
Lagt fram.
Afgreiðslu málsins frestað og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að vinna minnisblað um réttarstöðuna.

9.SSV - aðalfundur 2020

2003002

Aðalfundarboð SSV. Aðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri, í Borganesi miðvikudaginn 1. apríl 2020.
Líkur eru á fundurinn verði ekki haldinn vegna COVID-19 veirunnar en komi til þess verða eftirtaldir fulltrúar Akraneskaupstaðar:

Bæjarfulltrúarnir Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Valgarður L. Jónsson í forföllum Báru Daðadóttur, Rakel Óskarsdóttir og Ólafur Adolfsson en auk þeirra sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fundinn.

Bæjarráð hvetur til þess að hugað verði að fjarfundarmöguleikum í stað frestunar funda.
Fylgiskjöl:

10.Verkefnið "Karlarnir í skúrnum

2003118

Samfélagsverkefnið "Karlarnir í skúrnum".
Verkefnið er hjá Rauða krossinum og er að erlendri fyrirmynd, byrjaði í Ástralíu en hefur slegið í gegn víðs vegar í Evrópu og í Bandaríkjunum.

Markmiðiðið er að rjúfa félagslega einangrun karlamanna. Verkefnið fór af stað í Hafnarfirði í desember 2018 og fékk húsnæði í apríl 2019 að Helluhrauni 8 í Hafnarfirði. Enn sem komið er hefur verkefnið mest verið sótt af karlmönnum sem komnir eru á eftirlaun og fastur kjarni sækir aðstöðuna.
RÓ óskaði eftir að málið yrði tekið upp á fundinum og að komið verði á samtali við Rauða krossinn um samstarf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasvið að vinna málið áfram með ofangreint í huga.

Fundi slitið - kl. 11:16.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00