Fara í efni  

Bæjarráð

3388. fundur 31. október 2019 kl. 13:00 - 16:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Fjárhagsáætlun 2020 (2021-2023).
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Jóhann Þórðarson endurskoðandi og Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Farið var yfir fyrirliggjandi forsendur fjárhagsáætlunar, þær greiningar sem liggja fyrir, fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun, útkomuspá ársins 2019 o.fl.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Akraneskaupstaðar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi leggur fram þá tillögu í fjárhagsáætlunargerð Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 að fasteignaskattur C, þ.e. fasteignaskattur sem lagður er á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir A- og B- skatt, fari niður í 1,400 prósentustig af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Árið 2019 var álagningaprósentan 1,5804 en tillaga Sjálfstæðisflokksins hefur í för með sér lækkun álagningarprósentu um 11,4% milli áranna 2019-2020. Breytingar á beinum tekjustofni Akraneskaupstaðar við þessa tillögu út frá núverandi forsendum mynda lækkun um 18,5 milljónir króna. Þeirri lækkun yrði mætt með tilfærslu verkefna í fjárfestingum og framkvæmdum sem og með sölu eigna sem leiðir til minni útgjalda á viðhaldsliðum.
Rakel Óskarsdóttir (sign)

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra taka jákvætt í hugmyndina en afgreiðslunni frestað.

Fjárhagsáætlunarvinnunni verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag þann 5. nóvember kl. 15:00. Jafnframt var ákveðið að næsti reglulegi bæjarráðsfundur verði miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi kl. 16:15 í stað fimmtudagins 14. nóvember kl. 08:15.

Fundi slitið - kl. 16:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00