Fara í efni  

Bæjarráð

3397. fundur 19. desember 2019 kl. 10:30 - 14:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Afrakstur starfshóps um framtíðarskipulag mötuneytismála á Akranesi.

Ólöf Linda Ólafsdóttir formaður starfshópsins og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ólöfu Lindu og Valgerði fyrir veittar upplýsingar.

Bæjarráð framlengir gildistíma starfshópsins til 31. maí 2020 og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a í tengslum við fjárhagslegar greiningar sem nauðsynlegar eru til ákvörðunartöku í málinu sem og rýmisgreiningar o.fl.

2.Lögreglusamþykkt - sameiginleg samþykkt á Vesturlandi

1912242

Drög að nýrri sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Bæjarráð vísar drögum að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.

3.Sorpurðun Vesturlands - gjaldskrá 2020

1912201

Ákvörðun stjórnar Sorpurðunar Vesturlands um gjaldskráhækkun á almennu heimilissorpi.
Bæjarráð mótmælir ákvörðun Sorpurðunar Vesturlands frá 11. desember síðastliðnum um 29% hækkun á gjaldskrá á almennu heimilissorpi. Bæjarráð telur að ekki liggi fyrir nægjanleg gögn til rökstuðnings hækkuninni en þar sem um þjónustugjöld er að ræða þarf slíkt ávallt að liggja til grundvallar slíkri ákvörðun og er einnig í andstöðu við ákvæði lífskjarasamninganna.

Bæjarráð er með þessu ekki að gera lítið úr þörf á auknum fjárfestingum í þessum mikilvæga málaflokki en horfa þarf til forgangsröðunar og vinna áætlanir til lengri tíma samhliða því.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins stendur heilshugar að baki bókun bæjarráðs um að mótmæla ákvörðun meirihluta stjórnar Sorpurðunar Vesturlands um hækkun gjaldskrár á almennu heimilissorpi. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Sorpurðunar Vesturlands greiddi atkvæði á móti tillögunni en það á ekki við um fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra sem greiddi atkvæði með gjaldskrárhækkuninni, þvert gegn vilja bæjarráðs Akraneskaupstaðar. Sjálfstæðisflokkurinn harmar að meirihluti stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hafi ekki stuðst við forsendur lífskjarasamninganna við afgreiðslu gjaldskrárinnar eins og bæjarstjórn Akraness hafði einsett sér í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2020. Þessi ákvörðun kann að fela í sér þörf á endurskoðun gjaldskrár Akraneskaupstaðar varðandi sorphreinsun og sorpeyðingu.
Rakel Óskarsdóttir (sign)

4.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2019

1912262

Viðauki vegna launa við fjárhagsáætlun 2019.
VLJ víkur af undir undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 19 við fjárhagsáætlun ársins 2019 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á ætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

VLJ tekur sæti á fundinum á ný.

5.Langtímaveikindi starfsmanna 2019 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1905404

Viðbótaumsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins júlí til og með desember.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 20 við fjárhagsáætlun ársins 2019 að upphæð kr. 10.344.066

Kostnaðinum er mætt með kr. 1.726.051 af lið 06950-1697, kr. 1.631.165 af lið 07950-1697, kr. 2.271.240 af lið 09950-1697, kr. 493.618 af lið 11950-1697, kr. 1.018.666 af lið 13950-1697 og kr. 3.203.326 af 21950-1697 og fært á eftirfarandi stofnanir:
04130-1691; kr. 2.979.230.
04160-1691; kr. 7.364.836.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð óskar nánari greiningar á aukningunni sem hefur orðið á milli ára.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Viðauki við fjárhagsáætlun 2019.

ELA víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka númer 21 við fjárhagsáætlun ársins 2019 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á ætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

ELA tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

7.Vinnustaðagreining Akraneskaupstaðar 2019

1911062

Niðurstaða vinnustaðagreiningar fyrir Akraneskaupstað.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar niðurstöðum vinnustaðagreiningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

8.Asparskógar 13 - umsókn um byggingarlóð

1912082

Umsókn Sjamma ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 13. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

9.Afskriftir vegna ársins 2019

1912263

Afskriftir vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir afskriftir vegna ársins 2019 að fjárhæð kr. 1.618.519.

10.Þjóðbraut 3 - samningur um uppbyggingu

1912264

Samningur um uppbyggingu vegna Þjóðbraut 3.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

11.Þorrablót Skagamanna 2020 - tækifærisleyfi, íþróttahús o.fl.

1912202

Árgangur 71 sem stendur fyrir Þorrablóti Akurnesinga, þakkar Akraneskaupstað fyrir myndarlega aðkomu síðustu ár og óskar eftir að Akraneskaupstaður taki áfram þátt með vali á Skagamanni ársins sem og að leggja blótinu til endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu. Hjálagt er erindi árgangs 71 ásamt erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um tækifærileyfi vegna blótsins. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í vali á Skagamanni ársins og að leggja Club 71 endurgjaldslaus afnot á íþróttahúsinu á Vesturgötu laugardaginn 25. janúar næstkomandi vegna Þorrablóts Skagamanna.

Bæjarráð áréttar að skipuleggjandi gæti sem fyrr að því að fylgja gildandi áfengislöggjöf hvort sem það lítur að þátttöku ungmenna á viðburðinum sjálfum eða við afgreiðu veitinga til gesta.

12.Ísland atvinnuhættir og menning 2020

1912282

Verkefnið, ÍSLAND atvinnuhættir og menning 2020.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Uppsögn / endurskoðun samnings um samstarf slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1912291

Vinnan við gerð nýrrar brunavarnaáætlunar hefur staðið yfir undanfarið ár en með nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða eru auknar kröfur lagðar á herðar sveitarfélaga í þessum málaflokki sem kalla á aukin fjárútlát.

Sviðsmyndagreining og viðræður um framhaldið á milli sveitarfélaganna hefur einnig staðið yfir en er ekki lokið.

Með hliðsjón af framangreindu telur bæjarráð nauðsynlegt og rétt að segja með formlegum hætti upp gildandi samstarfssamningi á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar dags. 20. desember 2007. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 14:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00