Fara í efni  

Bæjarráð

3396. fundur 12. desember 2019 kl. 08:15 - 09:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ólafur Adolfsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

383. mál til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð).
Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar öldungaráðs.

2.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2019

1904107

Umsókn forstöðumanns menningar- og safnanefndar f.h. Bíóhallarinnar um endurnýjun hljóðbúnaðar samtals kr. 1.175.000.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr tækjakaupasjóði til kaupa á nýjum hljóðbúnaði í Bíóhöllina að fjárhæð kr. 1.175.000 og er kostnaðinum mætt af liðnum 20830-4660 og fært á lið 05530-4660.

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2019 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1905404

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins júlí til og með desember.
ELA víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun úr veikindapotti vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar sem tilkomin er vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2019. Úthlutun vegna tímabilsins júlí til og með desember er að fjárhæð kr. 49.761.000. Áður hafði bæjarráð á fundi sínum þann 27. júní síðastliðnum, úthlutað kr. 18.160.000 úr veikindapottinum vegna tímabilsins janúar til og með júní 2019 en þá var samkvæmt venju afgreidd helmingsfjárhæð umsóknanna. Í úthlutuninni nú er einnig fullnaðarafgreiðsla vegna fyrri hluta ársins að fjárhæð kr. 18.160.000 og heildarfjárhæð úthlutunarinnar nú því samtals kr. 67.921.000.

Samtals er því úthlutað kr. 86.081.000 til stofnana Akraneskaupstaðar á árinu 2019 vegna veikindaforfalla starfsmanna en úthlutað var 66,8 mkr. vegna þessa á árinu 2018.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 18 að upphæð 67.921.000 kr. Kostnaðinum er mætt með kr. 21.840.000 af lið 20830-1691, kr. 40.000.000 af lið 20830-1697, kr. 5.503.000 af lið 20830-4980 og kr. 578.000 af lið 20830-4280 og á eftirfarandi stofnanir :
02020-1691; kr. 4.525.000.
02240-1691; kr. 3.040.000.
02260-1691; kr. 1.412.000.
02530-1691; kr. 2.582.000.
04020-1691; kr. 1.002.000.
04120-1691; kr. 6.400.000.
04130-1691; kr. 1.011.000.
04160-1691; kr. 1.046.000.
04140-1691; kr. 1.278.000.
04230-1691; kr. 22.220.000.
04220-1691; kr. 9.106.000.
04510-1691; kr. 357.000.
05210-1691; kr. 2.809.000.
06510-1691; kr. 6.932.000.
06570-1691; kr. 520.000.
06310-1691; kr. 76.000
21040-1691; kr. 3.605.000.
Bæjarráð vísar viðauka 18 til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð óskar nánari greiningar á aukningunni.

ELA tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

4.Aflið - Umsókn um styrk 2019

1912118

Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 09:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00