Fara í efni  

Bæjarráð

3393. fundur 28. nóvember 2019 kl. 08:15 - 14:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

319. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
320. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu).
266. mál til umsagnar - frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf).
189. mál um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Lagt fram.
Bæjarstjóra falið að koma á framfæri umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í takt við umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.Greining - áhrif nýrra mannvirkja á rekstur

1911170

Greining fjármáladeildar um áhrif fjárfestinga á rekstur Akraneskaupstaðar er varðar uppbyggingu nýrra mannvirkja.

Þorgeir Jónsson fjármálastjóri og Kristjana Ólafsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið kl 8:15.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar Þorgeiri og Kristjönu fyrir þeirra vinnu við mat á áhrifum fjárfestinga á rekstur Akraneskaupstaðar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Vinna milli umræðna um fjárhagsáætlun og fjárfesting- og framkvæmdaáætlun 2020-2023.

Þorgeir og Kristjana sitja áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingar sem hafa átt sér stað á milli umræðna hvað varðar fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkir einnig aukningu í framkvæmda- og fjárfestingaáætlun um 100 m.kr. í nýframkvæmdum gatna á árinu 2020, um 6,5 m.kr. í söluvef lóða á árinu 2020 og um 500 m.kr. í uppbyggingu Jaðarsbakka á árunum 2022 og 2023.

Bókun RÓ:

Á bæjarstjórnarfundi Akraneskaupstaðar þann 12. okt s.l. bókuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð milli umræðna og sérstaklega verði skoðað hvernig flýta má uppbyggingu á Jaðarsbökkum sem bæði þjónar starfsemi Grundaskóla, íþróttafélögunum sem og öllum almenningi.

Að lokum leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að auknir fjármunir verði settir í nýframkvæmdir gatna í Skógarhverfi fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar 2020. Að öðrum kosti mun skortur verða á framboði nýrra einbýlis-, par- og raðhúsalóðum á Akranesi árið 2020. Slík staða er ekki ásættanleg fyrir bæjarfélag í sókn sem Akraneskaupstaður á að vera.“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að bæjarráð gangi að ofangreindum hugmyndum og samþykki aukið fjármagn í nýframkvæmdir í gatnagerð um 100 mkr. sem og að koma uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum aftur inn í þriggja ára áætlun Akraneskaupstaðar.

Rakel Óskarsdóttir (Sign)

4.Leikskóli hönnun

1911054

Skóla- og frístundaráð vísar kynningu á drögum að útboðsgögnum vegna fyrsta hönnunar á leikskóla í Skógarhverfi til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn vegna hönnunar leikskóla í Skógahverfi og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra skipulag- og umhverfissvið að fylgja málinu eftir.

5.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1906161

Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaður er lögð fram til umsagnar og samþykktar. Önnur fagráð munu jafnframt gera slíkt hið sama og verður endanlega afgreiðsla áætlunar lögð fyrir bæjarstjórn þann 10. desember næstkomandi.

Jafnréttisstofa hefur samþykkt áætlunina sjálfa sem og einnig framkvæmdaáætlun hennar.
Bæjarráð samþykkir Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness að fengum staðfestingu annarra fagráða.

6.Frístundamiðstöð við Garðavöll - samkomulag um uppbyggingu

1711092

Samantekt á lokauppgjöri framkvæmdakostnaðar vegna uppbyggingar á frístundamiðstöðvar við Leyni.

Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis og Hörður Kári Jóhannesson stjórnarmaður í stjórn Leynis taka sæti á fundinum undir þessum lið kl. 10.
Bæjarráð þakkar Guðmundi og Herði fyrir komuna og fyrir greinargóða lokaskýrslu á framkvæmdum frístundamiðstöðvar við Leyni.

Bæjarráð vill nota tækifærið og þakka Guðmundi fyrir hlutverk sitt í uppbyggingu frístundamiðstöðvarinnar og fyrir farsælt samstarf í gegnum árin. Bæjarráð óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

7.Nafngift á frístundamiðstöðinni við Garðavöll

1908323

Tillaga um nafngift á frístundamiðstöðinni við Garðavöll en tilkynna á um nýtt nafn þann í byrjun desember þegar stjórnarskipti verða hjá Leyni.

Guðmundur situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir nýtt nafn fyrir frístundamiðstöðina og verður nafnið formlega tilkynnt á aðalfundi Leynis þann 3. desember næstkomandi.

8.Verðmat Mannvirkja

1911124

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hafin verði vinna við undirbúning á sölu á eftirfarandi fasteignum: Faxabraut 10, Merkigerði 7, Merkigerði 12, Suðurgata 57 og Suðurgata 108.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - málefni

1905413

Kostnaðarmat við aðgerðaráætlun er tengist brunavarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Sameiginlegur kynningarfundur bæjarstjórnar Akraness og sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þann 4. desember 2019 þar sem umrædd áætlun verður til kynningar.

Bæjarráð vísar málinu á dagskrá næsta fundar bæjarráðs þann 5. desember næstkomandi.

10.Opið bókhald Akraneskaupstaðar

1911048

Minniblað verkefnastjóra og persónuverndarfulltrúa um ráðstafanir sem gerðar hafa verið í tengslum við opið bókhald Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að bókhald Akraneskaupstaðar verði opnað á ný fyrir almenning í gegnum lausn Power BI og verður til birtingar á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Stefnt verði að opnun bókhaldsins í ársbyrjun 2020. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi verklagsreglur um Opið bókhald og framkvæmd prófanalýsinga.

11.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.

1612106

Kynning um næstu skref Guðlaugar við Langasand.

Ágústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja tekur sæti á fundinum undir þessum lið kl. 11.
Bæjarráð þakkar Ágústu og Sædísi fyrir góða yfirferð.
Málið verður lagt fyrir á ný á næsta fundi bæjarráðs þann 5. desember nk.

12.Keilufélag Akraness - fyrirspurn um framkvæmdir

1905069

Málefni Keilufélagsins.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir aukafund í bæjarráði mánudaginn 2. desember næstkomandi.

13.OR - eigendanefnd 2019

1911003

Fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur þann 16. desember næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00